Frjáls verslun - 01.03.1996, Page 41
ingar af ýmsu tagi. í Keflavík hitti
hann aftur skólafélaga sinn úr Sam-
vinnuskólanum, Hákon Kristinsson.
Þeir félagar ákváðu að drífa sig saman
í atvinnurekstur og snemma árs 1955
keyptu þeir saman fyrirtæki sem hét
Byggingavöruverslun Suðumesja og
var að leggja upp laupana. Þeir félagar
skírðu kompaníið upp, kölluðu það
Stapafell og ráku áfram í lítt breyttri
mynd en fyrirtækið hafði einkum selt
byggingarvörur og svolítið af bíla-
varahlutum. Þeir félagar bættu við
heimilistækjum og blésu lífi í fyrir-
tækið sem fljótlega fór að ganga vel. í
framhaldinu keyptu þeir gamlan skúr í
Keflavík og opnuðu aðra Stapafells-
verslun sem seldi leikföng og gjafa-
vömr. Sá rekstur gekk vel og fljót-
lega fengu Matthías og Hákon lóð hjá
Keflavíkurbæ og byggðu 240 fer-
metra hús á tveimur hæðum og þá var
hægt að auka verulega vöruvalið í
Stapafelli.
Aftur urðu þáttaskil í starfseminni
Með nýja fýrirtækið, Metró, í bak-
sýn.
þegar Bflanaust var stofnað haustið
1962 og leigðu þeir sér húsnæði í
Höfðatúni þar sem trésmiðjan Sögin
er til húsa. Verslunin gekk strax
ágætlega því vaxandi þörf var fyrir
þjónustu af þessu tagi eins og Matt-
hías hafði fitndið fyrir í verslunar-
rekstrinum í Keflavík. Á þessum
fyrstu árum sjöunda áratugarins var
að losna um gjaldeyrishöft, sem mjög
höfðu heft allan innflutning, og sama
árið og Bílanaust var stofnað var bif-
reiðainnflutningur gefinn frjáls og það
ýtti mjög undir vaxtarmöguleika fyrir
verslun eins og þessa. 1963 flutti
Matthías svo með sína stóm fjöl-
skyldu frá Keflavík inn til Reykjavíkur
til þess að helga sig þessum nýja
rekstri en Hákon, félagi hans, varð
eftir í Keflavík og sá um rekstur
Stapafells.
Næsta stóra stökk í sögu Bíla-
nausts og jafnframt sögu Matthíasar
var þegar fyrirtækið flutti í eigið hús-
næði við Síðumúla 1975 og síðan
þegar enn var flutt og keypt húsnæði í
Borgartúni 1986/’87 sem síðan var
stækkað með viðbyggingu. Matthías
nashuatei
★ Mest seldu
Ijósritunarvélar á Islandi!
★ Faxtæki ★ Fjölritar ★ Kjölbinditæki
Veri& velkomin í vinningsliöið!
Umboð: Hljómver, Akureyri
Póllinn, Isafirði
Geisli, Veshnannaeyjum
ARMULA 8 - SIMI588-9000
41