Frjáls verslun - 01.02.1998, Blaðsíða 27
BLOKKIRIVIÐSKIPTALIFINU
í áratugi skiptist íslenskt viðskiptalíf í þrennt; einkafyrirtæki,
Sambandið og opinber fyrirtæki. Segja má að þessi skipting at-
vinnulífsins gildi ennþá í hnotskurn.
4'
SAMBANDSFYRIRTÆKI
Sambandið, sem lentí í miklum hremmingum undir lok síð-
asta áratugar, hefur liðið undir lok sem stórveldi í atvinnulífinu.
En allmörg Sambandsfyrirtæki hafa dafnað mjög síðan og
halda með sér miklum tengslum sem koma sterkast fram í
kringum Islenskar sjávarafurðir. Þau tengsl hafa fengið líking-
arnafnið Smokkfiskur. Þótt forystumenn þessara fyrirtækja
ráði ferðinni í rekstri þeirra og ljárfestíngum eru þeir sjálfir
ekki eigendur fyrirtækjanna. I raun eiga fyrirtækin sig að
mestu sjálf; það eru engir einstaklingar eða einkafyrirtæki sem
eiga meiririhluta í þeim.
TENGSLIN í KRINGUM EIMSKIP
Flest fyrirtæki landsins eru einkafyrirtæki. Þau eru í eigu
einstaklinga eða einkafyrirtækja. Á meðal stærstu einkafyrir-
tækjanna eru sterk eignatengsl. Þau fyrirtæki sem tengjast
Eimskip hafa fengið á sig á hið myndræna nafn Kolkrabbinn.
Fimmtán þúsund hluthafar eiga í Eimskip en Sjóvá-Almennar
eru stærsti hluthafinn. Eimskip, í gegnum íjárfestingarfélag sitt
Burðarás, hefur ljárfest víða á undanförnum árum - en helsta
eign félagsins er 34% hlutur þess í Flugleiðum. Þá er félagið stór
eigandi í Utgerðarfélagi Akureyringa. Þá á það einnig um 10%
hlut í aðaleiganda sínum, Sjóvá-Almennum. Ljóst er að þar sem
Skoðun almennings Skoðun sljórnenda
Jóhannes Jónsson í Bónus Hörður Sigurgestsson, Eimskip
Hörður Sigurgestsson, Eimskip Jón Ólafsson, ísl. útvarpsfél. Benedikt Sveinsson, Sjóvá-Almennum
Bjarni Ármannsson, Fjárfestingarbankanum Geir Magnússon, ESSO
Axel Gíslason, VÍS
Davíð Oddsson, forsætisráðherra Jón Ólafsson, ísl. útvarpsfél.
Frjáls verslun gerði í endaðan janúar könnun á meðal
almennings um það hver væri áhrifamesti maðurinn í við-
skiptalífinu. Einnig var gerð lausleg könnun um sama efni á
meðal tíu framkvæmdastjóra stórra fyrirtækja.
Eimskip er öflugt fyrirtæki á sviði fjárfestinga fylgja því mikil
áhrif að halda um stjórnartaumana í Eimskip.
LÍFEYRISSJÓÐIRNIR
Lífeyrissjóðirnir eru sterkir ijárfestar á verðbréfamarkaðn-
um og íjárfesta í skuldabréfum og hlutabréfum. Mikilli hluta-
bréfaeign lífeyrissjóðanna fylgir réttur tíl að setjast í stjórnir fyr-
irtækja. Völd og áhrif lífeyrissjóða munu halda áfram að vaxa í
íslensku viðskiptalífi og líklegt er að eftír tíu ár verði einhveijir
úr forstystusveit þeirra komnir á lista okkar yfir áhrifamestu
einstaklingana í viðskiptalífinu. Enginn þeirra kemst þó inn á
listann að þessu sinni. Vinnuveitendur og verkalýðsfélögin
skipa stjórnir lífeyrissjóðanna þótt það séu launþegar sem
„eigi” sjóðina; eigi lífeyrinn. Lífeyrissjóðir eru ijöldaeign. Œj
1 2., 1 3. og 1 4. mars
Söngleíkjatónlíst
eíns og hún geríst best.
Flutt verða lög úr Cats, Miss Saigon, Oliver,
Sunset Bouievard, Vesalingunum ofi. af
söngvörum sem koma beint frá West End
í London.
Mi&asalan er hafin.
Tryggið ykkur miða
tímanlega.
J
Einsöngvarar:
Deborah Myers,
Andrew Halliday
James Graeme og
Kim Criswell
WEST END
BEINT FRA LONDON
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS
Háskólablói viö Hagatorg Slmi: 562 2255 Fax: 562 4475
Nánari upplýsingar á sinfónfuvefnum www.sinfonia.is
27