Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1995, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.06.1995, Blaðsíða 27
lægju frammi, almenningi til sýnis,, yrði hvorki aðgangur fjölmiðla né birt- ing upplýsinga úr þeim takmarkaður. Með öðrum orðum. Að meðan skrámar liggja frammi gildir sér- ákvæði skattalaga sem leyfir birtingu upplýsinganna. Hins vegar gilda al- menn lög um skráningu og meðferð persónuupplýsinga eftir að skránum hefur verið lokað fyrir almenningi. En takið nú vel eftir! í áliti Um- boðsmanns Alþingis, Gauks Jörunds- sonar, segir meðal annars orðrétt: „Þrátt fyrir að lög nr. 121 frá 1989, um skráningu og meðferð persónuupp- lýsinga, gildi um SKATTSKRÁ, er ótvírætt og óumdeilt, að heimilt er að birta opinberlega upplýsingar úr henni vegna niðurlagsákvæðis 2. mgr. 98. gr. laga nr. 75/1981, sbr. 8 gr. laga nr. 7/1984, en það hljóðar svo: „Heimil er opinber birting á þeim upplýsingum um álagða skatta, sem fram koma í skattskrá, svo og útgáfu þeirra upplýsinga í heild eða að hluta.“ „Aðrar reglur gilda aftur á móti um ÁLAGNIN GARSKRÁ, “ segir Umboðsmaður Alþingis. Skattskráin kemur ekki út fyrr en eftir áramótin. Hún er endanleg. Búið er að taka tillit til kæra og leiðréttinga vegna álagðra gjalda. Og skattskrána má gefa út. MARGT ER TVÍBENT í ÞESSU MÁLI Það er ýmislegt tvíbent í þessu máli öllu. Fyrst af öllu hlýtur það að vekja atygli að eðli upplýsinganna skuli ekki skipta meginmáli varðandi álagningarskrámar, heldur tíminn. Það er löglegt að birta upplýsingar úr þeim í nokkra daga en síðan er það ólöglegt. Skattayfirvöld senda út fréttatil- kynningar til fjölmiðla um hæstu skattgreiðendur, samkvæmt álagn- ingarskrám, í hveiju kjördæmi. Ætl- ast er til að fjölmiðlar birti þær upp- lýsingar. Hálfum mánuði síðar er hins vegar væntanlega bannað að birta þessar fréttatilkynningar. Upplýsing- amar eru jú úr álagningarskrám. Þeir fjölmiðlar, sem koma út dag- lega, geta birt upplýsingar á degi hverjum úr álagningarskrám á meðan þær liggja frammi, svo sem nokkrir þeirra gera rækilega. Öðrum er hins vegar bannað að birta sömu upplýs- ingar, eða efnislega sams konar, nokkrum dögum síðar. Og hvað með fréttir dagblaðanna úr álagningarskránni frá þeim tíma sem hún lá frammi? Má tímarit, sem kemur síðar út, vera með blaðaúr- klippur og vísa þannig í fréttirnar? Ekki samkvæmt áliti Umboðsmanns Alþingis. INTERNET OG GAGNABANKAR Hvað með Alnetið (Intemetið)? Tvö dagblaðanna koma út á því. Ann- að þeirra, DV, hefur birt marga tekju- lista að undanfömu úr álagningar- skrám. Á að banna fólki, eftir að álagningarskrám er lokað, að skoða fréttir DV um tekjulistana á Intemet- inu? Hvað með gagnabanka sömu fjöl- miðla? Gagnabankamir hafa að geyma allar fréttir sem birst hafa í þessum tveimur blöðum síðastliðin ár. Seldur er aðgangur að gagnabönk- unum. Má fletta upp í fréttum DV um tekjur manna sem birtar voru þegar álagningarskrár lágu frammi. Það er ljóst að ekki verður bæði sleppt og haldið í þessu máli. Fyrst álagningarskrár em hafðar almenn- ingi til sýnis í hálfan mánuð, hvers vegna þá ekki að ganga skrefið til fulls og hafa þær opnar almenningi fram til þess er skattskráin sjálf kemur end- anlega út? wm wm \Æ WÆMÆM ÆMÆMÆ M//MÆM Þú nærð forskoti þegar tæknin vinnur með þér CS - PRO tæknin í Ijósritunarvélum er framtíðarlausn fyrir þá sem vilja bætt afköst í betra umhverfi. Mikil framleiðni Sjálfvirk frumritamötun á mesta, mögulega Ijósritunarhraða Flokkunar- og heftibúnaður sem vinnur hratt og örugglega 1 MINOLTA CS-PRO Ijósritunarvélar Skrefi á undan inn í framtíðina KJARAN SKRIFSTOFUBÚNAÐUR SlÐUMÚLI 14, 108 REYKJAVlK, SlMI 5813022 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.