Frjáls verslun - 01.06.1995, Blaðsíða 63
Námskeiðið fór fram í hinu glæsi-
lega Stouffer Waverly hóteli í At-
lanta í Bandaríkjunum.
ferla). Þessi lykilorð voru ekki ofar-
lega í hugum okkar þegar við fórum af
stað en áttu hug okkar allan við heim-
komu og hafa einkennt þróun starf-
seminnar á síðustu mánuðum.
ÁRANGURINN KOM í UÓS
Eitt af því fyrsta sem ákveðið var
þegar við komum aftur til íslands var
að miðla af reynslu okkar til yfir-
stjórnar félagsins og láta í ljós þá
skoðun okkar að fjárfesting í starfs-
mönnum væri það sem gæti gefið
okkur samkeppnislega yfirburði á vá-
tryggingarmarkaðnum og væri for-
senda fyrir fyrirhuguðu gæðastarfi fé-
lagsins. Þessi grunnhugmynd var
auðseld innanhúss af móttækilegum
framkvæmdastjórum. Hugmyndin
var síðan kynnt í hópi stjórnenda og
var í kjölfarið mótuð fræðslustefna,
ráðinn fræðslustjóri, þarfagreining
framkvæmd, komið upp veglegri
kennsluaðstöðu, búin til námskeið,
kennarar ráðnir úr hópi starfsmanna
og stefnan sett í framkvæmd og hún
endurskoðuð.
TÆKIFÆRI FRAMUNDAN
Sjöunda alþjóðlega ráðstefiia PEPI
verður haldin í Atlanta 23-26. október
n.k. og ber yfirskriftina „Business as
(Un)Usual: Principles and Practices
for Growing Your People and Your
Profits". Ráðstefnan er byggð upp á
svipaðan hátt og árið áður, þ.e. tveir
dagar með fyrirlestrum og kynningu á
árangri nokkurra fyrirtækja og tveir
dagar með hópvinnu þátttakenda. Ein
af nýjungum sem sjá má þessa daga
eru þrír nýir stjómunarleikir varðandi
hópefli og þjálfun. Nánari upplýsingar
um ráðstefnu þessa má fá hjá PEPI,
50 South Ninth Street, Minneapolis,
MN 55402, USA.
NÝJAR ÁHERSLUR
Unnið er nú að undirbúningi þess að
senda nokkra starfsmenn Sjóvá-AI-
mennra á ráðstefnu þessa til að fleiri
stjómendur félagins geti betur til-
einkað sér þá hugmyndafræði sem
þar ræður ríkjum og er að eitt af því
sem skiptir máli við að reka fyrirtæki
vel. Ef sjöunda ráðstefna PEPI verð-
ur svipuð þeirri sjöttu þá er hægt að
mæla með henni fyrir þá sem vilja
kynnast nýjum áherslum á þátttöku
starfsmanna í stjómun fyrirtækja.
vörudreifing
UM ALLT LAND
Vörudreifingarmiðstöð
sem spannar um 70 staði
vítt og breitt um landið
■STVG
VÖRUDREIFINGARMIÐSTÖÐ
Héðinsgata 1-3, 105 Reykjjavik. sími: 5813030, ffax: 5812403