Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1995, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.06.1995, Blaðsíða 10
FRETTIR Aukin umsvifZimsen flutningsmiðlunar: GEFUR ÚT HANDBÓK UMINNFLUTNING Zimsen flutningsmiðl- unin náði að tvöfalda um- svif sín í magni talið á síð- asta ári og varð mest aukning í safnsendingum og tollskýrslugerð. Sífellt fleiri í innflutningi láta fyrirtækið annast flutn- inga sína. Um þessar mundir er Zimsen að gefa út handbók um innflutn- ing sem dreift verður til viðskiptavina og velunn- arra fyrirtækisins. Að sögn Einars Gunn- ars Þórissonar, sölu og markaðsstjóra Zimsen, hafa starfsmenn fyrir- tækisins tekið eftir því á undanförnum árum að innflytjendur hafa ekki Einar Gunnar Þórisson, sölu- og markaðsstjóri Zimsen. „Zimsen hefur aldrei flutt fleiri hraðsendingar en á síð- asta ári.“ aðgang að greinargóðum upplýsingum um flutn- ingsmál á einni hendi og er handbókinni ætlað að bæta úr því. „Hún er viðamikil og er þar meðal annars greint frá flugfrakt, safnsend- ingum, sjófrakt, flutning- um innanlands og fleiru. Einnig er sagt frá helstu þáttum tengdum banka-, tolla- og tryggingamálum tengdum flutningum svo eitthvað sé nefnt.“ Fyrir rúmu ári flutti Zimsen úr Hafnarhúsinu við Tryggvagötu að Héð- insgötu 1 til 3 þar sem Tollvörugeymslan, Landsbankinn, Flugfrakt Flugleiða, Tollstjórinn, Cargolux og fleiri fyrir- tæki eru til húsa. „Það eitt að flytjast hingað í Héðinsgötuna hefur auk- ið umsvif okkar mikið,“ segir Einar Gunnar. Zimsen hefur aldrei flutt fleiri hraðsendingar en á síðasta ári og nam aukningin á milli ára tæp- um 30%. Fyrirtækið er umboðsaðili United Parcel Service (UPS) á ís- landi. Það er beinlínu- tengt við tölvukerfi UPS og er hægt að sjá, hvenær sem er, hvaða sendingar eru væntanlegar til landsins. ✓ ✓ I fyrsta sinn á Islandi: FAXAÐ í LIT! „Þetta tæki er það fyrsta í heiminum sem getur faxað í lit. Það er frá Taiwan og er að koma á markað um þessar mund- ir. Við erum með fyrstu löndum sem fáum tækið í sölu. Bandaríkjamenn eru til dæmis ekki famir að auglýsa það ennþá,“ segir Sigurður Hauksson, framkvæmdastjóri hjá TB-Tæknibúnaði hf. Tækið, sem Sigurður ræðir um, heitir Scan- Media og er fjölnota skrif- stofutæki. Það getur bæði ljósritað og faxað í lit. „Til að sem flestir geti kynnt sér þá nýjung í heiminum að senda fax í lit ætlum við að bjóða fyrstu 50 tækin á 120 þús- und króna kynningar- verði, stykkið. Lita-ljós- ritunarvélar, einar og sér, em á mun hærra verði þannig að þetta er afar hagstætt verð,“ segir Sigurður. Að sögn Sigurðar býður tækið upp á nokkra notk- unarkosti. „Það er há- gæða skanni, 30 bita, - ». S.i M 3 n Sigurður Hauksson, framkvæmdastjóri TB-Tæknibúnaðar. „ScanMedia er fjölnota tæki sem bæði faxar og ljósritar í lit. ísland er með fyrstu Iöndum í heiminum að setja tækið á markað.“ með 1200 punkta upp- lausn. Það er lita-ljósrit- unarvél. Síðast en ekki síst er það faxtæki sem sendir í lit og svarthvítu. Það gefur kost á útprent- un í lit eða svarthvítu á venjulegan pappír. Loks tengist það tölvu með SCSI tengi, sem fylgir, ásamt hugbúnaði til með- höndlunar á myndefni. Þetta er fyrsta tækið í heiminum sem býður upp á alla þessa kosti.“ 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.