Frjáls verslun - 01.06.1995, Blaðsíða 16
FRETTIR
Samruni hlutabréfasjóða:
STÆRSTISJOÐURINN
Skrifað undir samruna hlutabréfasjóðanna tveggja. Hluta-
bréfasjóðurinn hf. verður fjórða fjölmennasta almennings-
hlutafélag landsins.
Hlutabréfasj óðurinn
hf. og Hlutabréfasjóður
VÍB hf. hafa sameinast
undir nafninu Hluta-
bréfasjóðurinn hf. Hið
sameinaða félag verður
langstærsti hlutabréfa-
sjóður landsins með
heildareignir upp á um
1,2 milljarða króna.
Hluthafar eru samtals
á fjórða þúsund. Heildar-
hlutabréfaeign eftir sam-
einingu verður um 600
milljónir króna og eru
yfir 99% hlutabréfanna í
hlutafélögum sem skráð
eru á Verðbréfaþingi ís-
lands. Hlutabréfasjóður-
inn verður fjórða fjöl-
mennasta almennings-
hlutafélag landsins.
Umtalsverður sparnað-
ur næst í rekstri vegna
samrunans. Verðbréfa-
markaður íslandsbanka,
VÍB, mun hafa umsjón
með rekstri hins nýja fé-
lags. Ávöxtun hluthafa í
hinu sameinaða félagi,
Hlutabréfasj óðnum hf.,
mun hækka um ríflega
0,5% árlega vegna lægri
rekstrarkostnaðar eftir
sameininguna. VÍB verð-
ur viðskiptavaki hluta-
bréfanna í félaginu.
Hjörtur Grétarsson, nýr for-
stöðumaður upplýsinga-
tækni hjá Granda.
HJÖRTUR
TIL GRANDfl
Hjörtur Grétarsson
hefur verið ráðinn for-
stöðumaður upplýsinga-
tækni hjá Granda hf.
Hlutverk hans mun fýrst
og fremst verða að end-
urskipuleggja og byggja
upp upplýsingakerfi fyrir
Granda.
Hjörtur er 34 ára,
fæddur og uppalinn á ísa-
firði. Hann stundaði nám
við Rotterdam School of
Management við Era-
smus University 1991 til
1993 og lauk meistara-
gráðu í rekstrarhagfræði,
MBA.
Fróði og Ráðhugbúnaður:
KERFIFYRIR MARKAÐSMENN
Gagnagrunnurinn í kerfinu inniheldur nú 16 þúsund fyrirtæki og um 5
þúsund vöru- og umboðaflokka
Fróði, útgáfufyrirtæki
Frjálsrar verslunar, og
Ráðhugbúnaður hafa tek-
ið upp samstarf um að
setja bókina íslensk
fyrirtæki í tölvutækt
form. Fróði hefur gefið
bókina út og haldið utan
um skráningu íslenskra
fyrirtækja í mörg ár.
Þeirri skrá er stöðugt
haldið réttri með öflugri
gagnavinnslu.
Ráðhugbúnaður hefur
búið til hugbúnað sem
heldur utan um skrána og
er uppflettirit með mörg-
um leitarforsendum. Inni
í þessu forriti er síðan
mjög öflugt markaðs-
kerfi, sem styðst við
gagnaskrá Fróða, og get-
ur hvert einstakt fyrir-
tæki sett sitt markaðs-
kerfi upp eftir sínum þörf-
um.
í markaðskerfinu er
hægt að búa til og prenta
út hvers konar mark-
hópa, hvort sem senda á
þeim dreifibréf eða sýnis-
hom. Einnig er hægt að
prenta út límmiða og
gíróseðla. í kerfinu geta
menn sett upp sína eigin
fyrirtækjaskrá, minnis-
punkta um hvert einstakt
fyrirtæki og einkasíma-
skrá.
Fyrirtæki, sem kaupa
hugbúnaðinn, fá þjón-
ustusamning sem tryggir
viðhald kerfisins. Gagna-
gmnnurinn í kerfinu
inniheldur nú 16 þúsund
fyrirtæki og um 5 þúsund
vöm- og umboðaflokka.
Hugbúnaðurinn er til
sölu hjá Ráðhugbúnaði,
Bæjarhrauni 20, Hafnar-
firði.
16