Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1996, Síða 49

Frjáls verslun - 01.03.1996, Síða 49
vonlaust umhverfi að vinna í og sýndi að yfirmenn verða að hafa reynslu í að umgangast fólk og vinna með því en ekki með það. Ég held að það sé því ótvírætt kostur hafi yfirmaður fyrir- tækis reynslu af hópíþróttum." Undir þetta taka fleiri þjálfarar. Svipað er uppi á teningnum við val á fyrirliða. „Ég tek eftir því hver hefur mesta hæfileika til að umgangast strákana, hefur ákveðinn persónu- leika og getur komið hlutunum frá sér á málefnalegan hátt. Þess vegna er það nú stundum að skærustu stjömumar hafa minnsta hæfileika til að gegna fyrirliðastöðu," segir Þorbjöm. Ásgeir leggur einnig áherslu á mannlega þáttinn. Hann vill vera nálægt sínum leikmönnum en gætir þess um leið að staða hans sem yfirmaður sé óskoruð. Hann segir nauðsynlegt að vera sveigjanlegur svo breyta megi áætlunum með litlum fyrirvara, vera með varaplön uppi í erminni. Ásgeir segist setja ákveðnar reglur en þær séu þess eðlis að þægi- legt sé að vinna eftir þeim án þess að brjóta þær. „Eftir að hafa spáð í efniviðinn reyni ég að draga fram sterkar og veikar hliðar og byggi síðan á sterku hliðunum. Annars er svo misjafht hvernig þjálfarar vinna þótt alltaf séu ákveðin gmndvallaratriði sem hafa verður í lagi. Það er hægt að ná ár- angri á alla vegu og það kollvarpar stundum kenningum manna í þessu þegar lið, sem enginn hafði trú á, nær á toppinn. Það kemur fram í máli beggja að árangur náist ekki nema leikmenn séu STJARNA EÐA STJÓRNANDI? sáttir við sjálfa sig og umhverfi sitt. Þessi þættir þurfa ekki aðeins að vera í lagi á æfingum og í leik heldur einnig í einkalífinu. Ef eitthvað bjátar á þarf þjálfarinn að þekkja sína menn nógu vel til að taka eftir því og taka á mál- inu. Svipað hljóti óhjákvæmilega að eiga við um fyrirtæki. „Ég þekki strákana mína og veit að eitthvað er að ef afköstin eru minni en vanalega. Þá fer ég umsvifalaust í við- komandi og ræði við hann. Þá getur komið í ljós að eitthvað í einkalífinu spillir fyrir. Eins og við er að búast kemur ýmislegt upp þegar stór hópur ólíkra einstaklinga vinnur saman. Þjálfarinn þarf að láta sér annt um alla og vera vakandi yfir þessum hlutum. Óleyst vandamál eins úr hópnum geta haft áhrif á allt liðið.“ EKKIGRAFA SIG í VINNU EFILLA GENGUR En stundum gengur illa í íþróttum og grípa þarf til að- gerða. Bæði Þorbjöm og Ásgeir segja mikilvægt að menn ræði málin en byrgi ekki óánægju og gagnrýni innra með sér. Þá undir- strikra þeir mikilvægi þess að yfir- maðurinn sé sýnilegur þegar eitthvað bjátar á, feli sig ekki og láti síðan aðra um að koma óvinsælum ákvörðunum til skila. „Ef menn eru óánægðir, t.d. séu þeir ekki í liðinu, þá geri ég kröfu um að þeir komi til mín og ræði málin, fari ekki út í hom með sín mál. Það er ég sem er ábyrgðarmaður liðsins; ég stjórna, vel liðið og skipulegg æfing- ar. Ég er því sá eini sem get gefið Það er nú stundum þannig að skærustu stjörnurnar hafa minnsta hæfileika til að gegna fyrirliðastöðu. 49

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.