Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1995, Síða 10

Frjáls verslun - 01.06.1995, Síða 10
FRETTIR Aukin umsvifZimsen flutningsmiðlunar: GEFUR ÚT HANDBÓK UMINNFLUTNING Zimsen flutningsmiðl- unin náði að tvöfalda um- svif sín í magni talið á síð- asta ári og varð mest aukning í safnsendingum og tollskýrslugerð. Sífellt fleiri í innflutningi láta fyrirtækið annast flutn- inga sína. Um þessar mundir er Zimsen að gefa út handbók um innflutn- ing sem dreift verður til viðskiptavina og velunn- arra fyrirtækisins. Að sögn Einars Gunn- ars Þórissonar, sölu og markaðsstjóra Zimsen, hafa starfsmenn fyrir- tækisins tekið eftir því á undanförnum árum að innflytjendur hafa ekki Einar Gunnar Þórisson, sölu- og markaðsstjóri Zimsen. „Zimsen hefur aldrei flutt fleiri hraðsendingar en á síð- asta ári.“ aðgang að greinargóðum upplýsingum um flutn- ingsmál á einni hendi og er handbókinni ætlað að bæta úr því. „Hún er viðamikil og er þar meðal annars greint frá flugfrakt, safnsend- ingum, sjófrakt, flutning- um innanlands og fleiru. Einnig er sagt frá helstu þáttum tengdum banka-, tolla- og tryggingamálum tengdum flutningum svo eitthvað sé nefnt.“ Fyrir rúmu ári flutti Zimsen úr Hafnarhúsinu við Tryggvagötu að Héð- insgötu 1 til 3 þar sem Tollvörugeymslan, Landsbankinn, Flugfrakt Flugleiða, Tollstjórinn, Cargolux og fleiri fyrir- tæki eru til húsa. „Það eitt að flytjast hingað í Héðinsgötuna hefur auk- ið umsvif okkar mikið,“ segir Einar Gunnar. Zimsen hefur aldrei flutt fleiri hraðsendingar en á síðasta ári og nam aukningin á milli ára tæp- um 30%. Fyrirtækið er umboðsaðili United Parcel Service (UPS) á ís- landi. Það er beinlínu- tengt við tölvukerfi UPS og er hægt að sjá, hvenær sem er, hvaða sendingar eru væntanlegar til landsins. ✓ ✓ I fyrsta sinn á Islandi: FAXAÐ í LIT! „Þetta tæki er það fyrsta í heiminum sem getur faxað í lit. Það er frá Taiwan og er að koma á markað um þessar mund- ir. Við erum með fyrstu löndum sem fáum tækið í sölu. Bandaríkjamenn eru til dæmis ekki famir að auglýsa það ennþá,“ segir Sigurður Hauksson, framkvæmdastjóri hjá TB-Tæknibúnaði hf. Tækið, sem Sigurður ræðir um, heitir Scan- Media og er fjölnota skrif- stofutæki. Það getur bæði ljósritað og faxað í lit. „Til að sem flestir geti kynnt sér þá nýjung í heiminum að senda fax í lit ætlum við að bjóða fyrstu 50 tækin á 120 þús- und króna kynningar- verði, stykkið. Lita-ljós- ritunarvélar, einar og sér, em á mun hærra verði þannig að þetta er afar hagstætt verð,“ segir Sigurður. Að sögn Sigurðar býður tækið upp á nokkra notk- unarkosti. „Það er há- gæða skanni, 30 bita, - ». S.i M 3 n Sigurður Hauksson, framkvæmdastjóri TB-Tæknibúnaðar. „ScanMedia er fjölnota tæki sem bæði faxar og ljósritar í lit. ísland er með fyrstu Iöndum í heiminum að setja tækið á markað.“ með 1200 punkta upp- lausn. Það er lita-ljósrit- unarvél. Síðast en ekki síst er það faxtæki sem sendir í lit og svarthvítu. Það gefur kost á útprent- un í lit eða svarthvítu á venjulegan pappír. Loks tengist það tölvu með SCSI tengi, sem fylgir, ásamt hugbúnaði til með- höndlunar á myndefni. Þetta er fyrsta tækið í heiminum sem býður upp á alla þessa kosti.“ 10

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.