Frjáls verslun - 01.01.1995, Blaðsíða 40
„Stóra breytingin er sú að nú er sími ekki lengur bara eirihver sími eins og við litum á hann fyrir nokkrum árum.
Síminn er nú tengill að mjög öflugu fjarskiptakerfi.“ Graf: Halldór Lárusson, Símtæknihf.
Halldór Lárusson símaráðgjafi:
SÍMIEKKIBARA SÍMI
Þrátt fyrir að gildi símans sé ótvírxtt fyrir viðskiptalífið hafa fæst fyrirtæki á
Islandi markað ákveðna og nauðsynlega stefnu í fjarskiptum
alldór Lárusson, fram-
kvæmdastjóri Símtækni hf.,
sem veitir fyrirtækjum óháða,
faglega ráðgjöf í síma- og fjarskipta-
málum, segir að nokkuð beri á því að
fyrirtæki nýti sér ekki hagkvæmustu
samskiptamöguleikana á hverjum
tíma.
Halldór er einn kunnasti símaráð-
gjafi íslenskra fyrirtækja. Hann er
með allra reyndustu mönnum hér á
landi á sviði símamála fyrirtækja og
einstaklinga. Hann starfaði í áraraðir
hjá Pósti og síma áður en hann fór út í
TEXTI: JÓN G. HAUKSSON MYNDIR: BRAGIJÓ!
40
sjálfstæðan rekstur hjá Símtækni.
Raunar var fyrirtækið stofnað í októ-
ber 1978 af Guðmundi Ólafssyni og
hefur starfað óslitið síðan.
Súnaráðgjöf Símtækni er alhliða.
Að sögn Halldórs snýst hún þó fyrst
og fremst um að ráðlegga stjórnend-
um fyrirtækja um kaup á búnaði og
hvemig uppsetningu skuli háttað,
hönnun á lögnum ásamt staðsetningu
búnaðar. Símtækni annast gerð út-
boðsgagna við kaup á einkasímstöðv-
um fyrirtækja og uppsetningu þeirra,
ásamt öðrum þeim búnaði sem fyrir-
tæki kaupa vegna síma- og fjarskipta-
mála sinna.
„Stór þáttur í ráðgjöf okkar er að
gera rekstur símstöðva fyrirtækja
sem hagkvæmastan. Nokkuð hefur
borið á að fyrirtæki nýti sér ekki hag-
kvæmustu samskiptamöguleikana á
hverjum tíma.“
- Er mikil þörf á að vinna út-
boðsgögn varðandi kaup á
fjarskiptabúnaði?
„Ég tel afar mikilvægt að stjóm-
endur í fyrirtækjum leggi áherslu á
undirbúningsvinnu áður en þeir fara