Frjáls verslun - 01.02.1998, Blaðsíða 23
FORSÍÐUGREIN
BENEDIKT SVEINSSON, SJÓVÁ-ALMENNUM
Benedikt Sveinsson, stjórnarformaður Sjóvá-Almennra, 59 ára, er af sumum talinn jafn
áhrifamikill í viðskiptalífinu og Hörður Sigurgestsson. Benedikt er lögiræðingur að mennt.
Hann hefur valið að láta litið á sér bera í íjölmiðlum og hefur tekist það, jafnvel þótt hann
hafi verið forseti bæjarstjórnar í Garðabæ um árabil. Sjóvá-Almennar eru stærsti hluthafinn
í Eimskip. Benedikt situr meðal annars í stjórn Eimskips, Flugleiða, SR-mjöls, Marels og
Granda.
Mikil athafnasemi einkennir Benedikt- og hann beitir sér í málum. Hann er stjórnarformað-
ur SR-mjöls. Oskað var eftir því við hann að hann veitti hópi 177 fjárfesta forystu um kaup á fyr-
irtækinu af rikinu árið 1993. En helstu ijárfestar í hópnum voru lífeyrissjóðir, Eignarhaldsfélag
Alþýðubankans og Sjóvá-Almennar. Benedikt er stjórnarformaður Marels en fyrirtækið keyptí
danska fyrirtækið Carnitech á síðasta ári. Þá má geta þess Sjóvá-Almennar og Eimskip eiga í Is-
landsbanka.
Ohætt er að segja að síðasta ár hafi verið ánægjulegt fýrir Benedikt; Islandsbanki, Marel, SR-
mjöl og Sjóvá-Almennar voru í hópi þeirra fýrirtækja á Verðbréfaþingi og Opna tilboðsmarkaðn-
um sem skiluðu hluthöfum sínum bestri ávöxtun.
GEIR MAGNÚSSON, ESSO
Geir Magnússon, forstjóri Olíufélagsins hf., ESSO, 56 ára, tók við því starfi árið 1991. Hann
var áður bankastjóri Samvinnubanka Islands. Geir er með verslunarpróf úr Samvinnuskólanum.
An nokkurs vafa er Geir annar tveggja aðalforingja Sambandsfyrirtækjanna - ásamt Axel Gísla-
syni. Þeir eru sagðir helstu hugmyndafræðingar þessa arms viðskiptalífsins og vinna náið sam-
an. ESSO á hluti í öðrum fýrirtækjum fyrir um 2,5 milljarða og veitír sú eign félaginu mikil völd
og áhrif.
Geir hefur haldið vel um stjórnartaumana í ESSO. Hann hefur komið við sögu í tveim-
ur stórfjárfestingum á olíumarkaðnum á síðustu árum. Hann var einn helsti maðurinn á
bak við það þegar Olíufélagið keypti 32% hlut í sjálfu sér árið 1992 - af Landsbankanum.
Þarna var í raun um hlut Sambandsins í ESSO að ræða en bankinn hafði eignast hann í
hremmingum Sambandsins. Olíufélagið seldi þennan hlut ekki aftur heldur var hlutafé í fé-
laginu fært niður sem honum nam. Stóra „skúbb” ESSO - og Geirs Magnússonar - var hins
vegar þegar félagið keypti um 35% hlut í Olís af Gunnþórunni Jónsdóttur, ekkju Ola heitins
í Olís.
Geir Magnússon situr meðal annars í stjórn VÍS, Samvinnusjóðs íslands, Samskipa og
Vinnslustöðvarinnar. ESSO á t.d. í VÍS, Olís, Básafelli á ísafirði, Samvinnusjóði íslands, Vinnslu-
stöðinni í Vestmannaeyjum, VIS og Fiskiðju Skagfirðinga.
AXEL GÍSLASON, VÍS
Axel Gíslason, forstjóri VIS, 52 ára, er annar tveggja helstu foringja svokallaðra Sambands-
fyrirtækja á markaðnum - hinn er Geir Magnússon, forstjóri ESSO. Axel er verldræðingur að
mennt. VÍS er stærsta tryggingafélag landsins - með mikið fjárstreymi og gilda sjóði. VÍS er stór
hluthafi í ESSO og Samvinnusjóði Islands. Sterk eignatengsl einkenna raunar Sambandsfýrir-
tækin svonefndu - þau eiga í hvert öðru.
Axel hóf störf hjá Sambandinu árið 1972. Hann var framkvæmdastjóri Skipadeildar SÍS um
árabil og síðar aðstoðarforstjóri. Vegna mikillar þekkingar, röggsemi og vilja til að hafa áhrif á
gang mála varð snemma ljóst hjá Sambandinu að þar færi einn af framtíðarforingjum samvinnu-
hreyfingarinnar. Sú varð líka raunin. Axel varð forstjóri VIS árið 1989 og er maðurinn á bak við
velgengni þess félags.
INDRIÐIPÁLSSON, EIMSKIP
Indriði Pálsson, stjórnarformaður Eimskips og Skeljungs, 70 ára, telst örugglega í hópi tíu
áhrifamestu manna viðskiptalífsins. Hann er lögfræðingur að mennt. Hann hefur verið í eldlínu
viðskipta um árabil, lengst af sem forstjóri Skeljungs. Þótt Indriði sé orðinn sjötugur lætur hann
enn mjög tíl sín taka í stjórn Eimskips - og tíl hans er leitað eftír ráðum. Hann situr í stjórn
Flugleiða - og er ekki að draga sig í hlé úr hringiðu viðskiptanna. Þess má geta að Indriði hefur
um árabil verið æðsti maður Frímúrarareglunnar á íslandi.
s
\
%
s
\
í
4
\
S
HELSTU HLUTHAFAR
EIMSKIP
Sjóvá-Almennar............12,4%
Háskólasj. Eimskips..... 5,4%
Margrét Garðarsd........ 4,0%
Lífeyrissj. verslm...... 3,7%
Hlutabréfasjóðurinn..... 2,7%
Indriði Pálsson.......... 1,8%
Lífeyrissj. Eimskips.... 1,6%
Samein. verktakar....... 1,5%
Ingvar Vilhjálmsson sf.... 1,2%
Hörður Sigurgestsson.... 1,1%
A meðal útgerðarfyrirtækja sem
Eimskip á hlut í eru ÚA, HB á
Akranesi og Síldarvinnslan á
Neskauþstað.
\
)
s
>
s
V
s
s
s
)
{
{
4
s
(
(
SÖLUMIÐSTÖÐ HRAÐFRYSTIH.
Útgerðarfél. Ak.........15,6%
Þormóður rammi.........10,6%
Haraldur Böðvars. hf... 8,0%
Grandi.................. 7,9%
Sig. Ágústsson ehf..... 7,6%
Síldarvinnslan.......... 6,7%
SH á um 12% hlut í ÚAáAkureyri.
OLIUFELAGIÐ (ESSO)
Olíusamlag Keflavíkur.. .. 13,1%
Samvinnusjóður Isl .. 13,1%
VÍS .. 13,1%
Samvinnulífeyrissj .. 11,8%
Sjóvá-Almennar .. 10,4%
ESSÓ á m.a. hlut í VÍS, Sam-
vinnusjóðnum, Olís, Vinnslustöð-
inni, Básafelli og Fiskiðju
Skagfirðinga.
SAMVINNUSJÓÐUR ÍSLANDS
Samvinnulífeyrissj .. 24,4%
ESSO .. 20,5%
vis .. 17,2%
Isl. sjávaraf./Icel. Seaf... .. 11,7%
Samvinnusjóðurinn á m.a. í
ESSO, VIS, Vinnslustöðinni og
ísl. sjávarafurðum.
vis
Landsbankinn............44,2%
Ehf. Samvinnutrygg......23,3%
ESSO................... 13,4%
Líftryggingafél. ísl....11,6%
Samvinnulífeyrissj...... 4,6%
Samvinnusjóðurinn....... 2,9%
VIS á m.a. hluti í ESSO, Vinnslu-
stöðinni, Isl. sjávarafurðum,
Samvinnusjóðnum.