Frjáls verslun - 01.01.1995, Side 10
FRETTIR
HM í handknattleik:
TARKETT GEFUR
GÓLF í HÖLLINA
Harðviðarval hf., umboð-
saðili sænska fyrirtækis-
ins Tarkett AB hér á
landi, hefur fyrir hönd
Tarkett AB gert samning
við íþrótta- og tóm-
stundaráð Reykjavíkur,
ITR, um að afhenda án
endurgjalds gólfefni að
andvirði 4,9 milljónir
króna til að nota í Laugar-
dalshöll í heimsmeistara-
keppninni í handbolta í
maí næstkomandi.
Gólfefnið nefnist Tark-
ett Sport Elite. Um nýtt
gólfefni er að ræða frá
Tarkett og hefur það
þegar fengið góðar við-
tökur. Fyrirtækið hefur
ákveðið að heimsmeist-
arakeppnin í handbolta á
íslandi verði einn um-
fangsmesti hluti mark-
aðssetningar gólfsins á
þessu ári. í tilefni þess
býður það yfir 20 útvöld-
um viðskiptavinum hvað-
Gjöfin gefin - og kvittað undir. Frá vinstri: Ómar Einarsson,
framkvæmdastjóri ÍTR, Steinunn V. Óskarsdóttir, formaður
ÍTR, Gunnar Þór Jóhannesson, markaðsstjóri Harðviðarvals,
og Ragnar Tómasson lögfræðingur.
anæva að úr heiminum til
íslands á úrslitakeppn-
ina.
Að lokinni keppni mun
íþrótta- og tómstundaráð
Reykjavíkur eignast gólf-
ið og hafa fullan og ótak-
markaðan rétt yfir því.
Tarkett er framleið-
andi gólfefna og hefur
meira en 100 ára reynslu
á því sviði. Harðviðarval
hefur selt vörur frá fyrir-
tækinu síðastliðin 17 ár.
Appelsínugula merkið fram-
an á bílnum sýnir innihald
farmsins.
Skeljungs:
FARMUR
MERKTUR
Allirbílar Skeljungs, sem
flytja hættulegan varn-
ing, svo sem eldsneyti og
gastegundir, hafa verið
merktir með sérstökum
appelsínugulum númera-
skiltum að framan og aft-
an, auk þess sem hætt-
umerkingar eru á báðum
hliðum bílanna.
Merkingarnar gefa til
kynna hvers konar varn-
ing verið sé að flytja. Það
getur skipt sköpum fyrir
lögreglu- og slökkviliðs-
menn og aðra hlutaðeig-
andi, sem koma á vett-
vang við óhapp eða slys.
Merkingarnar eru í sam-
ræmi við sérstakar verk-
lagsreglur sem taka
formlega gildi 1. mars.
Þær voru samdar í sam-
vinnu opinberra eftirlits-
aðila, olíufélaganna
þriggja og fyrirtækja sem
framleiða eða flytja
hættulegan varning.
Viltu koma upplýsingum þínum betur til skila ?
Harvard Spotlight &
Setur þig í sviðsljósið
fj^tagbúnaður
Ávallt í fararbroddi
Hugbúnaður hf., Engihjalli 8, 202 Kópavogur
Sími: 564-1024, Bréfsími: 554-6288
Email: postmaster@hugbun.is
Einstaklega öflugt glæru-sýninga forrit fyrir
fyrirlesara og þá sem annast kynningar.
Eykur árangur, hvort heldur er hjá
atvinnufyrirlesara eða byrjanda.
Tengir á einfaldan hátt saman tvær vélar
rneð kapli sem fylgir með.
Vinnur með Harvard Graphics, Freelance
og Power Point.
Söluaðilar um land allt.
10