Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1995, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.06.1995, Blaðsíða 39
Eftir framhaldsnám í Bandaríkjunum árið 1981 starfaði Friðþjófur hjá Hewlett Packard í Danmörku í eitt ár áður en hann kom heim og stofnaði HP á Islandi með Frosta Bergssyni. ingjahópur hittist við ýmis tækifæri, fleiri eða færri saman, og grípa stund- um í að spila bridge á seinni árum. Hluti kunningjahópsins er í Venzl hópnum svonefnda, sem hittist sam- an til að borða í hádeginu einu sinni í mánuði, nánar tiltekið fyrsta miðviku- daginn í nýju kortatímabili. Sá hópur hefur verið til frá 1981. Nefna má styrka venzlamenn á borð við Birgir Skaftason í Japis og Úlfar Steindórs- son, íjármálastjóra Vinnslustöðvar- innar í Vestmannaeyjum. „Við Friðþjófur höfum þekkst síðan í Verzló,“ sagði Kristján Gunnarsson fjármálastjóri SL í samtali við blaðið. „Friðþjófur er hress og orkumikill, alþýðlegur og mannglöggur og þekkir rnjög marga. Hann getur verið býsna þrjóskur en ég tel það til kosta.“ Við sérstaklega hátíðleg tækifæri í góðra vina hópi grípur Friðþjófur hár- greiðu, fær lánað plast af sígarettu- pakka og leikur nokkur lög á greið- una, viðstöddum oftast til mikillar skemmtunar. Enn er ónefnt að Friðþjófur er fé- lagi í litlum golfhóp, sem leikur ávallt saman einu sinni í viku, kl. 8 á sunnu- dagsmorgnum, á Keilisvelli. Hópur- inn er: Friðþjófur og Ásgeir Þórðar- son vinur hans hjá VÍB, sem keppa saman á móti Þórði Ásgeirssyni, Fiskistofustjóra, föður Ásgeirs, og Sigurði Thorarensen fjármálastjóra, G.Ben-Eddu. „Við Friðþjófur höfum þekkst í bráðum tíu ár og hann er sprækur og skemmtilegur félagi og ég hef aldrei fundið fyrir neinum aldursmun," sagði Ásgeir Þórðarson í samtali við blaðið. „Auk þess er hann hratt batn- andi golfari." INNAN OG UTAN FJÖLSKYLDUFYRIRTÆKISINS Starfsferill Friðþjófs liggur innan og utan veggja fjölskyldufyrirtækisins á víxl. Hann starfaði sem sölumaður hjá Ó. Johnson & Kaaber á sumrin frá 1975 til 1980. Hann starfaði sem sölu- ráðgjafi hjá Hewlett Packard tölvufyr- irtækinu í Danmörku 1983 og hjá Hewlett Packard á íslandi frá 1984 til 1987. 1988 gerðist hann fram- kvæmdastjóri Blikksmiðjunnar, sem var nokkurskonar tæknideild innan Ó. Johnson & Kaaber, og gegndi því starfi til 1992 er hann tók við starfi framkvæmdastjóra Ó. Johnson & Kaaber. Friðþjófur hefur tekið virkan þátt í félagslífi viðskiptalífsins frá því að hann kom heim frá nárni og starfi er- lendis 1984. Hann hefur setið í stjóm Stjórnunarfélags íslands frá 1991 og var formaður íslenska markaðs- klúbbsins ÍMARK, 1987-1990. Hann hefur setið í stjórnum ýmissa fyrir- tækja og félaga, t.d. ritnefnd Hags, fréttabréfs félags viðskipta- og hag- fræðinga, í formannanefnd Nordisk Markedsforbund, útbreiðslunefnd Félags íslenskra stórkaupmanna og stundað kennslu og ráðgjafarstörf í markaðsfræðum fyrir Stjórnunarfé- lagið. Hann hefur skrifað greinar um viðskipta- og markaðsmál sem birst hafa í ýmsum blöðum og tímaritum. Hann er í dag í stjórn Verslunar- ráðs íslands, ímyndarnefnd ÍSÍ og ís- lenska lífeyrissjóðsins. „Hann er harður og ákveðinn yfir- maður án þess að vera með yfir- gang,“ sagði náinn samstarfsmaður hans í samtali við blaðið. „Mér finnst hann hafa gott vald á því sem hann hefur tekið sér fyrir hendur og ég þykist nokkuð viss um að fyrirtækið sé öruggt í hans höndum.“ 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.