Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1996, Síða 21

Frjáls verslun - 01.03.1996, Síða 21
erfitt að sleppa takinu af dag- legri stjórnun. Það skýtur svok'tið skökku við í máli Vífilfells að á sama tíma og stjórnendaflótti hefur verið undanfarin ár hefur fyrirtækinu gengið afskaplega vel í fram- leiðslu og sölu. Það fékk gæða- verðlaun frá Coca-Cola á árun- um 1994 og 1995. Þetta voru svonefnd gullverðlaun. Þau fól- ust ekki aðeins í því að Vífilfell væri að framleiða besta kók í heimi heldur táknuðu þau að gæðamál fyrirtækisins almennt væru í háum flokki, þ.e. allt vinnsluferlið. Spyija má sig að því hvemig það gangi upp að Vífilfell sópi til sín verðlaunum fyrir gæðastjórnun á sama tíma og eigandinn, Pétur, þyki dyn- tóttur og taki geðþóttaákvarð- anir. Fram hjá því verður ekki horft að verðlaunin eru rós í hnappagat Péturs og annarra starfsmanna Vífilfells! Útilokað hefur verið að fá tölur um afkomu hjá Vífilfelli á undanförnum ámm. Síðasta ár mun þó hafa verið eitt það besta í nokkur ár enda hefur verðmunur á Coca-Cola og ekki að reikna lengi til að finna út arðsemi slíkrar byggingar - hún er Ktil sem engin. Sviptingar í stjómunarliði Víf- ilfells hófust árið 1991 þegar Lýður Friðjónsson, fram- kvæmdastjóri þess um nokk- urra ára skeið, hætti hjá fyrir- tækinu og hélt út til Noregs sem markaðsstjóri Coca-Cola á Norðurlöndum. Lýður er tengdasonur Péturs. Þegar hann var við stjómvölinn kom Pétur lítið nálægt stjórnun fyrir- tækisins. Þrátt fyrir að Lýður færi út til Noregs að vinna fyrir hið alþjóðlega fyrirtæki - og í því fælist heiður fyrir bæði Lýð og Vífilfell - verður ekki fram hjá því horft að samkomulagið á milli Péturs og Lýðs var orðið fremur stirt. í raun gafst Lýður upp á að vinna með karlinum, eins og það er orðað. Rætt er um það á meðal starfsmanna Vífilfells að ef einhver einn maður geti komið skikki á stjórnun og starfsmannamál fyrirtækisins sé það Lýður Friðjónsson. Lýður hætti sem framkvæmdastjóri Vífilfells hinn 15. Kurt Petersen, til vinstri, afhendir hér Pétri Björnssyni, aðaleiganda Vífilfells, gæðaverð- laun Coca-Cola. Verðlaunin fela í sér að gæði gosdrykkjarins séu í hæsta flokki og að gæða- mál fyrirtækisins, þ.e. sjálft vinnsluferlið,’séu almennt í háum flokki og til fyrirmyndar. VERÐLAUN Það skýtur svolítið skökku við í máli Vífilfells að á sama tíma og stjórnendaflótti hefur verið undanfarin ár hefur fyrirtækinu gengið afskaplega vel í framleiðslu og sölu. Það fékk gæðaverðlaun frá Coca-Cola á árunum 1994 og 1995. Pepsi ekki verið jafn mikill í langan tíma. Vífilfell eltir Pepsi ekki niður í verði og nær fyrir vikið meiri framlegð. í stórmörkuðum var 2 lítra flaska af Coca-Cola á um 170 krónur á síðasta ári á meðan 2 h'tra flaska af Pepsi var á allt niður í 129 til 139 krónur. Þetta er verðmunur upp á um 30 til 40 krónur fyrir 2 lítra flösku. Það er mikill munur og skilar sér fljótt í fleiri krónum í kassann. Þess má geta að 2 h'tra flaska af Hagkaupskóla var oftast seld á um 119 krónur á síðasta ári. Ljóst er að VífilfeO eltir ekki lengur aðra gosdrykkja- framleiðendur eins mikið í verði og fyrirtækið gerði áður. Allir í viðskiptalífinu muna eftir hinu grimmOega verðstríði árið 1992 þegar Gosan lækkaði verðið á Pepsi um tugi prósenta og fór síðan á höfuðið. Vífilfell elti Gosan niður í verði í dauðakippum þess. Enda mun árið 1992 ekki hafa reynst VífilfeOi gjöfult. Sá litli verðmunur, sem þá var í gangi, sagði til sín í k'tiOi framlegð. Við bættust útgjöld vegna nýrrar og glæsilegrar skrif- stofubyggingar fyrirtækisins við Stuðlahálsinn. Þetta er vissulega glæsileg bygging en spyija má sig að því hvort hún hafi ekki verið óþörf - of mikiO lúxus. Hún var teiknuð af kanadískum arkitekt, kostaði nokkur hundruð milljónir króna og hýsir skrifstofur fyrir sextán manns. Það þarf ágúst 1991 og hélt út í víking. Nú hefur hann fært sig frá markaðsmálum á Norðurlöndunum og starfar í Ungveija- landi fyrir Coca-Cola. Lýður ýtti mjög á að Símon Gunn- arsson, löggOtur endurskoðandi VífilfeOs á þeim tíma, tæki við af sér sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Það varð úr. SÍMON DRÓ ÚR AFSUETTI0G ÞAÐ FAUK í PÉTUR Símon gerði stuttan stans hjá VífilfeOi, hann var þar í rúma tvo mánuði. Mjög fljótt varð Ijóst að honum og Pétri Bjömssyni samdi ekki. Og ekki þurfti að spyrja að því hvor það yrði sem viki. Símon mun hafa látið verksmiðjustjór- ann Ólaf Magnússon fjúka og gert við hann dýran starfs- lokasamning. Það mun hafa farið mjög í taugamar á Pétri. Sömuleiðs annar starfslokasamningur sem Símon gerði við Bergsvein Ólafsson, þáverandi dreifingarstjóra. Þá mun Símon hafa tekið upp á því að draga stórlega úr afslætti VífilfeOs til kaupmanna. Hann fór að hugsa meira í krónum en lítrum, hvað hver framleiddur lítri gæfi af sér. Við þetta minnkaði salan eitthvað en selt var á hærra verði en áður. Pétur Björnsson er mjög harður markaðs- maður og fyrir honum er markaðshlutdeild afar mikils virði. Kaupmenn kvörtuðu í Pétur undan því að fá minni 21

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.