Frjáls verslun - 01.06.1995, Blaðsíða 8
FRETTIR
Bókin 100 STÆRSTU er næsta tölublað:
GERIST ASKRIFENDUR
AÐ FRIÁLSRIVERSLUN
/
Askrifendur, sem greiöa með korti, fáyfir 2.700 króna afslátt á ári. Þar af
er bókin 100 STÆRSTU um 1.100 krónum ódýrari í áskrift en lausasölu
KJARTAN TIL
Einn af ritstjórum
Fróða, Kjartan Stefáns-
son, fyrrum ritstjóri Sjón-
varpsvísis og þar áður
Frjálsrar verslunar, hóf
nýlega störf hjá Kynn-
ingu og markaði - KOM
hf. Fróði óskar honum
velfarnaðar í nýju starfi
og þakkar um leið fyrir
frábært starf síðastliðin
tíu ár.
Kjartan mun meðal
annars sjá um textagerð,
ritstjórn á fréttabréfum
ýmissa fyrirtækja og
stofnana, auk almennrar
kynningar- og fjölmiðla-
ráðgjafar.
Kjartan hefur langa og
farsæla reynslu í blaða-
mennsku. Hann hóf störf
í blaðamennsku á Vísi ár-
ið 1977 og varð þar síðar
aðstoðarfréttastjóri um
skeið. Hann var blaða-
fulltrúi Verslunarráðs ís-
lands frá 1981 til 1985 er
KOM
hann réðst til starfa hjá
Frjálsu framtaki en út-
gáfudeild þess varð síðar
Fróði hf.
Kjartan var ritstjóri
Frjálsrar verslunar frá
1986 til 1988 er hann
varð ritstjóri Sjónvarps-
vísis. Af því starfi lét
hann í sumar er hann hóf
störf hjá KOM.
Eiginkona Kjartans er
Guðrún Sigurðardóttir og
eiga þau 2 börn.
Kjartan Stefánsson. Fróði
þakkar honum fyrir frábært
starf hjá fyrirtækinu síðast-
liðin tíu ár.
Næsta tölublað Frjálsr-
ar verslunar er bókin 100
STÆRSTU. í tilefni þess
er vert að vekja athygli
þeirra, sem ekki eru
áskrifendur, að láta
hendur standa fram úr
ermum og gerast áskrif-
endur sem fyrst og njóta
allt að 2.700 króna af-
sláttar á ári.
Askrifendur, sem
greiða með greiðslukorti,
fá um 2.700 króna afslátt
á ári. Þar vegur þyngst að
bókin 100 STÆRSTU er
um 1.100 krónum ódýrari
í áskrift en lausasölu. í
áskrift, greitt með korti,
reiknast hún á 900 krón-
ur en í lausasölu kostar
hún 1.999 krónur.
Hálfsársáskrift að
Frjálsri verslun á seinni
hluta ársins kostar
aðeins 2.984 krónur, sé
Áskrift að Frjálsri verslun seinni hluta ársins, bókin 100
STÆRSTU og fjögur önnur tölublöð innifalin, kosta rétt eins
og þrjár bjórkippur.
greitt með korti. Fyrir
það fást bókin 100
STÆRSTU og fjögur önn-
ur tölublöð. Þetta er svip-
að verð og á þremur kipp-
um af bjór. Og þetta er ör-
lítið hærra en verð 10
sígarettupakka.
Hálfsársáskrift að
Frjálsri verslun fyrri
hluta ársins kostar
aðeins 2.605 krónur, sé
greitt með korti. Það er
svipað og einn aðalréttur
á góðu veitingahúsi. (Án
nokkurra drykkja.)
Alls kostar heilsárs-
áskrift að Frjálsri versl-
un því aðeins rúmar
5.500 krónur á ári, sé
greitt með korti. Hvers
vegna ekki að gerast
áskrifandi og njóta bestu
kjara. Áskriftarsíminn er
515 - 5500.
8