Frjáls verslun - 01.01.1995, Síða 30
MAÐUR ARSINS
Sighvatur ásamt eiginkonu sinni,
Ragnhildi Gottskálksdóttur, og
börnum við útnefninguna. Frá
vinstri: Gottskálk, Sighvatur,
Bjami, Ragnhildur, Dóra Dúna og
Þórður.
Erlendur Einarsson, fyrmm for-
stjóri Sambandsins og einn dóm-
nefndarmanna, afhendir hér Sig-
hvati viðurkenningarskjalið. Magn-
ús Hreggviðsson, formaður
dómnefndar, fylgist með.
til handa öllum starfsmönnum fyrir-
tækisins. Þeir hefðu lagt mikið á sig,
sýnt mikinn baráttuanda og staðið vel
saman. Verðlaunin væru fyrirtækinu
og starfsmönnum þess mikil hvatn-
ing.
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs-
ráðherra ávarpaði einnig samkom-
una. Hann vék meðal annars að orð-
um Sighvats um mikla hagræðingu í
greininni og sagði að til mikillar fyrir-
myndar væri hversu mörg fyrirtæki í
sjávarútvegi hefðu náð að aðlagast
þeim erfiðu rekstrarskilyrðum sem
minnkandi þorskafli setti þeim.
ijáls verslun og Stöð 2 út-
nefndu Sighvat Bjamason,
framkvæmdastjóra Vinnslu-
stöðvarinnar og stjómarformann
SÍF, mann ársins 1994 í íslensku at-
vinnulífí við hátíðlega athöfn á Hótel
Sögu miðvikudaginn 28. desember
síðastliðinn.
Magnús Hreggviðsson, stjómar-
formaður Fróða og formaður dóm-
nefndar, flutti í upphafi stutt ávarp og
rakti í stórum dráttum feril Sighvats
Bjamasonar í atvinnulífi.
Fram kom hjá Magnúsi að þótt enn
væri nokkuð í land með það að fjár-
hagsstaða Vinnslustöðvarinnar teld-
ist góð hefði náðst afar góður árangur
í að rétta við rekstur fyrirtækisins
sem vægi þungt við valið.
Við valið hefði dómnefndin einnig
lagt til grundvallar ótvíræða forystu-
hæfileika Sighvats, áræðni, útsjónar-
semi og góða stjórnunarhæfni sem
aukið hefði trú fjárfesta á fyrirtækinu.
í þakkarræðu Sighvats sagðist
hann líta á útnefninguna sem verðlaun
MAÐUR ÁRSINS
ÚTNEFNDUR
Sigurður Guðjónsson, stjórnarfor-
maður íslenska Útvarpsfélagsins,
og Jafet Ólafsson, útvarpsstjóri ís-
lenska útvarpsfélagsins.
Jón Ólafsson, stjórnarmaður í ís-
lenska útvarpsfélaginu, og Helgi
Rúnar Óskarsson, markaðsstjóri
Fróða, útgáfufyrirtækis Frjálsrar
verslunar.
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð-
herra og Sighvatur Bjarnason.
TEXTI: JÓN G. HAUKSSON MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON
30