Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1995, Side 39

Frjáls verslun - 01.06.1995, Side 39
Eftir framhaldsnám í Bandaríkjunum árið 1981 starfaði Friðþjófur hjá Hewlett Packard í Danmörku í eitt ár áður en hann kom heim og stofnaði HP á Islandi með Frosta Bergssyni. ingjahópur hittist við ýmis tækifæri, fleiri eða færri saman, og grípa stund- um í að spila bridge á seinni árum. Hluti kunningjahópsins er í Venzl hópnum svonefnda, sem hittist sam- an til að borða í hádeginu einu sinni í mánuði, nánar tiltekið fyrsta miðviku- daginn í nýju kortatímabili. Sá hópur hefur verið til frá 1981. Nefna má styrka venzlamenn á borð við Birgir Skaftason í Japis og Úlfar Steindórs- son, íjármálastjóra Vinnslustöðvar- innar í Vestmannaeyjum. „Við Friðþjófur höfum þekkst síðan í Verzló,“ sagði Kristján Gunnarsson fjármálastjóri SL í samtali við blaðið. „Friðþjófur er hress og orkumikill, alþýðlegur og mannglöggur og þekkir rnjög marga. Hann getur verið býsna þrjóskur en ég tel það til kosta.“ Við sérstaklega hátíðleg tækifæri í góðra vina hópi grípur Friðþjófur hár- greiðu, fær lánað plast af sígarettu- pakka og leikur nokkur lög á greið- una, viðstöddum oftast til mikillar skemmtunar. Enn er ónefnt að Friðþjófur er fé- lagi í litlum golfhóp, sem leikur ávallt saman einu sinni í viku, kl. 8 á sunnu- dagsmorgnum, á Keilisvelli. Hópur- inn er: Friðþjófur og Ásgeir Þórðar- son vinur hans hjá VÍB, sem keppa saman á móti Þórði Ásgeirssyni, Fiskistofustjóra, föður Ásgeirs, og Sigurði Thorarensen fjármálastjóra, G.Ben-Eddu. „Við Friðþjófur höfum þekkst í bráðum tíu ár og hann er sprækur og skemmtilegur félagi og ég hef aldrei fundið fyrir neinum aldursmun," sagði Ásgeir Þórðarson í samtali við blaðið. „Auk þess er hann hratt batn- andi golfari." INNAN OG UTAN FJÖLSKYLDUFYRIRTÆKISINS Starfsferill Friðþjófs liggur innan og utan veggja fjölskyldufyrirtækisins á víxl. Hann starfaði sem sölumaður hjá Ó. Johnson & Kaaber á sumrin frá 1975 til 1980. Hann starfaði sem sölu- ráðgjafi hjá Hewlett Packard tölvufyr- irtækinu í Danmörku 1983 og hjá Hewlett Packard á íslandi frá 1984 til 1987. 1988 gerðist hann fram- kvæmdastjóri Blikksmiðjunnar, sem var nokkurskonar tæknideild innan Ó. Johnson & Kaaber, og gegndi því starfi til 1992 er hann tók við starfi framkvæmdastjóra Ó. Johnson & Kaaber. Friðþjófur hefur tekið virkan þátt í félagslífi viðskiptalífsins frá því að hann kom heim frá nárni og starfi er- lendis 1984. Hann hefur setið í stjóm Stjórnunarfélags íslands frá 1991 og var formaður íslenska markaðs- klúbbsins ÍMARK, 1987-1990. Hann hefur setið í stjórnum ýmissa fyrir- tækja og félaga, t.d. ritnefnd Hags, fréttabréfs félags viðskipta- og hag- fræðinga, í formannanefnd Nordisk Markedsforbund, útbreiðslunefnd Félags íslenskra stórkaupmanna og stundað kennslu og ráðgjafarstörf í markaðsfræðum fyrir Stjórnunarfé- lagið. Hann hefur skrifað greinar um viðskipta- og markaðsmál sem birst hafa í ýmsum blöðum og tímaritum. Hann er í dag í stjórn Verslunar- ráðs íslands, ímyndarnefnd ÍSÍ og ís- lenska lífeyrissjóðsins. „Hann er harður og ákveðinn yfir- maður án þess að vera með yfir- gang,“ sagði náinn samstarfsmaður hans í samtali við blaðið. „Mér finnst hann hafa gott vald á því sem hann hefur tekið sér fyrir hendur og ég þykist nokkuð viss um að fyrirtækið sé öruggt í hans höndum.“ 39

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.