Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1996, Page 37

Frjáls verslun - 01.03.1996, Page 37
10 REGLUR TIL GRUNDVALLAR 1. Dreifið valdi til starfsfólks. 2. Þjálfið og endurmenntið starfsfólk. 3. Umbunið fyrir góða frammistöðu í starfi. 4. Farið fram úr væntingum viðskipta- vina. 5. Setjið stefnuna á nýjar vörur og mark- aði. 6. Hugsið alþjóðlega og takmarkist ekki af heimamarkaði. 7. Leggið áherslu á gæði um allt fyrirtæk- ið. 8. Gefið umhverfinu gaum og verið um- hverfismeðvituð. 9. Aukið hraða og snerpu í vinnubrögð- um. 10. Hristið upp í fyrirtækinu og endur- skoðið það reglulega. Making it in America er bók um sigursæl fyrir- tæki - og hvernig þau fara að. fyrir Alþjóðabankann. Hann hefur skrifað 6 bækur og fjölda tímarita- greina. UPPBYGGING OG EFNISTÖK Höfundamir eru ekki aðeins að skrifa um endurreisn bandarískra við- skiptarisa, heldur er um að ræða frá- sagnir af árangri ólíkra framleiðslu- fyrirtækja sem geta orðið öðrum hvati til dáða. Efnistökin byggja á samtölum við stjómendur og starfs- fólk og þannig reyna höfundamir að komast að því hvað legið hafi að baki velgengni fyrirtækjanna. Þeir rann- sökuðu þúsundir fyrirtækja og ræddu við ráðgjafa og sérfræðinga í þeirra atvinnugreinum. Þessi skoðun skilaði höfundunum efni til að segja frá rúm- lega 200 sterkum og áhugaverðum fyrirtækjum. Síðan hófst mikil rann- sókn á ársreikningum þessara fyrir- tækja og skoðaðar voru umfjallanir um þau í fjölmiðlum. Leitað var um- sagna margra leiðtoga atvinnurek- enda og verkafólks. Loks vom valin 50 sem urðu að falla innan þess ramma sem settur var með hinum 10 völdu leiðum til árangurs og sýndar eru sérstaklega hér á síðunum. Bókin er í 12 köflum, sem, að slepptum 2 kynningarköflum, fjalla um hinar 10 leiðir, og eru nefnd til sögunnar 5 fyrirtæki í hverjum kafla. Rauði þráðurinn er að halda sig við grundvaUaratriði og kunna á þeim góð skil. Hafa gott vald á þeim, hvika aldrei frá þeim og vinna að stöðugum endurbótum á þeim, eftir því sem þörfin (markaðurinn) krefur. UMFJÖLLUN Bókin er saga velgengninnar í fyrir- tækjarekstri sem höfundar telja að sé gengin í garð í Bandaríkjunum. Þetta efni er mjög viðeigandi lesning hér á landi nú þegar hvert fyrirtækið af öðm skilar ársreikningum með góðri afkomu sem á að bera vott um vel- gengni. Hér eru ekki aðeins tekin dæmi af mörgum þekktustu fyrirtækjum Bandaríkjanna heldur em einnig kynnt til sögunnar önnur fyrirtæki, sem em ekki eins „heimsfræg" en orðstír þeirra og árangur hefur fleytt þeim upp virðingarstigan í viðskipta- heiminum vestra. Bókin er skrifuð af mikilli þekkingu höfunda um iðnaðinn í Bandaríkjunum og eru vinnubrögð til mikiUar fyrir- myndar. Bókin hefur ítarlegar skýr- skotanir í aðrar bækur og í blaða- og tímaritagreinar sem liggja til grund- vallar efnistökum og frásögnum. Þannig getur lesandinn auðveldlega fundið mikið ítarefni um hvert fyrir- tæki ef hann hefur áhuga á frekari skoðun sjálfur. Efnisyfirlitið er vel sundurliðað og sömuleiðis er góð atriðaorðaskrá í lok bókar. L 37

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.