Frjáls verslun - 01.01.1995, Side 42
SIMAR
Hymax
sinistoo""'
2 til 24 bæjarlínur
6 til 84 innanhúslínur
Ýmsir valmöguleikar:
- Langlínulæsing
- Símafundir
- Hringiflutningar innanhúss
og í heima- og bílasíma
- Tengingamöguleikar f. úfvarp
hátalarakerfi, dyrasíma,
neyðarkerfi o.fl.
- Skilaboða- og kallkerfi
- Og margt fleira!
K O M D U í ESIitn' H Ó PI N N
AT&T
- alltaf til taks
60 númera minni
Þyngd 270 g
Verð. 59.900.
,, SÉNNIRKINN
Símtæki hf.
Hátúni 6a, sími 561 4040
„Þróun í síma- og fjarskiptabúnaði er mjög hröð og
samnýting tölvu- og símtenginga er orðin nokkuð
algeng. Margar símstöðvar í fyrirtækjum bjóða upp á
að tengd séu við þær skjáir, PC tölvur, prentarar og
fleira sem miðla á milli notenda eða tengja þá við
tölvukerfi. Jafnframt er hægt að tengja símstöðvar
saman og flytja tölvuupplýsingar á milli þeirra.“
símakerfið, eruíörriþróun. Farsíma-
kerfið, sem Póstur og sími býður upp
á, hefur verið til margra ára en þar
hafa orðið kynslóðaskipti. Handvirka
kerfið var aflagt og í þess stað kom
NMT 450 kerfíð en bæði þessi kerfi
þjóna aðallega bíleigendum og skip-
um.
Á næstu mánuðum verður mögulegt
fyrir fyrirtæki og stofnanir að setja
upp staðbundin kerfi fyrir þráðlaus
samskipti. Þessi staðbundnu kerfi
eru tengd símstöð fyrirtækisins og
hafa númer frá henni. Koma þarf upp
sendi og móttökustöðvum á því
svæði sem þráðlaus samskipti eiga að
vera möguleg.
Benda má á mörg dæmi þar sem
þetta kemur sér vel, til dæmis í timb-
urafgreiðslum, verksmiðjum og
stærri svæðum þar sem erfitt getur
reynst að ná í starfsmenn þegar á þarf
að halda.
Þannig er hægt að sjá fyrir sér
stjómendur og starfsmenn, sem eru
mikið á ferðinni um athafnasvæði
fyrirtækja, með lítinn, þráðlausan
síma í vasanum. Skiptiborð fyrirtækj-
anna gefur þá símtalið beint til þeirra
þar sem þeir eru staddir hverju sinni
innan fyrirtækisins. Sömuleiðis geta
þeir hringt úr þráðlausa símanum
hvert sem er í gegnum kerfi fyrirtæk-
isins.
Hugsanlega verður hægt að fá lítil,
staðbundin kerfi, sem myndu henta
heimilum og minni fyrirtækjum. Þeir
þráðlausu símar, sem nú eru í notkun
á heimilum og í fyrirtækjum, eru
bundnir einni móðurstöð með tak-
markað sendisvið. En staðbundin
kerfi eru hins vegar net sendistöðva
fyrir fleiri en eitt símtæki."
Q • Hvað með GSM farsíma-
kerfið?
„í rúman áratug hefur verið þróað
kerfi sem símastjórnir ýmissa landa í
Evrópu hafa sameinast um. Mark-
miðið var að hanna samstætt kerfi
sem gæti veitt góða farsímaþjónustu í
Evrópu. Þetta kerfí er þegar í mörg-
um löndum Evrópu og landa utan
hennar.
Þetta umrædda kerfi heitir GSM
(Global System for Mobile Commun-
ications). Byrjað var að setja það upp
hér á landi á síðasta ári. GSM kerfið
takmarkast við Reykjavík til Keflavík-
urflugvallar og Grindavíkur, auk Ak-
ureyrar. Samkvæmt upplýsingum frá
Pósti og síma verður unnið að því á
næstu árum að útvíkka þjónustu-
svæði GSM farsíma til þéttbýlis-
svæða landsins."
B- Hverjir eru helstu kostir
GSM farsímakerfisins?
„Með GSM kerfinu skapast ný
tækifæri fyrir notendur. Helstu kost-
irnir við GSM kerfið eru létt og með-
færileg símtæki, betri talgæði og auk-
ið öryggi gagnvart hlerun símtala. Ef
við hugsum okkur sölumenn, sem
fara á milli staða, opnast sá möguleiki
að þeir skrái niður pantanir sem eru
sendar jafnóðum í gegnum GSM kerf-
ið á þann stað þar sem þær eru af-
greiddar.
GSM kerfið getur þjónað margvís-
legum tilgangi og þá bæði sem örygg-
istæki og tæki í viðskiptum þar sem
hraði skiptir miklu máli. GSM farsími
með símkorti getur nýtt sömu þjón-
ustu í öllum GSM kerfum þar sem að
þau eru stöðluð á sama hátt í öllum
aðalatriðum."