Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1995, Blaðsíða 35

Frjáls verslun - 01.06.1995, Blaðsíða 35
VELDI í VIÐSKIPTUM Björk mun vera á góðum samningi hjá One Little Indian. Miðað við það fær hún vart undir 15% í sinn hlut fyrir að syngja á hljómplötum sínum tveimur. Við áætlum að það skili henni um 720 milljóna hlut. eftirsótt viðtalsefni. Nú er svo komið að panta verður viðtal við hana með margra mánaða fyrirvara. Hjá henni liggur aragrúi viðtalsbeiðna. Um langt skeið hefur hún eitt drjúgri stund á degi hverjum í viðtöl. Miðað við frægð hennar núna hafa viðtölin skilað sínu. Hún þykir sérstök, ímynd henn- ar er afar sterk. Aðdáendahópur hennar hefur stækkað ört á nokkrum árum. TEKJUR AF SÖLU VARNINGS Samningar stórstjarna um sölu á vamingi eru bæði athyglisverðir og geta gefið mikið í aðra hönd. Sem mest er gert að söluvöru tengt stjöm- unum, hvort heldur það er prentun mynda af þeim á plaköt, boli, húfur, merki, öskubakka eða eitthvað ann- að. Sumir kalla þetta skransölu, sölu á alls kyns varningi. Gleymum því ekki að nöfn og andlit frægs fólks eru einu sinni söluvara. Raunar má líkja þessu við alls kyns minjagripi sem seldir eru í kringum stórviðburði í íþróttum eins og Ólympíuleika og heimsmeistara- mót í knattspyrnu. Mótshaldarar hafa drjúgar tekjur út á minjagripasölu. Það er raunar nauðsynlegt að vera vel á verði. Óprúttnir menn eru snöggir að hefja framleiðslu á ólögleg- um varningi merktum þekktum stjörnum telji þeir sig geta grætt á því. TEKJURAF HUÓMLEIKUM Hljómleikaferðir eru fastur liður hjá söngstjörnum, sérstaklega í kringum útgáfu á hljómplötum. Semja þarf um hljómleikana og hvað stjarnan eigi að fá fyrir þá. Á meðan tónlistarmaður er tiltölulega lítið þekktur er ekki miklar tekjur að hafa út úr hljómleikum. Þær vaxa hins vegar í hlutfalli við auknar vinsældir og sístækkandi áhorfenda- Qölda. Stjörnur trekkja. Almenna reglan er sú að tónlistar- maður geti gert ráð fyrir tapi fram eftir ferlinum af hljómleikaferðalög- um. Ferðakostnaður er mikill, með- spilarar kosta sitt, tækjabúnaður er mikill og dýr í flutningum. Fjöldi starfsmanna koma við sögu. Venja er að tónlistarmaðurinn beri þennan kostnað en það fer þó eftir samningum hans við hljómplötuút- gefandann. í sumum tilvikum, sér- staklega þegar verið er að fylgja nýút- komnum plötum eftir, bera hljóm- plötuútgáfur kostnað af hljómleika- ferðalögunum, að hluta eða allan. Tíðir hljómleikar hinnar þekktu hljómsveitar Rolling Stones eru gott dæmi um mikilvægi hljómleika fyrir alþjóðlegar stórstjörnur. Hljómsveit- in hefur hagnast verulega á hljóm- leikahaldi. Ferð hljómsveitarinnar um Bandaríkin á síðasta ári skilaði henni um 7 milljörðum króna í tekjur. í tilviki Bjarkar er hún nú eftirsótt á hljómleika og bókuð vel fram í tímann. Eftir að vinsældir hennar jukust má ætla að þeir séu farnir að skila henni einhveiju í aðra hönd. í okkar dæmi gerum við samt ekki ráð fyrir neinum tekjum hjá henni af hljómleikaferða- lögum. ÞEKKTASTIÍSLENDINGURINN Ekki er nokkur vafi á því að Björk Guðmundsdóttir er þegar orðin al- þjóðleg söngstjama. Hún er þekktust allra íslendinga á erlendri grund og góð landkynning. Nú er aðeins að bíða og sjá hvort bandaríski markaðurinn opnist henni upp á gátt. Raunhæfar vonir eru bundnar við það. Fari svo verður það góð smurolía á hjólin sem þegar eru farin að snúast af krafti. Veldi Bjarkar í viðskiptum verður þá enn meira. HÁSKÓLI ÍSLANDS ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóli íslands býður ykkur velkomin Betri menntun stjórnenda getur aukið framleiðni fyrirtækja Endurmenntunarstofnun HÍ býður á haustmisseri tæplega 50 námskeið fyrir stjórnendur um hagnýtar aðferðir og hugmyndir sem varða rekstur fyrirtækja, stjórnun þeirra, starfsmannahald og reikningsskil. Skráning og nánari upplýsingar í símum: 569 4923 og 569 4924
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.