Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1995, Síða 31

Frjáls verslun - 01.01.1995, Síða 31
Landsvirkjun hefur forystu um aukna nýtingu vatnsafls og jarðhita í sátt við umhverfíð öllum til heilla. Odýr umhverfisvæn orka verður hér eftir sem hingað til undirstaða góðra lffskjara á Islandi og framfara á öllum sviðum. Frá stofnun hefur Landsvirkjun fjármagnað uppbyggingu í orkumálum af eigin rammleik með fjármagni úr rekstri og lántökum. Fjárhagslegur styrkur fýrirtækisins er einsdæmi hérlendis. Nemur heildareign Landsvirkjunar um 80 milljörðum króna og eigið fé um 26 milljörðum. Landsvirkjun hefur lengi verið umsvifamesta íslenska fyrirtækið á alþjóðlegum fjármála- markaði og hvarvetna getið sér gott orð meðal fjárfesta. A síðastliðnu ári var Landsvirkjun í fararbroddi stórfyrirtækja er gáfu út skuldabréf á markaði hérlendis. Af ágæturn viðtökum íslenskra verðbréfafyrirtækja og fjárfesta væntir Landsvirkjun góðs af frekari viðskiptum á komandi misserum. Það er metnaður Landsvirkjunar að sjá landsmönnum öllum fyrir sem bestri þjónustu á sem hagkvtemastan hátt. LANDSVIRKJUN

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.