Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1995, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.06.1995, Blaðsíða 32
FRETTASKYRING skiptanna, sé 8 sterlingspund, gerir það veltu upp á 48 milljónir sterlings- punda, eða samtals um 4,8 milljarða króna. í okkar dæmi reiknast ágóða- hlutur Bjarkar af þessari áætluðu veltu. Hún fær greitt fyrir sem flytj- andi tónlistarinnar. Athugið! Björk er svonefndur sólóisti. í samanburði við fimm manna hljómsveit situr hún ein að hlutnum, hann dreifist ekki á fimm hepdur. I Bretlandi er algengt að óþekktur tónlistarmaður fái í byrjun um 8 til 12% af ágóðahlutsverðinu fyrir flutn- inginn. Hluturinn fer síðan stighækk- andi, þó sjaldan upp fyrir 20%. Ætla má að stórstjama á borð við Elton John fái ekki undir 20% sem flytjandi. Björk mun vera á góðum samningi hjá One Little Indian, samkvæmt heim- ildum okkar. Miðað við það fær hún vart undir 15% í sinn hlut fyrir að syngja á hljómplötum sínum. Það er sú tala sem við notum í forsendum okkar. Og 15% hlutur af 4,8 milljarða veltu gerir um 720 milljónir króna. TEKJUR FYRIR AÐ SEMJA Næst koma greiðslur fyrir að semja lög og texta á hljómplötum. í Bretlandi og á meginlandi Evrópu eru fastar reglur um þennan lið, eins kon- ar „Stef-samningur“, og fylgir hann alþjóðlegum samningum Samtaka hljómplötuútgefenda og Alþjóðasam- taka höfunda. Á meginlandi Evrópu nema heildarhöfundarlaunin 9% af heildsöluverði og skiptast jafnt á milli höfunda laga og texta. í Bretlandi eru heildarhöfundarlaunin 8% sem skipt- ast jafnt á milli laga- og textahöfunda. Byrjendur fá greitt af fjölda fram- leiddra platna en stjörnurnar yfirleitt af seldum plötum. Heildsöluverð hljómplötu (perm- anent delivery price á ensku), er fast verð hljómplötunnar út úr vöruhúsi útgefandans. Munurinn á heildsölu- verði og verði plötunnar út úr búð eru liðirnir dreifing, smásöluálagning og virðisaukaskattur. í reikningsdæmi okkar um Björk gefum við okkur þær forsendur að heildsöluverðið sé 8 sterlingspund. Með öðrum orðum; að frá útsölu- verðinu 14,99 sterlingspund dragist 7 sterlingspund í dreifingu, smásölu- álagningu og virðisaukaskatt. Við veljum höfundarlaunin í Bret- landi, 8% af heildsöluverði. Skiptingin er til helminga á milli höfunda lags og texta. Björk mun semja flesta texta sína sjálf og sömuleiðis semur hún drjúgan hluta laganna ein. Eftir að hafa skoðað upptalningu á höfundum laga og texta á báðum plötunum áætl- um við að af 8% heildarhöfundarlaun- um komi um 6% í hennar hlut. Af 4,8 milljarða veltu gerir það um 288 millj- ónir í höfundarlaun til hennar, bæði fyrir lög og texta. í Bandaríkjunum eru aðrar reglur í gildi fyrir að semja lög og texta. Þær eru flóknari og ganga út að greiddar eru ákveðnar fastar upphæðir. Þær gefa umtalsvert minna í aðra hönd til höfunda. Bandaríkin eru enn ekki orðin umtalsverður markaður hjá Björk þannig að reglurnar þar skipta ekki höfuðmáli í okkar dæmi. TEKJUR FYRIR SPILUN í ÚTVARPI0G SJÓNVARPI En það eru fleiri tekjulindir hjá tón- listarmönnum sem eru með mikla spilun í útvarpi, sjónvarpi, veitinga- húsum, tónleikum og almennt á opin- berum stöðum. Þeir fá greidd „Stef- gjöld“ fyrir spilunina, ákveðna upphæð í hvert skipti sem lagið heyrist. Þessi greiðsla kemur eftir á og getur numið verulegum upphæðum hjá stórstjöm- um. Ljóst er að gamlar stjömur, eins og Bítlamir og Rolling Stones, sem samið hafa sígild lög og mikið em leikin um allan heim, taka inn hörkutekjur á hveiju ári út á þennan lið. í reikningsdæmi okkar um Björk sleppum við þessum lið. Útilokað er fyrir okkur að áætla hversu lög henn- ar eru oft leikin opinberlega og hversu mikið hún fær út á þennan lið. Tekjurnar eru hins vegar nokkrar. Sem dæmi má nefna að margir meðal- tónlistarmenn, sem ná dágóðri spilun á opinberum vettvangi, fá meiri tekj- ur út á þennan lið en fyrir höfundar- laun af sjálfri plötusölunni. Af framansögu sést að Björk er að fá umtalsverða fjármuni í aðra hönd. Velgengni hennar er fjármálaævin- týri. í okkar dæmi, þar sem við gefum okkur að plötur hennar báðar seljist til samans í um 6 milljóna eintökum, kemur í hennar hlut yfir 1 milljarður króna og eru þá aðrar tekjur hennar, eins og fyrir spilun í útvarpi og sjón- varpi, af seldum lögum til annarra tónlistarmanna og af hljómleikaferð- um, ekki taldar með. ALMENNT UM SAMNINGA TÓNLISTARFÓLKS Til að glöggva okkur betur á tekj- um og skiptingu kostnaðar við sölu á plötum - hvað sé hvers og hvurs sé hvað - skulum við athuga betur hvemig samningar eru almennt á milli hljómplötufyrirtækja við tónlistarfólk í Bretlandi og á meginlandi Evrópu. Einstakir samningar eru trúnaðarmál en nokkuð er vitað hvernig kaupin gerast almennt á eyrinni. Tónlistarmenn, sem eru að hefia ferilinn, þurfa fyrst og fremst að kom- ast á samning hjá einhverri alvöru hljómplötuútgáfu. Vill einhver gefa þá út eða ekki? Það er stóra málið. Fyrsta, og stóra, skrefið hjá tónlistar- mönnum er að ná slíkum samningi. Það er hægara sagt en gert. Björk er eins og áður hefur komið fram á samningi hjá hljómplötuútgáf- unni One Little Indian. Það gefur út plötur hennar í Bretlandi. Fyrirtækið Electra gefur út plötur hennar í Bandaríkjunum, Smekkleysa á ís- landi, Mother á meginlandi Evrópu og Polygram annars staðar í heiminum. VERULEG ÁHÆTTA HiÁ HUÓMPLÖTUÚTGÁFUM í samningum tónlistarmanna við hljómplötuútgáfumar skuldabinda þær sig til að taka plötuna upp og gefa hana út. Kveðið er á um þóknun fyrir flutning á lögunum. Eins og fyrr kom fram er sú þóknun oftast á bilinu 8 til 12% hjá byrjendum og hækkar stig af stigi eftir því sem frægðarsólin hækk- ar á lofti. Yfirleitt þykja þessir samningar flóknir og viðamiklir, hin smæstu atr- iði eru negld niður. Venjan er að hljómplötuútgáfumar borgi allan upp- tökukostnað; til dæmis vegna upp- tökutíma í hljóðverum og hljóðfæra- leikara. Algengt er líka að þær ráði lagavalinu, hver sé upptökustjóri, hvernig plötuumslagið h'ti út og þar fram eftir götunum. Venjan er einnig sú að hljómplötu- útgáfurnar ákveði verðið á plötunum en skuldbindi sig þó til að reyna að 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.