Frjáls verslun - 01.02.1998, Blaðsíða 8
Valur er vinsælasta íþróttafélag KR er annað vinsælasta félagið í Reykjavík Fram er þriðja vinsœlasta félagið - með 12% fylgi.
Reykjavíkur - með 22% fylgi. - með 20% fylgi.
VALUR, KR OG FRAM VINSÆLUST
A Akureyri hefur KA stungið Þór afí vinsœldum. Tœpur helmingur Hafnfirðinga held-
ur með FH. I Kópavogi hefur Breiðablik mikið forskot á HK í vinsœldum.
alur er vinsælasta
íþróttafélagið í Reykja-
vík og hefur nauma for-
ystu á KR. Fram er í þriðja sæti.
Fullyrða má að þessi félög séu
jafnframt vinsælustu félög lands-
ins, ásamt IA og KA en þessi ut-
anbæjarfélög njóta nokkurra
vinsælda í Reykjavík. Víkingur
er flórða vinsælasta félagið í
Reykjavík. Þetta er niðurstaðan
úr skoðanakönnun Frjálsrar
verslunar sem gerð var dagana
23. til 25. febrúar sl. Spurt var:
Hvaða íslenskt lið styður þú helst
í íþróttum? Fjöldi svarenda í
Reykjavík var 400. Þar af sagðist
41% vera óákveðin; ekki halda
með neinu sérstöku liði.
Á Akureyri er KA orðið lið
flestra bæjarbúa - samkvæmt
könnuninni - og hefur stungið
keppinautinn, Þór, gjörsamlega
af. Um 71% bæjarbúa segjast
styðja KA en aðeins um 17% Þór
- af þeim sem taka afstöðu. Um
12% Akureyringa styðja önnur
íþróttafélög - yflrleitt Reykjavík-
urfélögin.
Hafnarfirðingar styðja FH í
meira mæli en Hauka. Tæpur
helmingur Hafnfirðinga (48%)
styður FH en um þriðjungur
(33%) styður Hauka - af þeim
sem taka afstöðu. Um 19% Hafn-
firðinga styðja önnur lið - yflrleitt
Reykjavíkurfélögin.
I Kópavogi, öðru stærsta
bæjarfélagi landsins, er svolítið
annað uppi á teningnum en í
Hafnarfirði og á Akureyri. Um
37% Kópavogsbúa styðja
Breiðablik, vinsælasta liðið í
Kópavogi. Það er nokkru
minna íylgi en vinsælustu liðin
á Akureyri og í Hafharfirði fá.
Takið líka eftir að Fram er ann-
að vinsælasta liðið í Kópavogi
ásamt Kópavogsliðinu HK, með
um 10% fylgi. Það stingur raun-
ar í augun hvað margir Kópa-
vogsbúar halda með íþróttafé-
lögum í Reykjavík.
Valur er vinsœlasta lið Reykja-
víkur.
GEVALIA
- Það er kaffið Sími 568 7510
8