Frjáls verslun - 01.01.1995, Blaðsíða 56
ERLENDIR FRETTAMOLAR
AMMA SLÆRIGEGN
Meðal forstjóra ársins á sl. ári í Bandaríkjunum er
hin sjötuga amma Gertrude Boyle hjá stærstu fram-
leiðendum útivistarfatnaðar í veröldinni, fjölskyldu-
fyrirtækinu Columbia Sportswear í Portland, þar
sem salan jókst um 38% á sl. ári og fór í 265 milljónir
dollara, en fyrirtækið hefur náð 30% markaðshlut-
deildar í Bandaríkjunum.
Amman býst við að salan aukist í 340 milljónir
dollara árið ’95, og stefnt er á 1 milljarð dollara í
framtíðinni. Reiknað er með að sala erlendis, eins
og t.d. í Frakklandi, fari úr núlli ’93 í 5 milljónir
dollara ’95. Auglýsingastofan Borders, Perrin &
Norrander Inc. sér um auglýsingamar, og hafa þær
vakið mikla athygli, ekki síst fyrir þá sök að amman
leikur í þeim, m. a. með syni sínum, sem er for-
stjóri, en þær voru mikilvægur lykill að velgegni
fyrirtækisins.
Gertrude Boyle, hin sjötuga amma, sem stýrir
stærsta fyrirtæki heims í útivistarfatnaði, Colum-
bia Sportswear í Portland í Bandaríkjunum, er á
meðal forstjóra ársins vestanhafs. Gertrude leik-
ur sjálf í öllum auglýsingum fyrirtækisins.
Skjalaskápar I Peningaskápar
BISLEY # ROSENGRENS
Margar stærðir og gerðir
gæð I og öryggi
BEDCO&
MATHIESEN HF
Bæjarhrauni 10, Hafnarfirði. Sími 565 1000
Jorma Ollila, 44 ára, forstjóri Nokia
í Finnlandi, hefur leitt fyrirtækið
inn á miklar sigurbrautir.
FINNIÁ T0PPNUM
Jorma Ollila, hinn 44 ára gamli for-
stjóri Nokia í Finnlandi og fyrrum
starfsmaður Citybank, stýrði 4,6
milljarða dollara fyrirtæki sínu til þess
árangurs að ná öðru sæti á heims-
markaðnum í sölu fjarskiptatækja,
eins t.d. farsíma, rétt á eftir Motorola
Inc., á sl. ári. Hjá fyrirtækinu lagði
hann höfuðáherslu á þjónustu við við-
skiptavini og tækni en fjárfesting í
þróun og rannsóknum hefur borgað
sig með forskoti á keppinautana í
tækniþróun. Þetta leiddi til þess að
hlutabréf í fyrirtækinu hækkuðu um
500%.
TEXTI: STEFÁN FRIDGEIRSS0N
56