Frjáls verslun - 01.01.1995, Side 32
BÆKUR
Bókin The Tom Peters Seminar:
RÁBIÐ EINGÖN6U FÓLK
SEM ER MJÖG FORVITIÐ
Tom Peters kynnir í bókinni mörg raunveruieg dæmi úr vióskiþtalífinu.
Hann segir aö ígeggjuðum heimi sé ekkert vit í skynsömum fyrirtækjum
Heiti bókar: The Tom Peters
Seminar
Höfundur: Tom Peters
Útgefandi og ár: Macmilian,
London -1994
Lengd bókar: 320 bls.
Hvar fengin: Bóksölu stúdenta
Einkunn: Holl og góð lesning um
byltingakenndar hugmyndir i
stjómun og rekstri fyrirtækja
VIÐFANGSEFNIÐ
Tom Peters telur að breytingar í
viðskiptaumhverfmu gerist mun
hraðar nú en nokkru sinni fyrr og því
skipti það höfuðmáli að vera opinn
fyrir nýjungum, og ef nauðsyn krefur,
að vera tilbúinn að gera það miklar
breytingar hjá sér í vinnubrögðum að
jaðri við að orðið bylting eigi frekar
við um lýsinguna.
Höfundur er því mjög róttækur í
skoðunum á rekstri fyrirtækja í bók
sinni, enda er hér ekki á ferðinni
venjuleg safnbók hugmynda úr ýms-
um áttum. Bókin er full af óvenjuleg-
um og óhefðbundnum hugmyndum,
sem sumar eru ansi brjálæðislegar á
köflum og má segja að undirtitill henn-
ar segi meira en mörg orð um inni-
haldið en hann er „Crazy times call for
crazy organizations“. Það er kannski
ekki nauðsynlegt að vera léttgeggjað-
ur í nútímastjórnun en það skaðar
allavega ekki samkvæmt því sem
fram kemur í bókinni.
HÖFUNDURINN
Óþarfi er að kynna höfundinn í
löngu máli en hann er einn afkasta-
mesti og vinsælasti höfundur bóka
um stjórnun og rekstur fyrirtækja
sem út hafa komið á undanfömum ár-
um. Bækur hans eru Thriving on
Chaos og Liberation Management.
Auk þess hefur hann skrifað, ásamt
öðrum, bækurnar In Search of Exel-
lence (með Robert H. Waterman jr.)
og A Passion for Exellence (með
Nancy Austin). Allt eru þettar mjög
kunnar bækur sem hafa náð mikilli
útbreiðslu og em notaðar sem lesefni
í mörgum viðskiptaháskólum. Hann
er einn vinsælasti fyrirlesari í við-
skiptaheiminum í dag. Loks má nefna
að hann rekur sjálfan sig sem fyrir-
tækið „The Tom Peters Group“ í
Kalifomíu.
UPPBYGGING 0G EFNISTÖK
Bókin byggir algjörlega á fyrir-
lestraröðum sem höfundurinn hefur
haldið víðs vegar um heiminn og vakið
hafa mikla athygli og hrifningu við-
staddra, enda Tom Peters með lrf-
legri fyrirlesurum sem þekkjast.
Bókin skiptist í 9 kafla sem allir eiga
það sameiginlegt að reynt er að ganga
lengra en áður hefur verið gert í
hverju viðfangsefni og því byija öll
kaflaheiti á orðunum „handan við“
(beyond). Hann skyggnist sem sagt
handan við eitthvert hefðbundið efni,
sem fjallað er um í venjulegum við-
skiptabókum, s.s. „beyond change“
og „beyond reengineering" o.s.frv.
Tilgangur höfundar er að fara „hand-
an við“ hefðbundna hugmyndafræði
viðskipta og eru allar nýjar hugmyndir
kynntar með raunverulegum dæmum
úr viðskiptaheiminum í dag.
STUH KYNNING ÚR BÓKINNI
Rauður þráður í umfjölluninni er
þekkingin og mikilvægi hennar. Hún
er kjami málsins og í raun upphaf og
endir alls. Forvitni er forsenda fyrir
þekkingarleit og því mikilvægt að
skapa fyrirtæki sem er forvitið. Til
þess þurfum við starfsfólk sem er
Jón Snorri Snorrason,
aðstodarframkvæmdastjóri
Lýsingar og stundakennari
við Háskólann, skrifar
reglulega um viðskipta-
bækur í Frjálsa verslun.
32