Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1996, Síða 54

Frjáls verslun - 01.03.1996, Síða 54
Jón H. Bergs, fyrrum forstjóri SS, er ræðismaður Kan- ada: „Það fer talsverður tími í að greiða fyrir ýmiss konar viðskiptatengslum milli þjóðanna.“ Rolf Johansen heildsali er ræðismaður Mexíkó: „Ástæðan fyrir því að ég gerðist ræðismaður var sú að ég hef flutt inn mikið kaffi frá Mexíkó.“ margbrotin. Ég neita því ekki að ég var í fyrstu smeykur um að ég gæti ekki sinnt starfmu nægilega mikið en sá ótti hefur til þessa reynst ástæðu- laus. Ég tel mig því hafa gert rétt í þessum efnum, enda hefur starfið verið á margan hátt skemmtilegt og fjölbreytt. “ - Voru tengsl þín við Spánverja ein- hver áður en þú gerðist ræðismaður þessalands? „Áður en ég tók að mér þetta starf voru tengsl mín við Spánverja engin en ég þekki innviði íslensks viðskipta- lífs og það kann að hafa haft einhver áhrif að ég varð fyrir valinu. Ég get því vonandi stuðlað að nánari tengsl- um ríkjanna á því sviði. Á þessu tíma- bili hef ég einu sinni farið í sérstökum erindagjörðum vegna ræðismanns- starfsins til Spánar. Það var í tengsl- um við heimsókn forseta íslands, frú Vigdísar Finnbogadóttur, þangað síð- astliðið sumar.“ ÓLAFUR B.TH0RS, RÆÐISMAÐUR JAPANS ÓlafurB. Thors, annar tveggja for- stjóra Sjóvá-Almennra trygginga, er aðalræðismaður Japans hér á landi. „Það eru í raun söguleg rök fyrir því að ég varð ræðismaður Japans. Jap- anir skipuðu ræðismann hér á landi fyrst árið 1963. Þá voru viðskipti á milli landanna að byrja að einhveiju marki. Vegna aukinna samskipta lögðu þeir íslendingar, sem stunduðu viðskipti við landið, áherslu á að hér yrði búsettur ræðismaður sem ekki væri í neinum viðskiptum við landið. Fyrir valinu varð Baldvin Einarsson, sem þá var forstjóri Almennra trygg- inga, og var hann ræðismaður fyrir landið allt þar til hann lést árið 1981. Ég hafði unnið um skeið hjá Almenn- um tryggingum og starfaði náið með Baldvini. Þar af leiðandi kynntist ég ræðismannsstarfinu vel og hjálpaði honum eftir föngum. Það lá því bein- ast við að ég tæki við af honum.“ - En þrátt fyrir mikil viðskipti er ekki japanskt sendiráð á íslandi. „Mikið rétt en íslendingar hafa heldur ekki opnað sendiráð í Japan. Sjálfsagt er eitthvað samhengi þar á milli. Kínverjar hafa verið með sendi- ráð hér á landi í mörg ár og íslending- ar hafa því átt erfitt með að opna sendiráð í Asíu annars staðar en í Kína. Það er tiltölulega skammt síðan íslensk yfirvöld ákváðu að gera slíkt. Það er mikill skilningur meðal ís- lenskra ráðamanna fyrir því að opna íslenskt sendiráð í Japan en þeir hafa fram til þessa sett kostnað fyrir sig. Það yrði mikið ánægjuefni ef Japanir opnuðu hér einhverja skrifstofu, enda fer áhugi á landinu vaxandi. íslending- ar leita mikið að japönskum viðskipta- aðilum og auk þess fara æ fleiri í fram- haldsnám til landsins - einkum í verk- fræði og arkitektúr, svo dæmi séu tekin. Japanskir skólar eru taldir mjög góðir og íslendingum býðst náms- styrkur á hverju ári. Töluvert margir hafa farið út að læra þrátt fyrir þá miklu hindrun sem tungumálið er okkur íslendingum," segir Ólafur B. Thors. JÓN H. BERGS, RÆÐISMAÐUR KANADA Jón H. Bergs, fyrrumforstjóri Slát- urfélags Suðurlands, er aðalræðis- maður Kanada hér á landi. Hann hefur verið ræðismaður í yfir tuttugu ár. Þegar Jón gerðist á sínum tíma ræðis- maður Kanada var hann um tíma einn af fjórum ræðismönnum Kanada í heiminum. Nú, 21 ári síðar, eru ræð- ismenn Kanada tæplega 60. „Ríkisstjóm Kanada tilnefndi fyrst HallgrímFr. Hallgrímsson, þáverandi forstjóra Skeljungs, ræðismann hér á íslandi árið 1958. Árið 1975 vildi hann losna við starfið og þá var mér boðið það,“ segir Jón. Ég var á þeim tíma forstjóri Sláturfélags Suðurlands og formaður VSÍ og hafði því nóg á minni könnu. Mér þótti hugmyndin engu að síður áhugaverð, ekki síst vegna þess að ég hafði stuðlað að nokkrum við- 54

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.