Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1995, Page 52

Frjáls verslun - 01.01.1995, Page 52
NÆRMYND HARÐDUGLEGUR HÓTELEIGANDI Ólafur Torfason, 43 ára kaupmaður, varpotturinn ogpannan í kaupunum á Holiday Inn og síðan keypti hann Sktðaskálann í Hveradölum Hlafur Torfason, 43 ára kaup- maður, hefur staðið í ströngu undanfarinn mánuð, eins og hann hefur raunar gert undanfarin tuttugu ár. Hann var potturinn og pannan í kaupunum á Holiday Inn og síðan keypti hann Skíðaskálann í Hveradölum. Fyrir átti hann Hótel Reykjavík við Rauðarárstíg. Þessi frísklegi athafnamaður er kaupmaður en hefur fyrst og fremst hagnast á byggingarstarfsemi. í heimi kaupmanna og manna í byggingarstarfsemi hefur Ólafur Davíð Stefán, eins og hann heitir fullu nafni, verið kunnur. En ekki mikið út fyrir það. Þess vegna sómir hann sér afar vel í nærmynd Frjálsrar verslun- NÆRMYND ar sem skyggnist jafnan á bak við manninn í viðskiptunum. Hann hætti snemma í skóla og hóf störf sem afgreiðslumaður hjá föður sínum, Torfa Þ. Torfasyni, sem þá Ólafur Davíð Torfason er harðduglegur hóteleigandi sem vaknar klukkan sex ana og vinnur fram á kvöld. Hann ólst upp við Hlíðarveg í Kópavogi. TEXTl: PÁLL ÁSGEIR ÁSGEIRSSON MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON rak verslunina Þingholt við Grundar- stíg 2a. Kunnur kaupmaður, Torfi. Ólafur keypti síðan verslunina og hús- næðið af föður sínum og stækkaði hana örlítið með því að kaupa hús- næðið við hliðina. Þetta voru í raun fyrstu sporin við að kaupa húsnæði - viðskipti sem hann þekkir nú út og inn. Torfi, faðir hans, sneri sér hins vegar að rekstri Innkaupasambands matvörukaupmanna og síðar að stofn- un fyrirtækisins Kaupgarðs hf. ásamt mörgum öðrum, meðal annars mönn- um úr heildsalastétt, og hóf félagið byggingu á verslanamiðstöð við Engihjalla í Kópavogi 1977. Ólafur kom inn í dæmið. Hann keypti stóran hlut í Kaupgarði hf. árið 1977, lauk við bygginguna, og opnaði þar síðan árið 1979 versl- un undir nafni Kaupgarðs ásamt föður sínum. Kaupgarður hf. var þar með ekki lengur bara verslun heldur bygging- arfyrirtæki líka. Arið 1983 fékk Kaupgarður hf. úthlutaða lóð í mið- bæjarkjarnanum í Garða- bæ og byggði þar versl- unar- og skrifstofuhús- næði ásamt fjölbýlishúsi. Þeir feðgar, Ólafur og ámorgn- Torfi, seldu verslunar- reksturinn í Engihjalla í 52

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.