Frjáls verslun - 01.03.1996, Page 62
Fundarsalimir á Flúðum eru bjartir og hlýlegir. Fundaraðstaða er á Flúðum fyrir allt að
200 manns. Myndir: Snorri Snorrason og Haukur Snorrason.
Saineiginleg aðstaða er í sama létta stílnum.
Flúðir eru einsta
Sigmari Pétursson,
hótelstjóri á Flúðum.
„Frá höfuðborgarsvæð-
inu er aðeins klukkustund-
ar akstur að Flúðum og
Hótel Edda því kjörinn
staður til að halda fundi eða
mannfagnaði í ró og næði.
Hótelið er í litlu og friðsælu
sveitaþorpi og þaðan er
stutt í skoðunarferðir til
þekktustu ferðamanna-
staða á íslandi,“ segir Sig-
mar Pétursson, hótelstjóri
á Hótel Eddu, Flúðum, sem er annað tveggja Edduhótela
sem opið er allt árið. Sigmar tók við hótelstjórn á Flúðum
í marsmánuði síðastliðnum. Hann er lærður framreiðslu-
maður og hefur starfað við hótel- og veitingarekstur síðan
1972. Síðastliðin þrjú sumur var hann hótelstjóri Edduhót-
els á Hallormsstað og á Húnavöllum. Jafnframt hefur
hann starfað fyrir ffæðsluráð hótel- og veitingagreina.
Flúðir eru að mörgu leyti einstakur
staður á íslandi. Þar er stunduð mikil
garðyrkja, límtrésverksmiðjan er starf-
rækt þar og svepparæktunarfyrirtækið
Flúðasveppir, ásamt hefðbundnum landbúnaði. Jarðhiti er
mikill og er vatnið 115 gráðu heitt þegar það kemur úr
jörðinni og um 95 gráður þegar það kemur í hús.
HÓtel EDDA,
Flúðum
Gisting og matur
I 1 W ; ____1
sem framleiðslan er ^nmet)‘ veiúnéastaðarmsber
nærliééjandi ami og,' ði og er kappkostað að bjm a
Gestamóttakan, svo og matsala og fundaraðstaða, er í
félagsheimilinu rétt við herbergin. Gistirýmið er samsett
úr litlum húsum, Skjólborgarhúsum, og þau eru sam-
tengd og hafa yfirbragð burstabæjarstílsins. Alls eru 24
tveggja manna herbergi með baði í boði. Þau eru öll á jarð-
hæð og því gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða. Fyrir utan
hvert herbergi er heitur pottur sem gestir nota óspart, að
sögn Sigmars. Á sumrin bætast við 19 herbergi með hand-
laug í skólahúsinu, sem staðsett er handan við götuna, og
auk þess eru svefnpokapláss í skólastofum.
„Flúðir eru í miðju landbúnaðar- og garðræktarhéraði
og notum við þá kosti þegar kemur að matargerð. Mat-
seðill okkar er samsettur af miklu grænmeti, lambakjöti
og fiski úr nærliggjandi ám og vötnum. Grænmetið er
alltaf ferskt. Grænmetisréttir verða sífellt vinsælli og telj-
um við okkur geta boðið það ferskasta hveiju sinni.“
62