Frjáls verslun - 01.06.1995, Blaðsíða 50
STJORNUN
gagnvart stjórn fyrirtækis með þá
von að bráðum komi betri tíð. Þetta
eru einkenni fremur en orsök.
ÓFJÁRHAGSLEG EINKENNI
Um ófjárhagsleg einkenni segir
meðal annars: „Hér eru í raun þau
einkenni, en ekki orsakir, sem geta
birst hjá fyrirtækjum í vandræðum.
Lítil vinnugleði getur átt mjög vel við
um þau fyrirtæki en hún getur líka
verið til staðar hjá fyrirtækjum sem
ganga vel.“
SÍÐUSTU MÁNUÐIRNIR
Loks birtum við brot úr kaflanum
þar sem sagt er frá síðustu mánuðun-
um fyrir gjaldþrot: „Á síðustu mánuð-
unum fyrir gjaldþrot magnast ein-
kennin til muna. Hlutabréfamarkað-
urinn er kominn á sporið og verð
hlutabréfanna hefur örugglega fallið
gríðarlega. Samt sem áður eru yfir-
stjómendur að mótmæla þróuninni.
Þeir segja að allt sé í lagi og vandræð-
in séu tímabundin eða ekki til staðar.
En samt sem áður eru allar fréttir af
fyrirtækinu, bæði fjárhagslegar og
starfslegar, verri og verri en þær
næstu á undan voru. Hins vegar er
umfang vandans ekki ljóst því að síð-
ustu ársreikningar sýndu að allt væri í
raun ekki slæmt.“
Og síðar segir: „Skiptastjóri er
kallaður að og er yfirleitt tekið fagn-
andi höndum hjá fyrirtækinu. Þá kem-
ur vanalega í ljós að jafnvel þótt fyrir-
tækið eigi sér aldrei viðreisnar von þá
er næstum alltaf einhver hluti þess
sem hægt er að endurreisa sem arð-
bært fyrirtæki.
Athyglisvert er að þessi spírall nið-
ur á við á þessu tímabili er mjög líkur
hjá flestum fyrirtækjum og má
kannski segja að útsjónarsemi við
reikningsskil skili þessum árangri; að
fresta öllu þangað til að ekki er hægt
að blekkja lengur. “
í ritgerð sinni fjallar Ámi um kenn-
ingar ýmissa annarra þekktra fræði-
manna um orsakir erfiðleika fyrir-
tækja. Má þar nefna kenningar eftir
menns eins og Stuart Slatter, Laur-
ence H. Kallen, Frederick M. Zim-
merman og Edward I. Altman. Sú
umfjöllun er mjög athyglisverð lesn-
ing.
ÞEKKTIR VIÐMÆLENDUR
í síðari hluta ritgerðarinnar heim-
færir Ámi kenningamar á íslenskar
aðstæður. Hann ræðir við nokkra
þekkta menn úr atvinnulífinu um or-
sakir rekstrarerfiðleika.
Árni setur ályktanir viðmælenda
sinna fram í niðurstöðu: „Þeir eru
næstum undantekningarlaust sam-
mála um að stjómun, bókhaldsupp-
lýsingar, stór framkvæmd og skulda-
hlutfall séu algengustu samnefnarar
um orsakir rekstrarerfiðleika hjá
fyrirtækjum. En einnig nefna þeir of
mikla veltu og venjulega viðskipta-
áhættu.“
TÖÚt\]^Á\ÞPJ;!
Eigum á lager flestar gerdir af
tolvupappír
50