Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1998, Qupperneq 59

Frjáls verslun - 01.02.1998, Qupperneq 59
Pár Kettís, sendiherra Svía á íslandi. Hann hefur verið sendiherra hér frá árinu 1994. Hingað kom hann frá Indlandi þar sem hann var sendiherra. Hann hefur einnig starfað í sendiráði Svia í Washington. FV-myndir: Kristján Maack. Hann bendir á að íslensk útgerðarfyrir- tæki hafi eignast hlut í fyrirtækjum í Þýskalandi og Bretlandi, þau reki fyrir- tæki í Frakklandi og á Spáni og hafi sett upp skrifstofu í Peking. „Þetta hefur ekki verið gert í Svíþjóð og það er synd. Islenskt atvinnulíf ætti að athuga að það er auðveldara að selja í Svíþjóð heldur en í Peking og það er ekki jafn nauðsyn- legt að hafa mann á staðnum,” segir Kettis. Það er skoðun sænska sendiherrans að fagmennska sé í fyrirrúmi hjá ís- lenskum fyrirtækjum. „Mér hefur sér- staklega fundist mikið til um hæfni þeirra til að aðlagast nýjum mörkuðum og ná fótfestu á þeim. Þess vegna hefur mér þótt það miður að sjá að þau ná ekki fótfestu á sænskum markaði. Nú þegar eftirspurnin minnkar á Asíumörkuðun- um má gera ráð fyrir að áhuginn á evr- ópskum mörkuðum aukist. Þá finnst mér að Svíþjóð ætti að koma vel til greina.” ÍSLENSKT-SÆNSKT VERSLUNARRÁÐ I maí í fyrra var stofnað íslenskt- sænskt verslunarráð og er það því tæp- lega ársgamalt. Tilgangurinn með stofn- un ráðsins var að auka samskipti at- vinnulífs íslands og Svíþjóðar. Fulltrúar sænsks atvinnulífs hafa komið hingað til lands og haldið fyrirlestra um fyrirtæki sín og möguleikana á þeim sviðum sem þau sérhæfa sig í. Meðal þeirra var ís- lendingurinn Guðni Dagbjartsson en hann er aðstoðarforstjóri ABB í Zúrich í Sviss þaðan sem fyrirtækinu er stýrt. Ræddi Guðni um einkavæðingu orku- geirans í heiminum. Framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasambandsins í Sví- þjóð, Göran Tunhammar, kom nýlega á fund Islensk-sænska verslunarráðsins og talaði um afstöðu sænsks atvinnulífs til Evrópusambandsins. Gætt hefur óánægju hjá sænskum fyrirtækjum með Evrópusambandið en Tunhammar lagði áherslu á að nú væru Svíar farnir að geta haft áhrif á ákvarðanir innan sambandsins. Aðal- fundur Islensk-sænska verslunarráðs- ins verður haldinn í vor. Nokkurs kon- ar framhaldsfundur aðalfundarins verð- ur lialdinn í Svíþjóð og verður þá reynt að fá fulltrúa sænsks atvinnulífs með í stjórn ráðsins. ATVINNULEYSIÐ STÓRT VANDAMÁL Sá hluti sænsks atvinnulífs, sem snýr að útflutningi, gengur mjög vel, að sögn Párs Kettís. „í þeim geira eru engin vandamál. Vandamálin á sviði efnahags- lífsins eru atvinnuleysið. Það er mikið og stórt vandamál.” Opinbert atvinnuleysi í Svíþjóð var í janúar síðastliðnum 7,3 prósent vinnu- færra manna og kvenna. í lok janúar- mánaðar voru 308 þúsund Svíar á at- vinnuleysisskrá. Hins vegar voru 191 þúsund manns á ýmsum námskeiðum á vegum atvinnumiðlana til að auka möguleika sína á vinnumarkaðnum eða 4,5 prósent allra vinnufærra. „Bæði stjórn og stjórnarandstaða láta atvinnu- leysismálin hafa forgang. Það er sér- stakt átak í gangi til að mennta fólk bet- ur. Nýir tímar kreijast annarrar mennt- unar. Það er mikil eftirspurn eftir fólki með menntun í tölvunarfræðum,” segir Iíettis. Hann bætír því við að nú virðist sem það sé að birta til í efnahagsmálum Svíþjóðar. Starfstíma Pár Kettis á íslandi fer senn að ljúka. Hann hefur verið sendi- herra Svíþjóðar á Islandi síðan haustið 1994. Hingað kom hann frá Indlandi þar sem hann var sendiherra. Hann hefur einnig starfað í sendiráði Svía í Was- hington. Eiginkona Kettis, Gunilla, hef- ur tekið virkan þátt í að efla viðskipti ís- lendinga og Svía og er nú gjaldkeri ís- lensk-sænska verslunarráðsins. Hún skipulagði einnig að miklum hluta „Sænska daga” á Islandi í þau tvö skipti sem þeir hafa verið haldnir. „Okkur hef- ur liðið mjög vel hér og eiginkona mín hefur haft sérstaka ánægju af því að fara í reiðtúra á íslenskum hestum,” segir Kettís að lokum. 33 BÍLARINN EN SÍLD ÚT íslendingar flytja inn vörur frá Svíþjóð fyrir um 9,5 milljarða króna, sem eru tæp 7% alls innflutnings til landsins, en flytja út vörur til Svíþjóðar fyrir um 1,5 milljarða króna ■ sem er rúmt 1% af heildarútflutningi landsmanna. Síld er líklega sú afurð sem Svíar þekkja best frá íslandi. Þeir hafa keypt hana í marga áratugi. 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.