Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1992, Side 26

Frjáls verslun - 01.09.1992, Side 26
FRETTASKYRING og söluturnar eru því með samtals um 24 prósent. HOFÁMÖRG FYRIRTÆKI Snemma á síðasta vetri byrjuðu eigendur Hagkaups, erfingjar Pálma heitins Jónssonar, stofnanda Hag- kaups, á umfangsmiklum skipulags- breytingum á fyrirtæki sínu. Aðaleign þeirra er eignarhaldsfyrirtækið Hof sf. Það fyrirtæki á síðan aftur nokkur fyrirtæki eins og Hagkaup hf., Mikla- torg sf. (Ikea), Álfheima hf. (Kosta Boda), Kjötvinnsluna í Síðumúla, Þyrpingu hf., sem á fasteignir víða eins og í Kringlunni, og loks Fjárfest- ingarfélagið Þor hf. Það er einmitt Þor hf. sem keypti helminginn í Bónus og 10-11 verslun- unum. Af nokkrum fyrirtækjum, sem móðurfyrirtækið Hof sf. á hluta í, má nefna 40 prósent í vatnsútflutnings- fyrirtækinu Þórsbrunni hf. á móti Víf- ilfelli og Reykjavíkurborg og hluta í fyrirtækinu Jari sf. sem á skyndibita- stað í Kringlunni ásamt þeim Skúla á Hótel Holti og Vífilfelli. Þá má nefna að Hof sf. á hluta í íslenska útvarpsfé- laginu, sem rekur Stöð 2 og Bylgjuna. SIGURÐUR GÍSLISTJÓRNAR NÚ ÖLLU í GEGNUM HOFSF. Eignarhaldsfyrirtækið Hof sf. er rekið eins og hvert annað fjárfestingarfé- lag sem ætlað er að ávaxta fé sitt á sem bestan hátt. Það er í gegnum þetta félag sem þeir bræður, Sigurður Gísli og Jón, stjórna. Þar vaka þeir yfir möguleikum framtíðarinnar. Um leið hafa þeir bræður fjarlægst alla beina daglega stjórnun á undirfyrirtækjunum. Leyni- legar viðræður þeirra við eigendur Bónus, án vitund- ar yfirmanna Hagkaups, sýnir þetta best. Hjá Bónus-fjölskyldunni, Jóhannesi og fjölskyldu, hafa einnig orðið breytingar á eignarformi fyrirtækisins. Fyrirtækið Bónus-ísaldi hf. nefndist áður í daglegu tali Bónus. Nú hefur fjölskyldan hins vegar stofnað nýtt fyrirtæki, sem heitir ísaldi hf., og er það eignarhaldsfyrirtæki sem á helm- inginn í Bónus sf. á móti Þor hf. Þá á ísaldi hf. fjórðung í 10-11 verslunun- um, fjölskylda Eiríks Sigurðssonar fjórðung og Þor hf. helming. í rauninni er það fernt sem getur gert yfirlýsingar þeirra Sigurðar Gísla og Jóhannesar í Bónus um áframhald- andi samkeppni Hagkaups og Bónus að veruleika. Eitt: Fyrirtækjanet Hofs. Tvö: Uppbygging matvöru- markaðarins. Þrjú: Ef slakað er á samkeppni og vöruverð hækkað með græðgi skýtur einfaldlega nýjum Jó- hannesi í Bónus“ upp á markaðnum. Fjögur: Hof sf., í gegnum dótturfyrir- tæki sitt Þor hf., á ekki meirihluta í Bónus heldur í nákvæmlega 50 prós- ent. Hugsanlega má bæta fimmta atrið- inu við, sem er hugsjón og brautryðj- endastarf beggja aðila fyrir lágu verði á matvörumarkaðnum. í hugsjóninni einni saman felst nefnilega ofurkraft- ur. Tíminn einn og atkvæðaseðill neytenda, sjálf buddan, munu hins vegar leiða í ljós hvort samkeppnin verður í samræmi við yfírlýsingar. MATVÖRUMARKAÐURINN SKIPTIST í ÞRJÚ SVIÐ Af þessum atriðum er uppbygging matvörumarkaðarins líklegast það atriði sem þyngst vegur á vogarskál- inni um að af áframhaldandi sam- keppni geti orðið. Markaðnum má skipta í nokkur svið. Verslanir með óvenjulegt vöruverð, fremur lítið vöruval, litla þjónustu og skamman opnunartíma. Á þessum markaði er Bónus. Þetta er markaður þar sem viðskiptavinirnir einblína eingöngu á verðið og ekkert annað. Annar hluti markaðarins er mark- aður stórverslana sem bjóða lágt vöruverð, mikið vöruval, mikla þjón- ustu og meðalopnunartíma. Á þess- um markaði keppir Hagkaup. Þetta er markaður þar sem viðskiptavinirnir horfa ekki eingöngu á verðið heldur gera einnig kröfu um mikið vöruúrval, gæði og góða þjónustu. Á þriðja sviðinu eru svo verslanir sem eru tiltölulega litlar og bjóða mjög langan opnunartíma, frá morgni og langt fram á kvöld, alla daga vik- unnar. Á þessum markaði keppa 10-11 verslanirnar. Vegna langs opnunar- tíma er verðið í þessum verslunum hærra en á hinum mörkuðunum tveimur. Við- skiptavinimir gera mesta kröfu um að geta verslað eft- ir eigin hentugleikum, á kvöldin sem langt fram eftir um helgar. íslenski matvörumarkað- urinn hefur verið að breytast hratt á undanförnum árum. Eins og aðrir lifandi markaðir er hann stöðugt í þróun og því verða þeir, sem þar keppa, að halda vöku sinni og fylgjast með og taka þátt í þróuninni. HAGKAUP BYRJAÐI í UPPHAFI Á SVÍPAÐAN HÁTTOG BÓNUS í raun byrjaði Hagkaup á sínum tíma ekki ósvipað og Bónus. Hagkaup opnaði fyrst í gamalli hlöðu við Miklatorg og bauð upp á lágt vöruverð, lítið úrval og ódýrt verslunarhúsnæði. Síðan þróaðist verslunin yfir Rök fyrir áframhaldandi samkeppni 1. Fyrirtækjanet Hofs sf. 2. Uppbygging matvörumarkaöarins 3. Meö græögi kemur „nýr Jóhannes” 4. Þor hf. á ekki meirihluta í Bónus JRJ Þetta eru rökin fyrir því að áframhaldandi samkeppni Hagkaups og Bónus geti orðið raunhæf. 26
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.