Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1998, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.02.1998, Blaðsíða 6
RITSTJÓRNARGREIN STJÓRNENDUR STIKKFRÍ? Fyrirtækið Nathan & Olsen hf. hefur höfðað athyglisvert mál á hendur fyrrverandi endurskoðanda sínum. Það hefur gert honum að greiða rúmar 25 milljónir króna í skaðabætur vegna fjárdráttar fyrrverandi gjaldkera fyrirtækisins á árunum 1992 til 1996. Fjárdrátturinn nam um 32 miUjónum króna. Gjald- kerinn gat greitt 7 milljónir til baka. Nathan & Olsen hf. vill að endurskoð- andinn og endurskoðunarfyrirtæki hans greiði mismuninn; 25 milljónir króna! Vinni Nathan & Olsen málið reynast stjórnir og æðstu stjórnendur fyrirtækja stikkfrí frá ábyrgð á rekstri. Það yrði athyglisverð niðurstaða því ársreikningur hvers fyrirtækis er lagður fram af stjórn og á ábyrgð hennar! Nathan & Olsen hf. sældr málið gegn endurskoðandanum á þeirri forsendu að hann hafi sýnt stórkostlega vanrækslu í starfi varðandi innra eftirfit og að það hafi gefið gjaldkeranum færi á að draga sér fé. Og ekki nóg með það! I stefnunni segir að endurskoðandinn og starfsmenn á endurskoðun- arskrifstofu hans hafi beinlinis blekkt stjórn og hluthafa Nathan & Olsen með bréfum til stjórnarinnar um innra eftirlit fyrirtækisins og athugasemdalausum áritunum - og með því þverbrotið ákvæði laga um endurskoð- endur. I viðskiptalífinu verður fylgst grannt með þessu harla óvenjulega máli. Glæpur - fjárdráttur - er framinn í fyrirtæki. Þar sem glæpamaðurinn getur ekki greitt til baka er þriðja aðila - utanaðkomandi ráðgjafa sem telst í hlutverki eftirlitsmanns - stefnt til að standa skil á þýfinu; hann er látinn bera ábyrgðina á þjófhaðinum vegna meintrar vanrækslu í starfi! Þetta leiðir hugann raunar ósjálfrátt að öryggis- og löggæslumálum al- mennt. Hversu víðtæk er ábyrgð fólks, sem sinnir eftir- litsstörfum í fyrirtækjum, gagnvart glæpamönnum? I tilviki Nathan & Olsen kann endurskoðandinn að vera bótaskyldur að einhverju leyti - en að hann beri einn ábyrgðina á þjófiiaði gjaldkerans - er í meira lagi hæpið. Það er sláandi í máli Nathan & Olsen að forstjóri fyrirtækisins vísar allri ábyrgð frá sér og lýsir sig stikkfrí frá ábyrgð á eftirliti með bókhaldi og fjárreiðum fyrirtækisins - og kemur henni yfir á annan. Þessi skoðun hans getur tæplegast verið almenn á meðal forstjóra og stjórnenda fyrirtækja. Eiga stjórnendur ekki að hafa neina tilfinningu fyrir rekstrinum? A að vera hægt að segja þeim að allt sé í stakasta lagi ef svo er ekki? Og hvernig í ósköpunum getur gjaldkeri í meðalstóru fyrirtæki stolið 32 milljónum á rúmum fjórum árum án þess að stjórnandinn uppgöfvi að minna fé sé í kassanum en að það ætti að vera?! Endurskoðendur eru á einu máli um að þrennt sé nauðsynlegt í fyrirtækjum til að minnka líkur á fjárdrætti: 1) Að bókhald fyrirtækja sé fært mjög reglulega; helst daglega. 2) Að hafa alls ekki sama manninn í starfi bókara og gjaldkera. Þetta er grundvallarregla sem aldrei má bregða út af, jafhvel þótt fyrirtækin séu smá í sniðum. Gjaldkeri getur ekki dregið sér fé nema finna glæpnum stað í bókhaldi undir folskum reikningi - og slíkt uppgötvast varla nema í úrtaksathugun endurskoðenda eða að stjórnandi hafi góða tilfinningu fyrir rekstrinum og einstaka þáttum hans. 3) Að stjórnandi fari ævinlega yfir útprentanir bókhalds. Staðreyndin er sú að til eru stjórnendur sem nenna ekki að lesa það talnaflóð sem þeir prenta út - en um leið slaka þeir auðvitað á öllu eftirliti. Stjórnendur og stjórnir fyrirtækja eiga að axla ábyrgð á rekstri fyrirtækja sinna - og hafa frumkvæði að því að koma á sýnilegu og öflugu eftirlitskerfi - kerfi sem heldur freistingum frá mönnum. Það er ótrúverðug afsökun hjá æðsta stjórnanda að kenna öðrum um sé ekki staðið rétt að málum í rekstri fyrirtækis hans! Jón G. Hauksson mmmmmmmmmmmmmmmmtmmmmmm ■■r 1 - i f, f r -m yj-j- rrm tTi T7T1 ISSN 1017-3544 Stofiiuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál - 59. árgangur RTTSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G. Hauksson - AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfh Sigurgeirsdóttir - BLAÐAMAÐUR: Páll Ásgeir Ásgeirsson - UÓSMYNDARAR: Geir Ólafsson og Kristín Bogadóttir - UMBROT: Ágústa Ragnarsdóttir. - ÚTGEFANDI: Talnakönnun hf. - RTTSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA: Borgartúni 23,105 Reykjavík, sími: 561-7575, fax: 561-8646 -ÁSKRIFTARVERÐ: 2.895kr. fyrir 1.-5. tbl. - 10% lægra áskriftarverð ef greitt er með kreditkorti. - LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. nema bókin 100 stærstu sem er á 1.995,- - DREIFING: Talnakönnun hf.Sími: 561 7575. - FHMUVINNA, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafik hf. - I.ITGRKIMNGAR: Prentmyndastofan hf. - Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. —M——MlfHmiWrBlllHIHÍlirilWn—linHWlll1IH<B«HllilliaiinilHIIIMli|iHll| U MiIiIWIIIIHI'HIIÍMH 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.