Frjáls verslun - 01.02.1998, Blaðsíða 59
Pár Kettís, sendiherra Svía á íslandi. Hann hefur verið sendiherra hér frá árinu
1994. Hingað kom hann frá Indlandi þar sem hann var sendiherra. Hann hefur
einnig starfað í sendiráði Svia í Washington. FV-myndir: Kristján Maack.
Hann bendir á að íslensk útgerðarfyrir-
tæki hafi eignast hlut í fyrirtækjum í
Þýskalandi og Bretlandi, þau reki fyrir-
tæki í Frakklandi og á Spáni og hafi sett
upp skrifstofu í Peking. „Þetta hefur
ekki verið gert í Svíþjóð og það er synd.
Islenskt atvinnulíf ætti að athuga að það
er auðveldara að selja í Svíþjóð heldur
en í Peking og það er ekki jafn nauðsyn-
legt að hafa mann á staðnum,” segir
Kettis.
Það er skoðun sænska sendiherrans
að fagmennska sé í fyrirrúmi hjá ís-
lenskum fyrirtækjum. „Mér hefur sér-
staklega fundist mikið til um hæfni
þeirra til að aðlagast nýjum mörkuðum
og ná fótfestu á þeim. Þess vegna hefur
mér þótt það miður að sjá að þau ná ekki
fótfestu á sænskum markaði. Nú þegar
eftirspurnin minnkar á Asíumörkuðun-
um má gera ráð fyrir að áhuginn á evr-
ópskum mörkuðum aukist. Þá finnst
mér að Svíþjóð ætti að koma vel til
greina.”
ÍSLENSKT-SÆNSKT VERSLUNARRÁÐ
I maí í fyrra var stofnað íslenskt-
sænskt verslunarráð og er það því tæp-
lega ársgamalt. Tilgangurinn með stofn-
un ráðsins var að auka samskipti at-
vinnulífs íslands og Svíþjóðar. Fulltrúar
sænsks atvinnulífs hafa komið hingað til
lands og haldið fyrirlestra um fyrirtæki
sín og möguleikana á þeim sviðum sem
þau sérhæfa sig í. Meðal þeirra var ís-
lendingurinn Guðni Dagbjartsson en
hann er aðstoðarforstjóri ABB í Zúrich í
Sviss þaðan sem fyrirtækinu er stýrt.
Ræddi Guðni um einkavæðingu orku-
geirans í heiminum. Framkvæmda-
stjóri Vinnuveitendasambandsins í Sví-
þjóð, Göran Tunhammar, kom nýlega á
fund Islensk-sænska verslunarráðsins
og talaði um afstöðu sænsks atvinnulífs
til Evrópusambandsins.
Gætt hefur óánægju hjá sænskum
fyrirtækjum með Evrópusambandið en
Tunhammar lagði áherslu á að nú
væru Svíar farnir að geta haft áhrif á
ákvarðanir innan sambandsins. Aðal-
fundur Islensk-sænska verslunarráðs-
ins verður haldinn í vor. Nokkurs kon-
ar framhaldsfundur aðalfundarins verð-
ur lialdinn í Svíþjóð og verður þá reynt
að fá fulltrúa sænsks atvinnulífs með í
stjórn ráðsins.
ATVINNULEYSIÐ STÓRT VANDAMÁL
Sá hluti sænsks atvinnulífs, sem snýr
að útflutningi, gengur mjög vel, að sögn
Párs Kettís. „í þeim geira eru engin
vandamál. Vandamálin á sviði efnahags-
lífsins eru atvinnuleysið. Það er mikið
og stórt vandamál.”
Opinbert atvinnuleysi í Svíþjóð var í
janúar síðastliðnum 7,3 prósent vinnu-
færra manna og kvenna. í lok janúar-
mánaðar voru 308 þúsund Svíar á at-
vinnuleysisskrá. Hins vegar voru 191
þúsund manns á ýmsum námskeiðum á
vegum atvinnumiðlana til að auka
möguleika sína á vinnumarkaðnum eða
4,5 prósent allra vinnufærra. „Bæði
stjórn og stjórnarandstaða láta atvinnu-
leysismálin hafa forgang. Það er sér-
stakt átak í gangi til að mennta fólk bet-
ur. Nýir tímar kreijast annarrar mennt-
unar. Það er mikil eftirspurn eftir fólki
með menntun í tölvunarfræðum,” segir
Iíettis. Hann bætír því við að nú virðist
sem það sé að birta til í efnahagsmálum
Svíþjóðar.
Starfstíma Pár Kettis á íslandi fer
senn að ljúka. Hann hefur verið sendi-
herra Svíþjóðar á Islandi síðan haustið
1994. Hingað kom hann frá Indlandi þar
sem hann var sendiherra. Hann hefur
einnig starfað í sendiráði Svía í Was-
hington. Eiginkona Kettis, Gunilla, hef-
ur tekið virkan þátt í að efla viðskipti ís-
lendinga og Svía og er nú gjaldkeri ís-
lensk-sænska verslunarráðsins. Hún
skipulagði einnig að miklum hluta
„Sænska daga” á Islandi í þau tvö skipti
sem þeir hafa verið haldnir. „Okkur hef-
ur liðið mjög vel hér og eiginkona mín
hefur haft sérstaka ánægju af því að fara
í reiðtúra á íslenskum hestum,” segir
Kettís að lokum. 33
BÍLARINN EN SÍLD ÚT
íslendingar flytja inn vörur frá Svíþjóð fyrir um 9,5 milljarða króna, sem eru tæp 7%
alls innflutnings til landsins, en flytja út vörur til Svíþjóðar fyrir um 1,5 milljarða
króna ■ sem er rúmt 1% af heildarútflutningi landsmanna. Síld er líklega sú afurð
sem Svíar þekkja best frá íslandi. Þeir hafa keypt hana í marga áratugi.
59