Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1995, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.06.1995, Blaðsíða 37
forseti við Stafnes og þennan dag árið 1953 fauk skóli vestur í Hnífsdal með nemendum og kennurum. Samkvæmt fræðum stjörnuspek- innar er Friðþjófur fæddur á mörkum Fisks og Vatnsbera og sé óhætt að marka þau fræði er hér á ferðinni list- rænn maður sem fer sínar eigin leiðir og er viðkvæm og rómantísk sál undir sléttum og felldum ytri skráp. Vatns- berinn er trygglyndur og heimakær og sagt er að hann verði ástfanginn einu sinni á ævinni. Friðþjófur er elstur fjögurra systk- ina. Foreldar hans eru Guðrún G. Johnson og Ólafur Ó. Johnson. Ólafur er sonur Ólafs Þ. Johnson sem aftur „Heimilið á Neshaganum var miðstöð félagslífs barnanna í hverfinu.“ „Friðþjófur þykir í daglegri umgengni hress maður sem hefur gjarnan gamanmál á hraðbergi. Hann er hins vegar mikill keppnismaður og metn- aðargjarn.“ „Friðþjófur er félagi í litlum golfhóp sem leikur ávallt sam- an einu sinni í viku á sumrin, kl. 8 á sunnudagsmorgnum á Keilisvelli.“ „Hann leggur stund á hjólreið- ar sér til heilsubótar.“ var sonur Þorláks þess sem nefndur er í upphafi þessara skrifa og er talinn hafa leitt nútímann inn í verslun á ís- landi. Af þessu má ráða að í æðum Friðþjófs renni eins hreint kaup- mannsblóð eins og það getur gert á íslandi. Það má segja að hann sé hreinræktaður kaupmaður í fjóra ættliði. Hann hefur undanfarin ár afl- að sér vaxandi virðingar í viðskiptah'f- inu fyrir snöfurlega stjórn á fjöl- skyldufyrirtækinu Ó. Johnson & Kaaber en þar hefur hann haldið um stjórnartaumana frá 1992. Móðir Friðþjófs, Guðrún G. John- son er dóttir Gunnlaugs Loftssonar, kaupmanns í Reykjavík, sem ættaður var frá Felli í Mýrdal. Hún er af Bergsætt, sem er afar fjölmenn á Suðurlandi, meðan Johnsonarnir geta m.a. talist til Ásgarðsættar sem kennd er við Ásgarð í Biskupstungum og margt merkra manna er af. Ætt þessi er stundum kennd við Jón Sig- urðsson forseta sem telst meðal digr- ari stólpa ættarinnar í framættum en átti, sem kunnugt er, enga afkomend- ur. Ingibjörg kona Jóns var systir sr. Ólafs Johnsen á Stað, föður Þorláks. Þannig má sjá að þrátt fyrir að ættar- nafnið hafi á sér erlendan blæ þá standa að Friðþjófi sterkir stofnar rammíslenskra þændaætta. Friðþjófur á þrjú yngri systkini sem eru: Gunnlaugur, f. 1957, arkitekt sem starfaði hjá Húsameistara ríkis- ins en er nú búsettur erlendis, næst- ur er Ólafur, f. 1962, en hann er við- skiptafræðingur og starfar hjá ÓJ&K en yngst er Helga Guðrún, f. 1963, en hún er landsmönnum að góðu kunn fyrir störf sín við fréttamennsku á Stöð 2. Friðþjófur er kvæntur Kristínu Helgu Ámundadóttur sem er fædd 26.01.1957. Þau eiga saman einn son, Ólaf Örn. Foreldrar Kristínar eru Kristín Helga Hjálmarsdóttir og Ámundi Sigurðsson framkvæmda- stjóri sem lengi vann hjá JL húsinu. Friðþjófur og Kristín kynntust á menntaskólaárunum, en Kristín var í MR, og hafa haldið saman síðan. Kristín er ein íjögurra systra sem þóttu, og þykja enn, hver annarri feg- urri og lögðu sumar stund á módel- störf og tískusýningar. ALINN UPP Á NESHAGANUM Friðþjófur ólst upp á Neshaganum í Vesturbænum í Reykjavík þar sem foreldrar hans hafa átt heimili æ síðan en hann mun reyndar fæddur á Greni- mel en þar og í Blönduhlíð bjuggu þau fyrstu búskaparár sín. Heimilið á Neshaganum var alltaf líflegt þar sem fjögur kraftmikil systkin ólust upp við störf leik og íþróttir. Friðþjófur lagði stund á körfubolta og fótbolta með KR og þótti mjög vel liðtækur í þeirri fyrri og fékkst við hana allt til fullorð- insára. í þessari fjölskyldu styðja menn KR og ekkert annað kemur til greina og Friðþjófur hefur til skamms tíma setið í stjórn körfuknattleiks- deildar KR. Foreldar Friðþjófs voru meðal þeirra fyrstu sem eignuðust sjón- varpstæki í hverfmu á þeim árum sem íslenska sjónvarpið var ekki til og Kanasjónvarpið réð lofum og lögum á öldum ljósvakans. Fyrir vikið varð heimilið á Neshaganum miðstöð fé- lagslífs bamanna í hverfmu og á laug- ardagsmorgnum skiptu skópörin í NÆRMYND Páll Ásgeirsson anddyrinu tugum. Reglufesta og agi settu annars svip sinn á uppeldið með saltfiski og grjónagraut á laugardög- um. MEÐ HEWLETT 0G PACKARD í LAXÁ Eins og flest böm á þessum árum var Friðþjófur sendur í sveit að Geita- skarði í Langadal í Húnaþingi. Frið- þjófur og Gunnlaugur voru sérlega samrýmdir öll uppvaxtarárin enda á sitthvoru árinu þótt oft hafi grimmi- lega verið siegist og þá helst með skítugum ullarsokkum að vopni. Ólafur, faðir Friðþjófs, er mikill áhugamaður um stangveiði og sótti mikið í laxveiði í Þverá í Leirársveit. Þar smituðust öll systkinin af harðvít- ugri veiðibakteríu og var Friðþjófur leiðsögumaður í ánni í nokkur sumur á sínum yngri árum og þykir nokkuð lúnkinn veiðimaður. Það var á bökk- um Laxár sem hann kynntist amer- ísku kaupsýslumönnunum Hewlett 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.