Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1996, Page 16

Frjáls verslun - 01.03.1996, Page 16
FRETTIR Guöjón Kristbergsson, framkvæmdastjóri Allianz: Ég vil gera athugasemd við grein Brynhildar Sverrisdóttur í síðasta tölublaði Frjájsrar versl- unar Skilaboð til stjóm- valda. „í fyrsta lagi er rétt að taka fram að Allianz Lebensversicherungs AG er ekki viðurkenndur líf- eyrissjóður á Islandi og þar með rangt að bera okkur saman við aðra líf- eyrissjóði, eins og Frjálsa lífeyrissjóðinn sem tryggingarfyrirtækið Skandia hefur umsjón með. Þá fullyrðir Brynhildur að útborganir Allianz séu tekju- og eignarskatts- skyldar. En það er al- rangt eins og staðfestist í bréfum, sem borist hefur frá Ríkisskattstjóra dags. 10. mars 1995, undirritað af Stein- þóri Haraldssyni, og Fjármálaráð- uneytinu dags. 6. október 1994, undirritað af Indriða H. Þorlákssyni og Áslaugu Guðjónsdóttur. Þar kemur mjög skýrt og skilmerkilega fram að EINGREIÐSLUR þær, sem Allianz Lebenversichemngs AG greiðir út í eingreiðslu, séu „SKATTFRJÁLSAR“. Ef viðskipta- vinir okkar kjósa hinsvegar að fá endurgreiðslur sínar mánaðarlega em greiðslur þeirra skattskyldar eins og greiðslur hinna hefðbundnu lífeyrissjóða. Allianz er hlutafélag, sem var stofnað 5 febrúar 1890, og er stærsta tryggingarfélag í Evrópu og það næststærsta í heimi. Allianz Lebensversichemngs AG er hluta- félag, sem er að meirihluta í eigu móðurfyrirtækisins. Skrifstofan hér á íslandi, Allianz söluumboð ehf, er sjálfstætt hlutafélag og hefur ein- göngu þann tilgang að selja trygg- ingar frá Allianz. Allianz Leben er stærsti eftirlauna- og séreigna- tryggingasjóður Þýskalands og árið 1994 námu viðskipti Allianz 22,8% af öllum þýska líftryggingamarkað- inum. En þess má geta að líftrygg- ingar skipa stærstan sess í lang- tímasparnaði í þýskalandi. Allianz hefur verið leiðandi afl í þýsku hagkerfi og einnig uppistaðan í líftryggingakerfi Þýskalands. For- tíðin er besta auglýsingin, því eng- inn getur sagt til um framtíðina, hin- ir reyndu fjármálasérfræðingar Alli- anz hafa í áratugi náð bestum árangri þýskra tryggingarfélaga í ávöxtun á líftryggingaspamaði.“ DM. KR. LAGTINN HJÁ ALLIANZ JAN 1981 - GENGI 3,19 156.690.- 500.000,- LÍFTRY GGIN GIN VIÐ UNDIRSKRIFT 221.627,- 707.212.- ENDURGREIÐSLA 15 ÁRUM SÍÐAR - GENGI 45,3 433.000,- 19.619.230 RAUNÁVÖXTUN Á ÁRI í ÞÝSKUM MÖRKUM ER UM 7% NAFNÁVÖXTUN Á ÁRI í ÍSLENSKUM KRÓNUM ER 27,71% ATHUGASEMD VIÐ SKILABOÐ TIL STJÓRNVALDA 16

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.