Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1995, Blaðsíða 48

Frjáls verslun - 01.06.1995, Blaðsíða 48
STJÓRNUN STÓRA FRAMKVÆMDIN „Það virðist vera mjög almenn skoðun að ein algengustu mistök, sem leiða til endaloka fyrirtækja, séu að ákveðið er að ráðast í stórt verkefni þar sem kostnaður og tími eru vanmetin eða tekjur ofmetnar. Þessar skekkjur eru alltaf stórkostlegar. Kostnaður er aldrei örlítið hærri en spáð var og tímasetning ekki lítillega á eftir áætlun. Ámi bætir því síðan við að til að einræðisherrann geti tryggt stöðu sína verði hann að tryggja að sem flest af hinum fimm atriðunum (af- skiptalaus stjórn og svo ffamvegis), séu til staðar. AFSKIPTALAUS STJÓRN „Ef afskiptalaus stjóm fyrirtækis hefur hvorki áhuga né vit á því að meta hvernig rekstur fyrirtækisins gengur þá er h'tið gagn af henni,“ seg- ir Árni. „Mörg tilfelli er hægt að nefna þar sem þetta hefur verið tilfellið og telur Argenti hér til gjaldþrot Rolls- Royce 1970 þar sem stjórnin vissi ekki um erfiðleikana fyrr en nokkrum vikum áður en farið var fram á gjald- þrotaskipti.“ í afskiptalausum stjómum, þar sem áhugi stjómarmanna er takmark- aður, eiga framkvæmdastjórar með einræðisherra-stílinn, auðveldara með að kæfa umræðu um atriði í rekstrinum sem geta verið mjög við- kvæm fyrir þá sjálfa og ekki hefur tekist að forða að kæmu inn á borð til stjórnar. JAFNVÆGISLEYSI í EFSTU VALDASTÖÐUM „Með jafnvægisleysi í efstu valda- stöðum er átt við að framkvæmda- stjórar og aðrir lykilmenn í fyrirtæk- inu séu of einslitir. Taka má sem dæmi framleiðslufyrirtæki þar sem að framkvæmdastjórinn er verkfræð- ingur og jafnvel meirihluti stjórnar- innar. í krafti þess getur hann tryggt einræði sitt því að enginn undirmanna hans (jafnvel ekki verkfræðingar) þorir að mótmæla ákvörðunum því að hann hefur stjómarmenn á bak við sig. Þess vegna er nauðsynlegt að þeir, sem eru í efstu valdastöðum, standi fyrir sem breiðastan hóp hæfi- leika þannig að auknar líkur séu á því að tekið sé eftir hugsanlegri ógnun.“ VEIK FJÁRMÁLAHLIÐ „Sérstakt tilfelli jafnvægisleysis er þegar að fjármálahliðin á sér engan talsmann. Þetta þýðir alls ekki að í fyrirtækinu ríki glundroði hvað varðar fjármál og reikningshald heldur að upplýsingar um þessi málefni komist ekki til umræðu í stjóm fyrirtækisins vegna þess að enginn fjármálamaður er til staðar í stjóminni. Einnig getur verið að fyrirtæki hafi í raun engan fjármálastjóra heldur eingöngu reikn- ingshaldsmann sem þess utan er ein- vörðungu hafður með á stjórnarfund- um þegar að fjárhagsáætlun er til um- ræðu.“ 0F LÍTIL STJÓRNUNARDÝPT „Ljóst er að skortur á stjórnunar- dýpt er til mikilla bóta fyrir hinn drottnandi stjómanda því hann vill að sjálfsögðu hafa puttana í sem flestu sem viðkemur rekstrinum og hræðist valddreifingu eins og pestina. Hann er sannfærður um að taki hann ekki sjálfur ákvarðanir um sem flest mál- efni þá sé voðinn vís.“ EINRÆÐIÐ UNDIRRÓTIN Ámi dregur hina sex þætti saman í niðurstöðu og segir að einræðisþátt- urinn sé aðalákvarðandinn fyrir hina fimm þar sem hinn drottnandi stjórn- andi geri sitt besta til að tryggja völd sín að eilífu með því að reyna að koma hinum þáttunum á. Ámi fjallar síðan um kenningar Ar- genti um bókhaldsupplýsingar en þar kemur fram „að þær upplýsingar sem helst skortir hjá fyrirtækjum sem lenda í rekstrarerfiðleikum em bók- haldsupplýsingar". Fyrir vikið hafa stjórnendur ekki nægilega vitneskju um það hvernig reksturinn gengur. Fems konar bókhaldsupplýsingar eru nauðsynlegar: REKSTRARÁÆTL- UN, GREIÐSLUÁÆTLUN, KOSTNAÐARKERFI og EIGNA- VIRÐING. REKSTRARÁÆTLUN „Vel rekin fyrirtæki gera allt að fimm ára rekstraráætlun sem sýnir sölu, tekjur, vexti, laun, fastakostn- að, efniskaup og svo framvegis af mjög mikilli nákvæmni. Mest ná- kvæmni er lögð í mánuðina framund- an og grófari tölur eftir því sem frá líður. Kosturinn er sá að verði frávik frá áætluninni fæst yfirsýn yfir þær forsendur sem breytast hverju sinni og hægt er að gera ráðstafanir til lag- færingar." GREIÐSLUÁÆTLUN Þær eru hliðstæðar við rekstrar- áætlanir en sýna peningalegt streymi svo sem innborganir frá skuldunaut- um, lán á gjalddögum og svo framveg- is. Hjá illa reknum fyrirtækjum eru þessar áætlanir yfirleitt ekki til stað- ar.“ KOSTNAÐARKERFI „Mörg fyrirtæki vita ekki enn þann dag í dag hvað vara þeirra kostar í raun í framleiðslu og hvaða áhrif það hefði á hagnað ef framleiðsla vörunn- ar yrði aukin um 10%. Eða hvaða hagnað hver rekstrareining sýnir. Þetta á bæði við um framleiðslu- sem þjónustufyrirtæki. Það er staðreynd hjá fyrirtækjum, sem hætta rekstri, að yfirleitt eru ekki til neinar kostnað- artölur, þær eru algerlega ófullnægj- andi og jafnvel hættulegar að því leyti að þær eru misvísandi eða ónákvæm- ar.“ EIGNAVIRÐING „Telja ber Kklegt að fyrirtæki í vandræðum reyni með öllum ráðum að ýkja eigur sínar. En það er í sjálfu sér einkenni vandræða en ekki orsök og má af þeim völdum flokka með útsjónarsömum reikningsskilum en ekki með þeim þáttum sem eru flokk- aðir sem niðurstöður.“ Því má hér bæta við að reglur um eignafærslu á kostnaði eru orðnar mun skýrari en þegar Argenti setti fram kenningar sínar. mMSBBHhHhBBBBbBHBBBhBBÍ 1 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.