Frjáls verslun - 01.01.1995, Page 48
SIMAR
Gífurleg samkeppni í sölu símtækja:
MARGIR SEUA SÍMA
ímar landsmanna voru afar
einlitir til ársins 1978 þegar
innflutningur á símtækjum var
gefmn frjáls. Til þess tíma var einung-
is hægt að kaupa síma hjá
Pósti og síma. Nú er hægt að
kaupa símtæki í verslunum út
um allt land. Auk sérverslana
með síma ber nokkuð á því að
hljómflutnings- og raftækja-
verslanir selji síma í umboðs-
sölu.
Samkvæmt því sem Frjáls
verslun kemst næst flytja átta
fyrirtæki inn hefðbundna
síma, þá sem tengdir eru við
símalínur. Sjö þeirra flytja
einnig inn einkasímstöðvar til
fyrirtækja, ásamt því að þjónusta
þær. Margar verslanir um allt land
selja svo síma frá þessum fyrirtækj-
um í umboðssölu.
A undanförnum árum hefur keppn-
in í sölu síma líklegast verið mest í
sölu farsíma. Mikið hefur selst af
hefðbundnum farsímum. Og eftir að
GSM farsímakerfið var tekið í notkun
á síðasta ári varð það strax vinsælt
sem endurspeglaðist í góðri sölu
GSM farsíma.
Ekki er hægt að fá upplýsingar á
Gífurleg samkeppni er í sölu síma hérlendis og er
einkaumboðakerfið í rauninni hrunið.
einum stað um alla þá sem flytja inn og
selja GSM farsíma. Póstur og sími
hefur hins vegar látið tíu fyrirtæki fá
númeraröð fyrir símakort til að út-
hluta til þeirra sem kaupa GSM far-
síma. Það eru þau tíu fyrirtæki sem
eru talin upp yfir innflytjendur á GSM
farsímum.
Þijú fyrirtæki, Nýherji, Hátækni
og Radíómiðun, standa að og reka
fyrirtækið íslensk fjarskipti sem er í
húsakynnum Radíómiðunar úti á
Grandagarði. Þannig selur til dæmis
Nýherji alla sína GSM farsíma
í gegnum íslensk fjarskipti.
Fyrirtækin þrjú, sem standa
að íslenskum fjarskiptum eru
hvert um sig með einkaum-
boð á einni tegund GSM fars-
íma en auk þess flytur fyrir-
tækið inn aðrar tegundir sem
það nær hagstæðum innkaup-
um á erlendis.
Þá er fyrirtækið NAT hf.
með umboð fyrir GSM farsí-
mann AT&T. En einn þeirra
aðila, sem stendur að NAT,
Símvirkinn-Símtæki, annast
innflutning og sölu á AT&T síman-
um.
Gífurleg samkeppni er á símamark-
aðnum. Einkaumboðakerfið er í raun-
inni hrunið. Enda er talsvert um að
einstök fyrirtæki nái hagstæðum inn-
kaupum erlendis á öðrum símtegund-
um en þeim sem þau hafa einkaumboð
fyrir.
MARKAÐURINN MEÐ SÍMTÆKI
Fyrirtæki sem flytja Fyrirtæki sem flytja inn GSM-farsíma
inn síma og símstöbvar og afgreida jafnframt GSM-símkort.
Eftir stafrófsröð. Eftir stafrófsröð
Bræðurnir Ormsson. Bónus-Radtö. Nýherji. *
Heimilstæki. Bræðurnir Ormsson. Póstur og sími.
Hekla. (Selur ekki símstöðvar.) Heimilistæki. Radióbúðin.
ístel. Hátækni. * Radíómiðun. *
Póstur og sími. Hljómbær. Radíónaust á Akureyri.
Símvirkinn-Símtæki. Inter. Símabær.
Símabær. ístel. Símvirkinn-Símtæki.
Smith & Norland. *Reka saman fyrirtækið íslensk fjarskiþti. Smith & Norland.
TEXTI: JÓN G. HAUKSSON MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON
48