Frjáls verslun - 01.03.1996, Qupperneq 28
MARKAÐSMAL
HVERNIG BÍL MYNDIR MJ KAUPA PÉR EF PENINGAR VÆRU EKKERT VANDAMÁL? Fj. Hlutfall
1. Toyota Land Cruiser 65 14,4
2. Benz 35 7,7
3. Toyota (engin teg. neóid sérstakl.) 26 5,3
4. Subaru Legacy 25 5,5
5. BMW 23 5,0
6. Volvo 22 4,9
7. Mitsubishi Pajero 18 4,0
8. Nissan Patrol 18 4,0
9. Toyota Corolla 18 4,0
10. Cherokee 15 3,3
11. VWGolf 12 2,6
Gífurleg dreifing bfla
kemur hér fyrir neðan 176 39,3
Heildarfj. svarenda 453
Draumabíll landsmanna er Toyota Land Cruiser. Benz
er í öðru sæti.
BMW er í fimmta sæti yfir draumabílinn.
Mitsubishi Pajero er í sjöunda sæti.
Cherokee er í tíunda sæti.
riiTrr^T77
8.660 nýir bflar þegar upp verður
staðið. Könnun Frjálsrar verslunar
gefur hins vegar vísbendingu um sölu
upp á að minnsta kosti 10.900 fólks-
bfla. Þama munar nokkru.
ALDAMÓTASPÁ FRJÁLSRAR
VERSLUNAR UMSÖLU NÝRRABÍLA
Fyrir rúmu ári gerði Frjáls verslun
spá um bflamarkaðinn og sölu nýrra
fólksbfla. í þeirri spá var gert ráð fyrir
sölu um 6.700 nýrra fólksbfla á þessu
ári. Forsendur vom þær að sala nýrra
fólksbfla ykist um 12% á ári til alda-
móta. Sú tala var fyrst og fremst
fengin út frá endurnýjunarþörf bfla-
flotans og spám um hagvöxt á íslandi
til aldamóta. En hagvöxtur er for-
senda fyrir auknum kaupmætti ráð-
stöfunartekna.
Ljóst er að sala nýrra fólksbfla
verður mun meiri en þessi spá
Frjálsrar verslunar frá í fyrra gerir
ráð fyrir. Sölutölur fyrstu þijá mánuði
ársins sýna það og sömuleiðis könnun
blaðsins núna.
Engin grein í viðskiptalífinu hefur
gengið í gegnum eins miklar sveiflur
og bflaumboðin á síðustu ámm. A
þremur ámm, 1986 til 1988, vom
fluttir inn um 54 þúsund bflar eða um
18 þúsund bflar á ári að jafnaði. Á
árinu 1994, var fluttur inn 5.391 fólks-
bfll og er það lélegasta ár í innflutningi
nýrra bfla í áraraðir. Afar erfitt er að
reka bflaumboð við þessar aðstæður
og er hægt að fullyrða að enginn í
þessari atvinnugrein kýs slíkar sveifl-
ur aftur. Stöðugleikinn er betri.
ALDRAÐUR BÍLAFL0TI
Bflafloti landsmanna er um 125 þús-
und bflar og meðalaldur hans er um 8
ár. Hinir sterku árgangar frá 1986 til
1988 setja mark sitt á aldur flotans.
Miðað við að endingartími bfls sé um
12 ár þyrfti innflutningur bfla að vera í
kringum 10 þúsund bflar á ári til að
halda flotanum við. Þá er ekki tekið
mið af því að þjóðinni fjölgar hægt og
sígandi.
VINSÆLASTA BÍLAUMB0ÐIÐ
Bflaumboð em nú færri en stærri
en fyrir um tíu árum. Samdrátturinn
eftir þensluárin miklu hefur tekið sinn
toll. I könnuninni spurði Frjáls versl-
un um vinsælustu bflaumboðin. Spurt
var: Nefndu 1 til 3 bflaumboð sem þú
hefur jákvætt viðhorf til.
Niðurstaðan var sú að P. Samúels-
son hf., Toyota, reyndist vinsælasta
28