Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1992, Qupperneq 138

Frjáls verslun - 01.09.1992, Qupperneq 138
BÆKUR en síðar þurfti að greiða. Tjaldið var dregið frá fyrir japanska fjárfesta og þeir streymdu inn í bandarískt efna- hagskerfi. BANDARÍKJAMENN SVÁFU Á VERÐINUM GAGNVART EVRÓPU A sama tíma sinntu þeir ekki Evrópumálum sem skyldi. Burstein sýnir fram á að aðeins lítill hluti banda- rískra fyrirtækjastjómenda velti vöngum yfir þróun Evrópu og fyrir um þremur árum vissi aðeins lítill hluti þeirra um hugmyndir um hið mikla samrunaverkefni. Höfundur heldur því fram að Bandaríkjamenn hafi um of treyst á að ekki yrði af svo sterkum samruna sem rætt er um og að söguleg samstaða með Evrópu myndi leggja þeim betri stöðu en t.d. Japönum. Japanir fylgdust hins vegar grannt með umræðum og hafa lagt kapp á að íjárfesta í Evrópu fyrir árið 1993, ef þeim yrði úthýst eftir það, sem þeir hafa mjög óttast. Þannig hafa helstu fyrirtæki Japans gengið til samstarfs við evrópsk fyrirtæki og fest sterkar rætur á Evrópumarkaði. Annar þáttur sem höfundur fjallar um varðar þær mögulegu hættur sem tengjast sterkum innri markaði Evrópu. Hann varpar fram þeirri spurningu hvort við séum nægilega vel trygg gagnvart því stórveldi er leiðir samstarfið, Þýskalandi. Hvað ef Þýskalandi tekst ekki að gera krafta- verk í fyrrum Austur-Þýskalandi? Ef eftir situr atvinnulaus þjóð? Kann að vera að sú ólga sem nú þegar kraumar undir, vegna atvinnuleysis ungs fólks, muni leiða til alvarlegra átaka? Hvað ef verðbólgan rís í Þýska- landi, eins og vísbendingar eru um? Hvað verður þá um stöðugleika í efnahagskerfi sameinaðrar Evrópu? Mun Þýskaland telja þörf á eigin kjarnorkuvopnum vegna óljósrar framtíðar NATO og fækkandi sveita Bandaríkjamanna í Evrópu? Ekkert síður eru spurningar höfundar áleitn- ar varðandi framtíð friðar í Evrópu: Erum við orðin örugg með Austur- blokkirnar? Munu kröfur þeirra kalla fram vamarleysi Evrópu án þess að ástandið þar eystra hafi tryggt okkur varanlegan frið? ÞETTA ER RANGT VIÐ EFNHAGSSTEFNU BANDARÍKJAMANNA Óneitanlega staðnæmdist ég lengst við átölur Bursteins í garð Bandaríkjamanna um hvað væri rangt í efnahagsstefnu þeirra. Um galla í skipulagi Ameríkukapítalismans segir Burstein: „Það tekur skammtíma- gróða fram yfir langtímavexti. Kerfið hvetur til skyndineyslu á kostnað sparnaðar og uppbyggingar á innra kerfi, s.s. menntun. Kerfið verðlaun- ar einstaklinga vel en heldur fjár- magnskostnaði til iðnaðar háum. Það viðheldur litlu samstarfi á milli hins opinbera, viðskipta og vinnuafls í stað þess að stuðla að samstarfi þeirra. Kerfið er andvígt opinberum stuðn- ingi til að styrkja eða samhæfa mótun nýrrar tækniþróunar og nýsköpunar. Það tekur þjónustuiðnað fram yfir framleiðsluiðnað. Ameríkukapítal- isminn leggur meiri áherslu á íjár- mála- og markaðshliðar fyrirtækja en á hagnýta verkþekkingu, verkþjálfun og gæðastýringu." Burstein telur að kerfið leggi áherslu á fullkomnun í efsta stiga menntaþrepsins en grunn- menntun sé látin grotna niður. Höfundur heldur því fram að nánast hið öndverða við þessa upptalningu hafi á sama tíma verið að gerast í Þýskalandi og Japan. Hann heldur því fram að ef Bandaríkjamenn horfist ekki í augu við að breytinga sé þörf á áherslum og aðferðum, í takt við hina risana tvo, muni bandaríska þjóðin vakna árið 2000 við að hin mikilvægu gildi um frelsi í viðskiptum séu ekki lengur forskot, heldur hindrun á framfarir. ÍSLAND Á MILLI KAPÍTALISMA ÞÝSKALANDS 0G BANDARÍKJANNA ísland er augljóslega statt einhvers staðar í litrófinu milli Þýskalandskap- ítalisma og Ameríkukapítalisma. Oft heyrast þær raddir að ríkið eigi að skapa atvinnulífinu eðlileg rekstrar- skilyrði með afnámi hafta og hindrana eða kvaðasetningu, allt eftir því hvað jafni aðstöðumun fyrirtækja og sam- keppnisaðila. Reynsla okkar af opin- berum fjárstuðningi við atvinnurekst- ur er slæm. í nafni þeirrar reynslu vilja margir hafna hugmyndum um heildarstefnumótun fyrir íslenskt at- vinnulíf. Fyrirgreiðslupólitík og handahófskenndar styrkveitingar hins opinbera til atvinnulífsins sem hér hafa tíðkast eiga ekkert skylt við stuðning við atvinnugreinar sem byggir á markvissri stefnumótun. Þegar við tölum um opinber afskipti er það því hreint ekki hið sama og þegar Japanir tala um notkun á sam- eiginlegum sjóðum í þágu atvinnu- fyrirtækja. Samruni Evrópu mun draga fram sérhæfingu hverrar Evrópuþjóðar. Þessari sérhæfingu þarf að fylgja öfl- ugur stuðningur innan þjóðarinnar. Við þurfum samstöðu um þau verk- efni sem líklegust eru til þess að færa okkur sem mestar tekjur á sameigin- legum markaði. Til þess þarf stefnu- mótun sem hinu opinbera ber að taka þátt í. Þetta er ekki síst mikilvægt vegna þess að ákvörðun um sameig- inlegan Evrópumarkað hefur þjappað öðrum mörkuðum saman. Banda- ríkjamenn hafa stofnað til fríverslun- arsamninga við Kanada og Mexíkó sem gerir þetta stóra svæði að einum markaði. Þannig hefur staða helsta samkeppnisaðila okkar í sölu á sjávar- afurðum, Kanadamanna, eflst veru- lega á Ameríkumarkaði. Þessi stað- reynd krefur íslendinga um að skipu- leggja markaðsstarfsemi sína betur á Bandaríkjamarkaði ef ekki á að fara illa. ÓÞARFLEGA MIKLAR SÖGUSKÝRINGAR í BÓKINNI Bókin er viðamikil, óþarflega mikl- ar söguskýringar, en skemmtileg af- lestrar. Greiningarnar eru skýrar en nokkuð blátt áfram — í lok bókar sinnar, setur Burstein fram 100 tilgát- ur eða spádóma um heiminn árið 2000. Hann vitnar til þeirra orða Disraelis að það sem við helst vænt- um gerist sjaldan, en það sem við síst væntum gerist oftast. Hann spáir Evrópumódelinu miklum sigri. Hér verða ekki raktir spádómar hans en þeir og bókin í heild eru fyllilega þess virði að áhugamenn um viðskipti og stjórnmál láti hana ekki fram hjá sér fara. Arni Sigfússon 138
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.