Frjáls verslun - 01.01.1995, Blaðsíða 66
FOLK
ELSA HARALDSDÓTTIR, SALON VEH
„Rekstur hárgreiðslu-
stofa er krefjandi starf og
maður þarf stöðugt að vera
vakandi fyrir því sem er að
gerast, finna daglega fyrir
tískustraumum og sjá hvar
hægt er að gera betur. Ég
legg áherslu á að skynja
hvaða straumar eru að
koma og legg mig fram um
að þróa og bæta við færni
starfsfólksins sem vinnur
hjá mér. Ég er því allt í
senn: Eigandi, kennari og
handverksmanneskja, “
segir Elsa Haraldsdóttir,
eigandi Salon VEH.
Elsa er 46 ára. Hún tók
landspróf frá Gagnfræða-
skólanum á ísafirði og fór
síðan í Iðnskóla ísafjarðar.
Hún lærði hárgreiðslu í
Reykjavík og að loknu
sveinsprófi fór hún til Sviss
og Austurríkis þar sem hún
TEXTI: ELÍSABET ÞORGEIRSDÓTTIR
vann við hárgreiðslu og
lærði tungumál í tvö og hálft
ár.
„Ég fékk meistararéttindi
1971 og sama ár opnaði ég
stofuna í Glæsibæ," segir
Elsa. „Ég hafði einn nema í
vinnu til að byrja með en
smátt og smátt byggðist
fyrirtækið upp og 1984,
þegar stofan í Glæsibæ var
orðin of lítil, opnaði ég stof-
una í Húsi verslunarinnar.
1986 opnaði ég þriðju stof-
una, við Laugveg, en lokaði
henni í september sl. 1987
hóf ég rekstur heildverslun-
ar og flyt inn hársnyrtivörur
frá Bandaríkjunum, Redken
og Pivot point. Hjá mér
starfa nú um 25 manns, þar
af um 20 á stofunum."
STRAUMAR BERAST FUÓH
Elsa segir fagið hafa
MYNDIR: KRISTJÁN EINARSSON
breyst mikið frá því hún
byrjaði. Heimurinn hefur
minnkað að því leyti að nú
berast tískustraumar mun
fyrr á milli heimsálfa og hef-
ur ísland komist inn í þá
hringrás.
„Mér hefur alltaf þótt
mikilvægt að kynnast því
sem er að gerast í faginu og
hef tekið þátt í alþjóðlegu
starfi hárgreiðslufólks í
fjölda ára. Ég hef verið svo
heppin að ég hef kynnst
rétta fólkinu, fólki sem hef-
ur kveikt áhuga minn á því
sem er að gerast og þeim
neista hef ég viljað koma
áfram til þeirra sem vinna
hjá mér, - fagfólki framtíðar-
innar. Ég fer á um tíu sýn-
ingar á ári erlendis og tek
alltaf með mér einhverja af
mínum starfsmönnum til
þess að þeir geti lært og
fylgst með. Framundan er
ein viðamesta alþjóðlega
sýning ársins í New York
þar sem ég mun sýna ásamt
tveimur starfsmönnum mín-
um. Ég er líka á leiðinni á
þing í Las Vegas og á sýn-
ingu í París þar sem við
munum fylgjast með. Það
má því segja að við fleytum
rjómann af því besta sem er
að gerast bæði í Evrópu og
Ameríku.
Aðalatriðið er þó auðvitað
þjónustan við viðskiptavin-
ina hér heima. Ég legg mikla
áherslu á að veitt sé góð og
persónuleg þjónusta á stof-
um mínum og vinn sjálf á
stofunum til skiptis. Það er
því mikilvægt að vera vel
undirbúin undir hvern dag.“
SKÍÐI, SUND EÐA
GÖNGUFERÐIR
Elsa á 20 ára gamlan son
og segir að heimilið sé henni
mikilvægur griðastaður.
Hún á bæði hund og kött og
nýtur þess að vera heima
þegar hún getur.
„Þegar tími gefst til fer ég
á skíði og ég held mér í formi
með því að fara í sund eða út
að ganga og hef ég verið
duglegri við það síðamefnda
eftir að ég eignaðist hund-
inn.
Félagsstörf í Intercoif-
feur, alþjóðlegum samtök-
um hárgreiðslufólks, hafa
tekið mikið af frítíma mínum
því ég sinni þeim störfum
ekki í vinnunni. Ég hef verið
alþjóðlegur listráðunautur
samtakanna um skeið og
það starf hefur tekið tölu-
verðan tíma,“ segir Elsa að
lokum.
Elsa Haraldsdóttir opnaði fyrstu hárgreiðslustofu Salon VEH árið 1971. Hún er alþjóð-
legur listráðunautur Intercoiffeur, alþjóðlegra samtaka hárgreiðslufólks.
66