Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1995, Síða 37

Frjáls verslun - 01.06.1995, Síða 37
forseti við Stafnes og þennan dag árið 1953 fauk skóli vestur í Hnífsdal með nemendum og kennurum. Samkvæmt fræðum stjörnuspek- innar er Friðþjófur fæddur á mörkum Fisks og Vatnsbera og sé óhætt að marka þau fræði er hér á ferðinni list- rænn maður sem fer sínar eigin leiðir og er viðkvæm og rómantísk sál undir sléttum og felldum ytri skráp. Vatns- berinn er trygglyndur og heimakær og sagt er að hann verði ástfanginn einu sinni á ævinni. Friðþjófur er elstur fjögurra systk- ina. Foreldar hans eru Guðrún G. Johnson og Ólafur Ó. Johnson. Ólafur er sonur Ólafs Þ. Johnson sem aftur „Heimilið á Neshaganum var miðstöð félagslífs barnanna í hverfinu.“ „Friðþjófur þykir í daglegri umgengni hress maður sem hefur gjarnan gamanmál á hraðbergi. Hann er hins vegar mikill keppnismaður og metn- aðargjarn.“ „Friðþjófur er félagi í litlum golfhóp sem leikur ávallt sam- an einu sinni í viku á sumrin, kl. 8 á sunnudagsmorgnum á Keilisvelli.“ „Hann leggur stund á hjólreið- ar sér til heilsubótar.“ var sonur Þorláks þess sem nefndur er í upphafi þessara skrifa og er talinn hafa leitt nútímann inn í verslun á ís- landi. Af þessu má ráða að í æðum Friðþjófs renni eins hreint kaup- mannsblóð eins og það getur gert á íslandi. Það má segja að hann sé hreinræktaður kaupmaður í fjóra ættliði. Hann hefur undanfarin ár afl- að sér vaxandi virðingar í viðskiptah'f- inu fyrir snöfurlega stjórn á fjöl- skyldufyrirtækinu Ó. Johnson & Kaaber en þar hefur hann haldið um stjórnartaumana frá 1992. Móðir Friðþjófs, Guðrún G. John- son er dóttir Gunnlaugs Loftssonar, kaupmanns í Reykjavík, sem ættaður var frá Felli í Mýrdal. Hún er af Bergsætt, sem er afar fjölmenn á Suðurlandi, meðan Johnsonarnir geta m.a. talist til Ásgarðsættar sem kennd er við Ásgarð í Biskupstungum og margt merkra manna er af. Ætt þessi er stundum kennd við Jón Sig- urðsson forseta sem telst meðal digr- ari stólpa ættarinnar í framættum en átti, sem kunnugt er, enga afkomend- ur. Ingibjörg kona Jóns var systir sr. Ólafs Johnsen á Stað, föður Þorláks. Þannig má sjá að þrátt fyrir að ættar- nafnið hafi á sér erlendan blæ þá standa að Friðþjófi sterkir stofnar rammíslenskra þændaætta. Friðþjófur á þrjú yngri systkini sem eru: Gunnlaugur, f. 1957, arkitekt sem starfaði hjá Húsameistara ríkis- ins en er nú búsettur erlendis, næst- ur er Ólafur, f. 1962, en hann er við- skiptafræðingur og starfar hjá ÓJ&K en yngst er Helga Guðrún, f. 1963, en hún er landsmönnum að góðu kunn fyrir störf sín við fréttamennsku á Stöð 2. Friðþjófur er kvæntur Kristínu Helgu Ámundadóttur sem er fædd 26.01.1957. Þau eiga saman einn son, Ólaf Örn. Foreldrar Kristínar eru Kristín Helga Hjálmarsdóttir og Ámundi Sigurðsson framkvæmda- stjóri sem lengi vann hjá JL húsinu. Friðþjófur og Kristín kynntust á menntaskólaárunum, en Kristín var í MR, og hafa haldið saman síðan. Kristín er ein íjögurra systra sem þóttu, og þykja enn, hver annarri feg- urri og lögðu sumar stund á módel- störf og tískusýningar. ALINN UPP Á NESHAGANUM Friðþjófur ólst upp á Neshaganum í Vesturbænum í Reykjavík þar sem foreldrar hans hafa átt heimili æ síðan en hann mun reyndar fæddur á Greni- mel en þar og í Blönduhlíð bjuggu þau fyrstu búskaparár sín. Heimilið á Neshaganum var alltaf líflegt þar sem fjögur kraftmikil systkin ólust upp við störf leik og íþróttir. Friðþjófur lagði stund á körfubolta og fótbolta með KR og þótti mjög vel liðtækur í þeirri fyrri og fékkst við hana allt til fullorð- insára. í þessari fjölskyldu styðja menn KR og ekkert annað kemur til greina og Friðþjófur hefur til skamms tíma setið í stjórn körfuknattleiks- deildar KR. Foreldar Friðþjófs voru meðal þeirra fyrstu sem eignuðust sjón- varpstæki í hverfmu á þeim árum sem íslenska sjónvarpið var ekki til og Kanasjónvarpið réð lofum og lögum á öldum ljósvakans. Fyrir vikið varð heimilið á Neshaganum miðstöð fé- lagslífs bamanna í hverfmu og á laug- ardagsmorgnum skiptu skópörin í NÆRMYND Páll Ásgeirsson anddyrinu tugum. Reglufesta og agi settu annars svip sinn á uppeldið með saltfiski og grjónagraut á laugardög- um. MEÐ HEWLETT 0G PACKARD í LAXÁ Eins og flest böm á þessum árum var Friðþjófur sendur í sveit að Geita- skarði í Langadal í Húnaþingi. Frið- þjófur og Gunnlaugur voru sérlega samrýmdir öll uppvaxtarárin enda á sitthvoru árinu þótt oft hafi grimmi- lega verið siegist og þá helst með skítugum ullarsokkum að vopni. Ólafur, faðir Friðþjófs, er mikill áhugamaður um stangveiði og sótti mikið í laxveiði í Þverá í Leirársveit. Þar smituðust öll systkinin af harðvít- ugri veiðibakteríu og var Friðþjófur leiðsögumaður í ánni í nokkur sumur á sínum yngri árum og þykir nokkuð lúnkinn veiðimaður. Það var á bökk- um Laxár sem hann kynntist amer- ísku kaupsýslumönnunum Hewlett 37

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.