Frjáls verslun - 01.03.1996, Qupperneq 63
Hér er Iiægt að Iáta fara vel um sig og
njóta þess að vinna og lyfta sér upp.
fgflfilg
Herbergi eru öll í léttum og ljósum litum. Útsýnið
fegurst.
er svo náttúra íslands eins og hún er
kur staöur íynir funtii
Hótelherbergin eru öll á jarðhæð og því gott aðgengi fyrir hreyfi-
hamlaða. Fyrir framan hvert herbergi er nuddpottur.
Hótel Edda að Flúðum hefur fullt vínveitingaleyfi og þar
er bar fyrir hótelgesti, auk þess sem boðið er upp á borð-
vín.
I fundarsalnum er flettitafla, sýningartjald, sjónvarp,
myndbandstæki, myndvarpi, litskyggnuvél og annað sem
þarf til funda- og ráðstefnuhalds. Ljósritunar- og faxþjón-
usta er á hótelinu.
Afþreying í nágrenninu
I nágrenni Flúða eru margir helstu ferðamannastaðir
landsins, svo sem Skálholt, Gullfoss og Geysir, þaðan sem
þjóðbraut liggur upp á Kjöl. Gönguleiðir hafa verið merkt-
ar upp á Högnastaðaás en sú leið telst ekki erftð. Lengri
merkt gönguleið er upp á Miðfell. Stutt er í Þjórsárdal það-
an sem leið liggur yfir Sprengisand. Einnig er ágætur 9
holu golfvöllur á svæðinu. Margir þekktir sögustaðir eru í
næsta nágrenni, svo sem Hruni.
,Á Edduhótelinu á Flúðum bjóðum við upp á góða að-
stöðu fyrir gesti, hvort sem er við vinnu eða í fríi. Hér rík-
ir friður og ró sem sést best á því að margir velja Flúðir til
þess að hvíla sig og njóta næðis. Hvað varðar vinnu og
fundi eru Flúðir góður kostur vegna nálægðar við þéttbýli
en bjóða upp á kosti lítils sveitaþorps,“ segir Sigmar Pét-
ursson, hótelstjóri Edduhótelsins á Flúðum.
Fundaraöstaöa fyrir 200 manns
Á hótelinu á Flúðum er fundaraðstaða fýrir allt að 200
manns. Fundarsalirnir eru þrír og möguleiki á samteng-
ingu þeirra. Tveir þeirra eru heppilegir fyrir allt að 40-50
manna hópa.
„Margir hafa nýtt sér þessa aðstöðu og höfum við tekið
á rnóti félagasamtökum, fólki úr fyrirtækjum og stofnun-
um, íþróttahópum og svo auðvitað hópum sem koma til að
hvíla sig og lyfta sér upp.“
Hótel EDDA
Húðum
Simi: 486 6630. Fax: 486 6530.
63