Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1996, Síða 74

Frjáls verslun - 01.03.1996, Síða 74
HEFUR DÁLÆTI ÁÖNNU OG SIGMUND FREUD Christine hefur mikið dálæti á þeim hjónum Önnu og Sigmund Freud. í viðtalinu vitnar hún einmitt í sjálfsævisögu Önnu Freud. Vegna óska listamannsins eru hér birtar nokkrar myndir úr Sigmund Freud safninu í London. yefstóll Önnu Freud. Sófinn frægi þar sem Freud dáleiddi fólk. Skrifborð Sigmunds Freud. Skrifborð Önnu Freud. 11. Hver er stjórnmálaskoðun þín? „Stjórnmálaskoðanir mínar eru „steyptar" í mót jafnaðarstefnunnar. Jafnrétti handa öllum. Stundum held ég að ef kommúnisminn fengi að þríf- ast innan kerfis, sem væri meira og minna frjálst, gæti hann gengið full- komlega upp. Ég er bara að verða hrædd við allar þessar hægrihreyfingar sem eru að spretta upp. Sérstaklega þessa hægrisveiflu í Austurríki. Ég er hrædd um að við höfum lítið lært af fortíðinni. Takmark frönsku bylting- arinnar 1789, „jafnrétti, frelsi og bræðralag“, verður jafn aðkallandi á tuttugustu og fyrstu öldinni.“ 12. Hver er hugmynd þín um það hvernig við eigum að takast á við núverandi mengun, s.s. gróður- húsaáhrif, súrt regn, ósonlagið o.s.frv.? „Stundum fyllist ég skelfingu yfir öllum þeim hryllilegu hlutum sem við erum að gera umhverfi okkar, sér- staklega þegar maður finnur heitan sumarvindinn. Það er eins og að hlaupa á vegg. Fjármagnið veitir iðn- aðinum svo mikið vald. Ég reyni að búa mér til kerfi til að ganga betur um umhverfið, forðast sorp og bílaút- blástur, upphitun, spillandi efni o.s.frv. En það er ekki nóg til að losna við slæmu samviskuna og ég get ekki gert þetta að meginstefi, það væri ekki einlæg afstaða.“ 13. Hvert finnst þér hlutverk lista eiga að vera í vestrænni samtíma- menningu? „Því miður hefur listaheimurinn verið skilinn frá þjóðfélaginu. Fyrir mig sem listamann er það stærsta vandamálið. Það er ómögulegt að ná til stórra hópa af fólki. Sérstaklega fyrir samtímalistina. Aðeins þessa litla innsta hrings menningarvita, hinna meðvituðu borgara. Mig langar til að útbreiða listina til stærri hópa. Þetta er e.t.v. aðeins mögulegt ef listamaðurinn stígur niður af stalli snillingsins sem oftar en ekki er þar sem makindalegir safnarar, listhúsa- eigendur og listaverkasalar vilja hafa hann. Peningar eru að sjálfsögðu hinn máttugi áhrifavaldur í þeirri þróun. Listamaðurinn verður þvf að kafa í kalt vatnið, djúpt undir yfirborðið og leita möguleika til að nálgast listskynjun annars fólks. Þetta er ósjaldan löng og erfið leið en ef listamanninum tekst að fá viðbrögð hefur vel tekist til.“ 14. Hverskonar líf mundir þú vilja sjá á næstu öld? „Auðvitað sé ég fyrir mér meiri mannúð, ábyrgð og umburðarlyndi gagnvart komandi kynslóðum. En í stórum dráttum verð ég ánægð ef lýðræðisleg hugsun getur haldið áfram að gera lífið á jörðinni bæri- legra. Ég á mér þá ósk og held að það sé smá von.“ 15. Lítur þú á þig sem hluta af nátt- úrunni? „Ég finn tengsl mín við náttúruna, sér í lagi þegar ég stend frammi fyrir veikindum, fæðingu eða dauða, sorg eða gleði. Ég mun aldrei gleyma því að ég er hluti úr þessu gangverki." 16. Hver er tilgangurinn með til- veru þinni? „Að vera til og að tilvera mín geri sem allra mest gagn. Að vera hluti af alheiminum." 17. Hvert er hlutverk menningar- innar (afskipta mannsins af náttúr- unni) í tengslum við lífsandann? „Að mínu mati er gagnslaust að að- skilja menninguna og lífið. Ég trúi að hringrásin sé óendanleg. Þetta flæði á milli mermingarinnar og lífsins gæti þó verið áhugavert skilyrði. “ 18. Hver er megintilgangur lífs okk- ar? 19. Er Guð til? 20. Hver er framtíð lífsins í alheim- inum? 21. Hvert er eðli alheimsins? Þessar spurningar (18,19,20,21 ) eru einhvemveginn tengdar. Eina leiðir af annarri. „Hvort það sé til Guð? Það get ég eiginlega ekki sagt til um. En ein- hvern veginn finnst mér vera eitt- hvert erindi, verkefni sem hver ein- asta manneskja þarf að uppfylla og tengist alheiminum. Hver veit? Mér finnast kjaminn búa í orðum gömlu konunnar, ÖnnuFreud: „Éger hjartanlega sammála þér um að ekki sé allt eins og við vildum hafa það. Samt sem áður hef ég á tilfinningunni að það sé aðeins ein leið fær, nefni- lega sú að reyna að vera sjálfur í lagi og að skapa sér þó ekki væri nema k'tinn hring þar sem málum er skipað eins og maður vill hafa þau.““ „Ekki er allt eins og við vildum hafa það. Samt sem áður hef ég á tilfinningunni að það sé aðeins ein leið fær, nefnilega sú að reyna að vera sjálfur í lagi. “ — Christine vitnar hér í orb Önnu Freud. 74

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.