Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1995, Side 32

Frjáls verslun - 01.06.1995, Side 32
FRETTASKYRING skiptanna, sé 8 sterlingspund, gerir það veltu upp á 48 milljónir sterlings- punda, eða samtals um 4,8 milljarða króna. í okkar dæmi reiknast ágóða- hlutur Bjarkar af þessari áætluðu veltu. Hún fær greitt fyrir sem flytj- andi tónlistarinnar. Athugið! Björk er svonefndur sólóisti. í samanburði við fimm manna hljómsveit situr hún ein að hlutnum, hann dreifist ekki á fimm hepdur. I Bretlandi er algengt að óþekktur tónlistarmaður fái í byrjun um 8 til 12% af ágóðahlutsverðinu fyrir flutn- inginn. Hluturinn fer síðan stighækk- andi, þó sjaldan upp fyrir 20%. Ætla má að stórstjama á borð við Elton John fái ekki undir 20% sem flytjandi. Björk mun vera á góðum samningi hjá One Little Indian, samkvæmt heim- ildum okkar. Miðað við það fær hún vart undir 15% í sinn hlut fyrir að syngja á hljómplötum sínum. Það er sú tala sem við notum í forsendum okkar. Og 15% hlutur af 4,8 milljarða veltu gerir um 720 milljónir króna. TEKJUR FYRIR AÐ SEMJA Næst koma greiðslur fyrir að semja lög og texta á hljómplötum. í Bretlandi og á meginlandi Evrópu eru fastar reglur um þennan lið, eins kon- ar „Stef-samningur“, og fylgir hann alþjóðlegum samningum Samtaka hljómplötuútgefenda og Alþjóðasam- taka höfunda. Á meginlandi Evrópu nema heildarhöfundarlaunin 9% af heildsöluverði og skiptast jafnt á milli höfunda laga og texta. í Bretlandi eru heildarhöfundarlaunin 8% sem skipt- ast jafnt á milli laga- og textahöfunda. Byrjendur fá greitt af fjölda fram- leiddra platna en stjörnurnar yfirleitt af seldum plötum. Heildsöluverð hljómplötu (perm- anent delivery price á ensku), er fast verð hljómplötunnar út úr vöruhúsi útgefandans. Munurinn á heildsölu- verði og verði plötunnar út úr búð eru liðirnir dreifing, smásöluálagning og virðisaukaskattur. í reikningsdæmi okkar um Björk gefum við okkur þær forsendur að heildsöluverðið sé 8 sterlingspund. Með öðrum orðum; að frá útsölu- verðinu 14,99 sterlingspund dragist 7 sterlingspund í dreifingu, smásölu- álagningu og virðisaukaskatt. Við veljum höfundarlaunin í Bret- landi, 8% af heildsöluverði. Skiptingin er til helminga á milli höfunda lags og texta. Björk mun semja flesta texta sína sjálf og sömuleiðis semur hún drjúgan hluta laganna ein. Eftir að hafa skoðað upptalningu á höfundum laga og texta á báðum plötunum áætl- um við að af 8% heildarhöfundarlaun- um komi um 6% í hennar hlut. Af 4,8 milljarða veltu gerir það um 288 millj- ónir í höfundarlaun til hennar, bæði fyrir lög og texta. í Bandaríkjunum eru aðrar reglur í gildi fyrir að semja lög og texta. Þær eru flóknari og ganga út að greiddar eru ákveðnar fastar upphæðir. Þær gefa umtalsvert minna í aðra hönd til höfunda. Bandaríkin eru enn ekki orðin umtalsverður markaður hjá Björk þannig að reglurnar þar skipta ekki höfuðmáli í okkar dæmi. TEKJUR FYRIR SPILUN í ÚTVARPI0G SJÓNVARPI En það eru fleiri tekjulindir hjá tón- listarmönnum sem eru með mikla spilun í útvarpi, sjónvarpi, veitinga- húsum, tónleikum og almennt á opin- berum stöðum. Þeir fá greidd „Stef- gjöld“ fyrir spilunina, ákveðna upphæð í hvert skipti sem lagið heyrist. Þessi greiðsla kemur eftir á og getur numið verulegum upphæðum hjá stórstjöm- um. Ljóst er að gamlar stjömur, eins og Bítlamir og Rolling Stones, sem samið hafa sígild lög og mikið em leikin um allan heim, taka inn hörkutekjur á hveiju ári út á þennan lið. í reikningsdæmi okkar um Björk sleppum við þessum lið. Útilokað er fyrir okkur að áætla hversu lög henn- ar eru oft leikin opinberlega og hversu mikið hún fær út á þennan lið. Tekjurnar eru hins vegar nokkrar. Sem dæmi má nefna að margir meðal- tónlistarmenn, sem ná dágóðri spilun á opinberum vettvangi, fá meiri tekj- ur út á þennan lið en fyrir höfundar- laun af sjálfri plötusölunni. Af framansögu sést að Björk er að fá umtalsverða fjármuni í aðra hönd. Velgengni hennar er fjármálaævin- týri. í okkar dæmi, þar sem við gefum okkur að plötur hennar báðar seljist til samans í um 6 milljóna eintökum, kemur í hennar hlut yfir 1 milljarður króna og eru þá aðrar tekjur hennar, eins og fyrir spilun í útvarpi og sjón- varpi, af seldum lögum til annarra tónlistarmanna og af hljómleikaferð- um, ekki taldar með. ALMENNT UM SAMNINGA TÓNLISTARFÓLKS Til að glöggva okkur betur á tekj- um og skiptingu kostnaðar við sölu á plötum - hvað sé hvers og hvurs sé hvað - skulum við athuga betur hvemig samningar eru almennt á milli hljómplötufyrirtækja við tónlistarfólk í Bretlandi og á meginlandi Evrópu. Einstakir samningar eru trúnaðarmál en nokkuð er vitað hvernig kaupin gerast almennt á eyrinni. Tónlistarmenn, sem eru að hefia ferilinn, þurfa fyrst og fremst að kom- ast á samning hjá einhverri alvöru hljómplötuútgáfu. Vill einhver gefa þá út eða ekki? Það er stóra málið. Fyrsta, og stóra, skrefið hjá tónlistar- mönnum er að ná slíkum samningi. Það er hægara sagt en gert. Björk er eins og áður hefur komið fram á samningi hjá hljómplötuútgáf- unni One Little Indian. Það gefur út plötur hennar í Bretlandi. Fyrirtækið Electra gefur út plötur hennar í Bandaríkjunum, Smekkleysa á ís- landi, Mother á meginlandi Evrópu og Polygram annars staðar í heiminum. VERULEG ÁHÆTTA HiÁ HUÓMPLÖTUÚTGÁFUM í samningum tónlistarmanna við hljómplötuútgáfumar skuldabinda þær sig til að taka plötuna upp og gefa hana út. Kveðið er á um þóknun fyrir flutning á lögunum. Eins og fyrr kom fram er sú þóknun oftast á bilinu 8 til 12% hjá byrjendum og hækkar stig af stigi eftir því sem frægðarsólin hækk- ar á lofti. Yfirleitt þykja þessir samningar flóknir og viðamiklir, hin smæstu atr- iði eru negld niður. Venjan er að hljómplötuútgáfumar borgi allan upp- tökukostnað; til dæmis vegna upp- tökutíma í hljóðverum og hljóðfæra- leikara. Algengt er líka að þær ráði lagavalinu, hver sé upptökustjóri, hvernig plötuumslagið h'ti út og þar fram eftir götunum. Venjan er einnig sú að hljómplötu- útgáfurnar ákveði verðið á plötunum en skuldbindi sig þó til að reyna að 32

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.