Frjáls verslun - 01.03.1996, Síða 19
Pétur Björnsson, aðaleigandi Vífilfells, á björtum vordegi í fyrra fyrir utan húsakynni Vífilfells við Stuðlahálsinn
tilbúinn að taka á móti gestum í boð Vífilfells í tilefni gæðaverðlauna fyrirtækisins frá Coca-Cola samsteypunni.
Með honum á myndinni eru Sara Lind Þorsteinsdóttir auglýsingastjóri og Kurt Petersen, fulltrúi Coca-Cola á
N or ður löndunum.
Það skapi kvíða, hræðslu og óöryggi, enda geti hann tekið
upp á öllu gagnvart þeim - og það fyrirvaralaust.
Pétur mun eiga það til að kúvenda í málum á síðustu
stundu, málum sem mikil vinna hefur verið lögð í og þar
sem stefnan hefur verið mörkuð og samþykkt löngu áður.
Flótti fjórmenninganna í endaðan mars, og sölu- og mark-
aðsstjórans í feþrúar, mun einmitt vera af þessum meiði í
stjórnleysi Péturs. Þeir fengu nóg - og tóku sínar ákvarð-
anir.
í stjómun er sagt að yfirmaður, sem skiptir sér af og
kúvendir í málum stjómenda sinna, málum sem eru
kannski í góðum farvegi, hafi þörf á að sýna vald sitt - sýna
mönnum hver það sé sem raunverulega ráði.
Það fer mjög í taugarnar á stjómendum hjá Vífilfelli hvað
R HJÁ KÓK
sýna vald sitt. Hann treystir stjórnendum illa og er mjög á varðbergi gagnvartþeim
19