Frjáls verslun - 01.06.1995, Blaðsíða 65
AGNELLI
GEFST
EKKIUPP
Gianni Agnelli, forstjóri ítölsku
bflaverksmiðjanna Fiat, segist munu
vera við stjómvölinn meðan hans sé
þörf, en orðrómur hefur verið um að
hann og Cesare Romiti, starfandi for-
stjóri fyrirtækisins frá ’76, muni
draga sig í hlé í nánustu framtíð. Paolo
Cantarella, forstöðumaður bflafram-
leiðslunnar, verið nefndur sem lfldeg-
ur eftirmaður í forstjórastól, og ef af
verður skilja Agnelli og Romiti við
rekstur fyrirtækisins í betra horfi en
nokkru sinni í mörg ár. Eftir 1,1 millj-
arða dollara tap ’93, hið mesta í sögu
fyrirtæksins, náðist 612 milljóna doll-
ara hagnaður á sl. ári með 39 milljarða
dollara sölu.
STÖÐUGLEIKI
EYKST
í RÚSSLANDI
Rfldsstjóm Jeltsíns í Rússlandi er
farin að fylgja eftir strangri peninga-
málastefnu og hefur auk þess hvatt til
fjárfestingar erlendis frá. Mánaðarleg
verðbólga lækkaði úr 17% í janúar sl. í
6,5% í júlí, og þar sem peningar neyt-
enda eru nú meira virði er lfldeg að
þeir auki neyslu sína. Það virðist vera
að efnahagsmálaráðgjöfum rflds-
stjórnarinnar hafi tekist að stilla
strengina og minni verðbólgu megi
þakka Tatyana Paramonovna, yfir-
manni rússneska seðlabankans.
Áframhaldandi stöðugleiki mun laða
að aukna erlenda fjárfestingu, en hún
hefur vaxið úr 6 milljónum doflara í
janúar í 200 milljónir dollara í maí.
Talið er að skipbrot bíði stöðugleik-
ans ef Paramonovna hrökklaðist úr
embætti.
Veikindi og slys Agnelli vekja upp spurningar um arftaka forstjórastöðunn-
ar hjá Fiat.
65