Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1995, Blaðsíða 72

Frjáls verslun - 01.06.1995, Blaðsíða 72
BÆKUR Bókin Marketing Myths: MARKAÐSBÓK UM ÞAD SEM BER AB VARAST Höfundarnir telja að margar frægar kennisetningar í markadsfræðum séu lítið meira en hugarburður. Bókinþykir skyldulesning fyrir markaðsstjóra Heiti bókar: Marketing Myths Höfundar: K.J. Clancy og R.S. Shulman Útgefandi og ár: McGraw-HiU — 1994 Lengd bókar: 308 bls. Hvar fengin: Bóksölu stúdenta Einkunn: Góð gagnrýni á hefð- bundar leiðir og aðferðir mark- aðsfræðinnar Viðfangsefnið Höfundamir telja að margar kenni- setningar í markaðsfræðum séu orðnar að goðsögnum en eru sumar hverjar kannski ekki meira en hugar- burður ef grannt er skoðað? í bókinni er farið yfir allt markaðssviðið gagn- rýnum augum og bent á að það hafi myndast ákveðin boð og bönn í mark- aðsmálum án þess að nein gagnrýni hafi komið fram um þessar fullyrðing- ar eða tilvist þeirra studd með rökum og sönnunum. Algengt er að mark- aðsstjórar og aðrir sem sinna mark- aðsmálum fyrirtækja séu fastir í þess- um kennisetningum og kalla má hálf- gerðar „kerlingabækur" margt sem sagt er um hvað megi og hvað eigi að gera í markaðsmálum. Það hefur sýnt sig að þekking og þjálfun þeirra sem stjóma eða taka ákvarðanir eru stundum af skom- um skammti og það er aðalástæða þess að „dánartíðni" nýrra vara og nýrrar þjónustu er allt að 90%. Höfundarnir telja að þau fyrirtæki, sem fylgi þessum „trúarsetningum", séu í mjög alvarlegum málum, enda ber undirtitill bókarinnar það með sér en hún heitir fullu nafni: „Marketing Myths that are killing business, the cure for death wish marketing.“ Höfundarnir Clancy og Shulman eiga fyrirtækið Copemicus: The Marketing Invest- ment Strategy Group í Westport, Connecticut, sem er ráðgjafafyrir- tæki á sviði markaðsmála. Þeir störf- uðu áður við ráðgjafafyrirtækið Yank- elovich-Clancy-Shulman, sem var eitt stærsta ráðgjafafyrirtæki á sviði markaðsmála í heiminum. Clancy er einnig prófessor í markaðsfræðum við Boston háskólann og var þar áður við hinn virta viðskiptaháskóla Whar- ton. Shulman er sérfræðingur í mark- aðssetningu nýrra vara og þá sérstak- lega í gerð „markaðsherma" (simulat- ed test marketing), sem mikið er Qallað um í bókinni. Þeir hafa áður gefið út metsölubókina „The Market- ing Revolution: A Radical Manifesto for Dominating the Marketplace." Uppbygging og efnistök Bókin fjallar um 172 fullyrðingar, sem höfundar telja til sem goðsagnir eða hugarburð á sviði markaðsmála og sumar þeirra hafa fest í sessi án þess að taka tillit til breyttra að- stæðna. Hún skiptist í 20 kafla og má segja að þeir nái að spanna allt mark- aðssviðið eins og það Ieggur sig í dag. Má þar nefna nokkra þætti sem allir hafa orðið „markaðs-“ sem forskeyti, s.s. -áætlanir, -rannsóknir , -sókn og auk þess er fjallað um sölu, verðlagn- ingu, kynningar, nýjar vörur, beina markaðssókn, auglýsingar o.fl., o.fl. þannig að nánast ekkert fer fram hjá höfundum í umfjöllun þeirra. Hver kafli skiptist 6-9 fullyrðingar og er hver og ein krufin til mergjar. Fyrst er kynnt goðsögnin sjálf og síð- an er fjallað um sannleiksgildi hennar að dómi höfunda. Þeir reyna að draga í efa fullyrðinguna sem kemur þar fram og benda á undantekningar eða þær breytingar sem átt hafa sér stað síðan þær komu fyrst fram. Stutt kynning úr bókinni Tveir kaflar fjalla um svipað efni, en það er um kennisetningarnar: „Ásættanleg aðferð til að gera mark- aðsáætlun er að nota tölumar frá fyrra ári og hækka með verðbólgu" og „Auglýsingaráætlun verður að taka mið af og vera stjórnað sem hlutfall af veltu“ Fyrri fullyrðingin er hugarburð- ur að dómi höfunda, þar sem hún byggir á því að það sem gert var á fyrri árum hafi verið kórrétt og þannig beri að halda því áfram. Jón Snorri Snorrason, aðstoðarframkvæmda- stjóri Lýsingar og stunda- kennari við Háskóla íslands, skrifar reglulega um viðskiptabækur í Frjálsa verslun. 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.