Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1996, Page 73

Frjáls verslun - 01.03.1996, Page 73
Skemmtilegur vefnaður. Verk eftir þær systur á sýn- ingu í Middelburg árið 1994. 10. Hvernig mundirðu skil- greina kjarna listar þinn- ar? „Þessari spurningu á ég erfitt með að svara. Vegna þess að smánarkenndin er aldrei langt undan er þetta svo mikið einkamál. Ég veit að við erum á hálum ís. Það eru svo óljós landamæri yfír í það að búa til of kvenleg listaverk eða jafnvel nytja- list. Til dæmis skammast ég mín oft fyrir að sauma út. Bara vegna þess að ég er kona. Við höfum verið gagn- rýndar fyrir að fást við kvenlegt efni. En ég held að það sé það aðeins á yfirborðinu. Ef þú grefur ögn niður á við vonast ég til að þér opnist heil veröld af hugsunum, anda og dulúð. Eða er þetta bara óskhyggja? Einhvem veginn er kjami listarinn- ar í mínum augum meðvitundarleysið sem á einn eða annan hátt leiðir mig eftir mjóum stíg gegnum efasemdir og óöryggi. Ég finn að ég er sterk og ég er knúin til að byrja á nýrri teikn- ingu eða öðru listaverki, fullkomlega frjáls. Ef það sýnir á einhvern hátt innri hugsanir eða rök er ég glöð og ánægð. Því má segja að kjaminn í list minni sé að ná þessari algjöru full- nægju. Listrýnirinn fjallar svo um eitthvað allt annað. Þetta er ákveðin vídd sem er hluti af mér og vekur furðu mína. En samt gæti ég tekið allt aðra afstöðu daginn eftir.“ beinni, ég held hún hæfi mér og ég tengist henni djúpt. Vonandi." 7. Hvað með ástalíf þitt? „Ástalíf mitt er mér enn mikil ráð- gáta. Ég sé ekki í gegnum það. Gæfan og óhamingjan eru það nálægar hvor annarri og hver einstök tilfmning get- ur slegið aðra út.“ 8. Heldurðu að uppruni þinn (þjóð- erni) hafi áhrif á það sem þú ert að fást við núna? „Uppruni minn tengist sterkt því sem ég er að gera. Mér finnst ég enn nærri hinum svokölluðu rótum mín- um, ég get ekki afneitað þeim, þærlifaímér, emjafn- vel í vexti. Þótt ég sé oft erlendis í lengri tíma tapa ég ekki uppruna mínum, þess- um Vínarskóla sem ég er hreykin af. Andi Sigmunds og Önnu Freud, Ludwigs Wittgenstein, Vínarsmiðj- anna (Wiener Werkstatte), Josefs Hoffmann, Ottos Wagner, Adolfs Loos, Gust- asv Klimt og Egons Schiele. Að ógleymdum Oskar Ko- koschka, Wotruba og auðvit- að öllum listamönnum af yngri kynlóðum, s.s. Maria Lassnig, og „Wiener Aktion- ismus“. Þetta em mér afar mikilvæg fordæmi.“ 9. Hvað finnst þér um hinn svo kallaða listaheim? (Ekkert svar.) en hlegið, í það minnsta var endirinn fyndinn. Síðan stoppaði ég í sokkana hans, buxumar mínar og stutt- ermabol. Fór í rúmið, las svolítið í sjálfsævisögu Önnu Freud og sofnaði. Hann fór út.“ 3. Hvaða stærð af skóm notarðu ? „Þessu er fljótsvarað: 39 til 40.“ 4. Ertu hrædd við að fljúga? Og hvað með svima eða lofthræðslu? „Ég er ekki hrædd við að fljúga. Hver getur sagt fyrir um jafn fráleita hluti og flug- slys? Dauða sem enginn get- ur komið í veg fyrir. Það eru örlögin. Og með lofthræðsl- una...ég veit það eiginlega ekki, hún veldur mér engum vandræðum." 5. Hvernig er samband þitt við foreldra þína? „Sambandið er spennt. Ég er líka oft langt í burtu og hitti þau sjaldan en þau eru samt alltaf ná- læg. Ég tek á sinn hátt þátt í vanda- málum þeirra, þau eru ekki jafn burð- ug og ég. Ég elska þau, þau eru öll mín fortíð. Þegar þau eldast getur verið að ég komi til með að hjálpa þeim meira.“ 6. Ertu ánægð með líf þitt? „Á stundum finnst mér lífið stór- kostlegt. En þess á milli koma líka djúpar lægðir og þá veit ég ekkert hvað er fram undan. Þær tilheyra frekar tilfinningalegu og fjárhagslegu hliðunum. í vinnunni er brautin að sýna verk sín í þeim. Verk þeirra eru afar lífræn og oft hannyrða- kennd. Viðamiklir gamstúrktúrar og ísaumur eru einkennandi í list þeirra. Irene á að baki fjölbreyttan sýningarferil víðsvegar um Evrópu. Eftirfarandi viðtal er hluti sýning- arskrár sem birtast mun í heild sinni við opnun sýningarinnar í Nýlista- safninu 1. júní nk. Spyrill er Sigurður Guðmundsson. FRJÁLS VERSLUN STYRKIR LISTAHÁTÍÐ Þetta óvenjulega viðtal er styrkur Frjálsrar verslunar við Listahátíð í Reykjavík í sumar. Rit- stjórn féllst á beiðni Nýlistasafns- ins að birta það og gefa safninu 300 eintök af blaðinu til afnota í sýning- arskrá safnsins vegna sýningar fjögurra myndlistarmanna þar á næstunni. Sýningin verður opnuð 1. júní. Ritstjóri L 73

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.