Frjáls verslun - 01.01.1995, Qupperneq 59
57.600. Með gagnaþjöppun þjappar
mótaldið gögnunum saman áður en
það sendir þau yfir símalínuna; mót-
aldið á hinum endanum þenur gögnin
síðan áður en það sendir þau til tölv-
unnar. Með þessu vinnst tími og auk-
inn hraði. Væri gögnum, sem á að
senda, þjappað áður en mótaldið tek-
ur við þeim, þjappast þau ekki aftur
og flytjast því yfir á venjulegum sendi-
hraða. T.d. ef verið er að sækja
þjappaða skrá (.ZIP, .ARJ, .LZH) frá
gagnabanka þá þjappast hún ekki öðru
sinni og flyst því hægar. Skjámyndir,
hins vegar, flytjast á meiri hraða því
þær koma óþjappaðar að mótaldi
sendanda.
VILLUVÖRN
Þar til fyrir nokkrum árum var
villuvömin fólgin í ákveðnum sam-
skiptareglum svo sem Xmodem,
Ymodem og Zmodem. Með auknum
sendihraða aukast líkur á villum. Til
að setja fyrir lekann var villuvömin
flutt yfir á svið mótaldsins. Á sama
hátt og með gagnaþjöppun er inn-
byggð villuvöm mótalda tvenns kon-
ar: Annars vegar er LAPM (Link
Access Procedure Modem), sem
byggir á v.42 staðlinum og hins vegar
MNP Stig 2-4. Tæknin byggir á því að
mótaldið sendir afstemmingarsummu
með gögnunum sem mótaldið á hinum
endanum ber saman við móttökuna.
Stemmi summan ekki sendir móttak-
andi mótaldið boð um það og sendandi
mótaldið endurtekur þá sendinguna.
Með þessu vinnst tími og áreiðanlegri
tenging þar sem ekki er nauðsynlegt
að láta hugbúnað/tölvu um villuvöm-
ina. Auk þess léttir þessi verkaskipt-
ing álagi af tölvu - hluti vinnslu flyst
yfir í mótaldið. Munurinn á þessu
tvennu er aðallega sá að LAPM er
yngri staðall og byggir á meiri tækni.
Sé högun mótaldsins samkvæmt
Hayes skipanastaðli og með gagna-
þjöppun og villuvöm þarf að setja
Hayes-skipunina ’AT&F’, ’AT&Fl’
eða ’AT&F2’ (eftir því hvaða mótald á
í hlut) í ’INIT’-strenginn í samskipta-
forritinu til þess að hvort tveggja
virki. ’&F’ stendur fyrir ’Factory
settings’ sem frumstillir mótaldið og
kveikir, í flestum tilfellum, á gagna-
þjöppun og villuvöm ef skyldi vera
slökkt á því í mótaldinu.
Nú eru flest símamótöld með búnaði sem gerir kleift að ná sem
mestum hraða á símalínunni og auka öryggið. Hraðinn næst með
gagnaþjöppun og öryggið með villuvörn.
BESTU TOLVUKAUPIN
ÞAR SEM GÆÐI OG
NÝJUNGAR
Í486
66-DX4100MHZ
vélar á verði frá
VL.kr. 112.900
PCI: kr. 122.900
540 MB harður
diskur, kr. 29.000
FARA SAMAN.
• Enhanced IDE diskstýring, 4 x hraðvirkari.
• 66 MHz Örgjörvinn, 164% hraðvirkari en
25 MHz.
• 32 bita skjákort, 60% hraðvirkara.
• PCI local bus tengibraut, 26 sinnum
hraðvirkari.
• EPP, SPP og ECP hliðartengi (Parallel part).
• UART raðtengi, 16.550 kr., 19.200 bit/sek.
Uppgr. DX2-80 DX4-75
DX$-100 (Pentium ?)
P24s,DT.
TÆKNIBUNAÐUR
Suðurlandsbraut 12 - sími 91 -813033 - fax 91 -813035
59