Frjáls verslun - 01.01.1995, Síða 69
Nýju mjólkurumbúðirnar eru ekki aðeins umbúðir heldur samfelld og góð
kennsla í íslensku.
á mikilvægi þess að velja íslenskt og
standa vörð um þau verðmæi sem
íslenskur landbúnaður leggur grunn
að.“
En hvað er gert ráð fyrir miklum
íjármunum til þessa verkefnis Mjólk-
ursamsölunnar? Gunnar Steinn segir
að á þessu ári verði um þremur til
fjórum milljónum varið til þeinna
styrkja og ýmiskonar kostunar.
Beinn auglýsingakostnaður verði
tvær til þrjár milljónir og kostnaður
vegna breytinga á mjólkurumbúðum
verði um það bil ein milljón. Verði
áfram unnið á svipuðum nótum er því
ekki fjarri lagi að segja átakið kosta
Mjólkursamsöluna um sjö milljónir á
ári eða 35 milljónir þegar upp er stað-
ið. En með aðgangi að mjólkurum-
búðunum er hins vegar ljóst að „verð-
mæti þessa samstarfs eru miklu meiri
fyrir auglýsandann, íslenska tungu.“
Gunnar Steinn segist sannfærður
um að Mjólkursamsalan fái þennan
kostnað margfaldan til baka þegar upp
er staðið og að samkeppnisstaða
fýrirtækisins gagnvart innfluttum
mjólkurvörum verði betri eftir en
áður. „En ávinningur þjóðarinnar af
þessu átaki verður ekki mældur í pen-
ingum og vonandi munu fleiri fyrir-
tæki fylgja í kjölfarið og ganga til liðs
við íslenska tungu því sannarlega er
sótt að henni úr öllu áttum. Nægir þar
að nefna alþjóðlegt samstarf, alþjóð-
lega fjölmiðlun, tölvuvæðingu og
fleira.“
ATHYGLIUM ALLAN HEIM
Um þessar mundir gegnir Gunnar
Steinn formennsku í Alþjóðlegu aug-
lýsingastofusamtökunum 3AI og af
þeim sökum hefur hann gert víðreist
síðustu mánuðina. Nú síðast fundaði
hann með fjölmörgum auglýsingastof-
um í Asíu og þar eins og annars staðar
vakti hugmyndin um samstarf á sviði
málverndar mikla athygli.
„Menn þekkja ekki svona metnað
fyrir tungumáli sínu. Menningararfur
þjóðanna liggur oftast annar staðar og
óvíða er að finna jafn einlæga ást á
tungunni og á meðal íslensku þjóðar-
innar. Við erum vön því hér að leika
okkur að málinu, skrifa, yrkja, kveð-
ast á, snúa út úr, fara í orðaleiki
o.s.frv. Við hlustum á útvarpsþætti
um íslenskt mál, lesum greinar, leið-
réttum hvert annað og erum, þrátt
fyrir allt, ótrúlega vel á verði. Eðli-
lega finnst félögum mínum erlendis
það merkilegt þegar ráðist er í jafn
viðamikið samstarf um málvernd og
hér um ræðir. Þeim finnst það reynd-
ar alveg nógu merkilegt að við skulum
hafa áhyggjur af málinu yfirhöfuð!“
Gunnar Steinn segir að þetta frum-
kvæði Mjólkursamsölunnar hafi feng-
ið afar góðar viðtökur. „í kvikmynda-
húsum hefur það til dæmis margsinn-
is gerst að fólk hefur klappað
hraustlega að lokinni sýningu auglýs-
ingarinnar. Lófatak í lok auglýsingar
er nokkuð sem ég held að sé afar fátítt
en það segir hins vegar meira en
mörg orð um hve þjóðinni þykir vænt
um tunguna sína.“
Svipmyndir úr sjónvarpsauglýsingu Mjólkursamsölunnar um íslenska málrækt og málvernd. Herferðin er
afar frumleg. Hún hefur vakið athygli erlendra auglýsingamanna sem finnst það stórmerkilegt að auglýsa
vernd tunguináls.
69