Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1995, Blaðsíða 53

Frjáls verslun - 01.06.1995, Blaðsíða 53
Ef rekstur ríkisins á undanförnum árum hefði verið á vegum hlutafélags, sem skráð væri á verðbréfamarkaði, hefðu opinberir rannsóknarmenn verið kallaðir til athugunar á því hvað fór úrskeiðis. Hluthafar hefðu hafið málarekstur gegn fyrirtækinu. bundnar lausnir sem fyrirtæki í rekstrarerfiðleikum hafa gripið til bæði hér á landi og erlendis. í fyrsta lagi er að kanna hagkvæmni rekstursins í hinum ýmsu deildum með niðurskurð og spamað fyrir aug- um. Það hefur komið í ljós að hjá fyrir- tækjum, sem búið hafa við tiltölulegt góðæri og ekki hafa þurft að beita aðhalds- aðgerðum, er áberandi til- hneiging til þess að starfs- mannafjöldi sé of mikill. í ákveðnum slíkum tilfellum hefur verið gripið til þess ráðs að skera niður starfs- mannafjölda um ákveðna hlutfallsstölu. Verulegar lík- ur er á því að íslenska ríkið gæti skorið niður starfs- mannafjölda um t.d. 10% án þess að reksturinn biði skaða af því. Næst þyrfti að athuga það hvort allur sá margvís- legi rekstur, sem ríkið hefur undir höndum, sé nauðsyn- legur. Sumt af þessum rekstri er óþarft og má leggja hann niður og líklegt er að viss rekstur og stofn- anir á vegum ríkisins væru betur komnar í höndum einkaaðila. Aðhald og hag- kvæmni, sparnaður og út- sjónarsemi er almennt ekki að finna í ríkisrekstri, en þessir þættir eru aðall eink- areksturs. Fyrirtæki í erfiðleikum grípa líka til spamaðar og aðhaldsaðgerða í uppbygg- ingu yfirstjómarinnar. Nú er verið að fækka ráðuneytum í spamaðarskyni í Bandaríkjunum. Væri ekki mögulegt að fækka ráðuneytum og þar með ráðherrum og öðrum starfsmönnum hér á landi? Mætti ekki líka fækka þingmönnum? Myndi ekki t.d. nægja að hafa 1 þingmann á hverja 5.000 íbúa? Án þess að tala um einstök ráðuneyti hlýtur sú spuming að vakna hvort t.d. við þurfum öll þessi sendi- ráð á tímum núverandi fjarskipta- tækni og samgöngutíðni. í þriðja lagi á ríkið að selja eignir, t.d. að losa sig við þann rekstur sem betur er komin í höndum einkaaðila. Það er óumdeilanleg meginregla að meiri hagkvæmni næst í einkarekstri en í ríldsrekstri. Með sölu á slíkum fyrirtækjum og eignum ríkisins mætti lækka skuldir hins opinbera sem kæmi skattgreiðendum til góða. Sem dæmi um óþarfan ríkisrekstur er sú staðreynd að um 70% af banka- starfsemi landsins er á vegum hins opinbera. Hliðstæður þess er aðeins að finna í ríkjum austur Evrópu, sem sýnir hve langt á eftir við erum í þess- um efnum. Annað dæmi um óþarfan ríkisrekstur er síma- og íjárskipta- þjónusta. í svo til öllum löndum Vest- ur-Evrópu og jafnvel um heim allan er þróunin sú að slík fyrirtæki hafa verið einkavædd. Sú tæknibylting samfara alþjóðavæðingu þessa reksturs hefur leitt það af sér að ríkisrekin fyrirtæki standa ekki einkareknum fyrirtækjum snúning - eru ekki samkeppnishæf. Með framgreindum að- gerðum væri hægt að ná því marki að lækka ríkisútgjöld- in, lækka skuldir og létta þar með skattbyrði af þegnun- um. Þetta myndi leiða af sér mun jákvæðara umhverfi til uppbyggingar atvinnurekst- urs í einkageiranum. Stað- reyndin er nefnilega sú að þar verða verðmætin til, ríkisreksturinn skapar ekki verðmæti. UPPBYGGING ATVINNUREKSTURS 0G SKATTLAGNING Til þess að skapa fleiri störf sem mynda verðmæti þarf ríkisvaldið með marg- víslegum aðgerðum að bæta umhverfi einkarekstursins með minnkandi afskiptum af atvinnurekstrinum, vægari skattlagningu og öðrum hvetjandi aðgerðum í þeim efnum. Sem dæmi um slíkar að- gerðir mætti nefna afnám eignaskattsins sem er nærri einstæð skattlagning hér á landi, sé borið sam- an við flest önnur lönd. Eignaskattur- inn er refsing á ráðdeild. Tekjuskatt- ur hefur þegar verið greiddur og því er óeðlilegt að skattleggja slíka fjár- muni. Hér er um margsköttun að ræða - ár eftir ár. Það sem skiptir meginmáli er að skapa fleiri störf í atvinnurekstri og þá Edda Helgason, framkvæmdastjóri Handsals, skrifar að þessu sinni pistilinn Skilaboð til stjórnvalda. Hún segir að snúa verði við blaðinu og stöðva hallarekstur ríkisins. „Væri hér um fyrirtæki að ræða væri það lagalega skylt að stöðva rekstur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.