Frjáls verslun - 01.02.1998, Blaðsíða 32
STJÓRNMÁL
SUNDRUNG SJALFSTÆÐISFLOKKSINS
Ekki er allt sem sýnist í pólitík.
tjórnmálaskýrendur hafa að undanförnu velt fýrir sér
sterkri stöðu Sjálfstæðisflokksins á landsvísu, á sama
tíma og hann er sem hrófatildur eitt í sveitarstjórnum
víðsvegar um land. Niðurstaða þessara skýrenda er einlægt sú
að flokkurinn eigi hina sterku stöðu sína einum manni að
þakka, Davíð Oddssyni.
Eg get fallist á þessa skýringu að hluta, en meginástæðan er
þó sú að kjósendamarkaðurinn bíður eftir sameiningu vinstri
flokka og samtaka þannig að til verði raunverulegur valkostur
við Sjálfstæðisflokkinn — að stærð og stefnu nægilega sterkur
til að eiga fullkostar við allsráðanda flokk í þjóðfélaginu. En í
þriðja lagi er mikilsvert að hafa í huga að Sjálfstæðisflokkurinn
er ekki jafn heilsteyptur og mikilúðlegur og þetta skoðanakann-
anafýlgi á landsvísu virðist í fljótu bragði gefa til kynna.
Um veikleikann að baki hins styrka yfirborðs vitna raunir
Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna
um land allt — á sama tíma og vinstri menn
ná nær hvarvetna saman í sveitarstjórnum.
Við skulum fara í hrað- og hringferð um land-
ið:
1) I Mosfellsbæ hefur öllum frambjóðend-
um D-listans frá því í síðustu kosningum nán-
ast verið sópað í burtu. 2) A Isafirði klofnaði
meirihluti Sjálfstæðismanna og ekki lát á
þeirri klofningshistoríu. 3) Deilur meðal Sjálf-
stæðismanna í Bolungarvík. 4) I því gamla
íhaldsvígi Olafsfirði hefur flokkurinn verið
tvfklofinn um langa hríð og nú eru mestar lík-
ur á því að D-listinn verði ekki boðinn fram
þar í vor. 5) A Akureyri: Oddvita flokksins til
margra ára sparkað niður í 4.sæti og fenginn
pólitískur farandverktaki úr öðru plássi til að
leiða D-listann. 6) I Hveragerði ganga klögu-
málin á víxl, klofningur í félaginu og harðvít-
ugar deilur árum saman, a.m.k. tvö framboð
flokksins verða þar í vor. 7) I Garðinum er
klofningur og óánægja og þar verða tveir list-
ar Sjálfstæðismanna boðnir fram í vor í stað
eins sem fór með öll völd á liðnu kjörtímabili.
8) Hafnarfjörður: Sjálfstæðisflokkurinn í
tvennu lagi, hvor sínum megin meirihluta
bæjarstjórnar, tvö framboð flokksins í vor. 9)
A Seltjarnarnesi þar sem Jón Hákon Magn-
ússon hefur verið leiðandi sjálfstæðismaður í
bæjarfélaginu var honum sparkað niður eftir
öllum lista, að mati margra stuðningsmanna
hans með hálfgerðu samsæri. 10) Alvarleg-
astar eru þó deilurnar í Reykjavík, þar sem ekki ríkir eining um
leiðtoga listans og aðrir borgarfulltrúar hafa gert tilkall til for-
ystu. Auk þess virðast margir frambjóðenda ekki njóta trausts
flokksins. Þannig hafði kjörnefnd flokksins gert tillögur um að
færa frambjóðendur niður um sæti; þeim Guðlaugi Þór Þórðar-
syni, Kjartani Magnússyni, Helgu Jóhannsdóttur, Grafarvogs-
manninum Snorra Hjaltasyni átti öllum að hnika til og var gert
í sumum tilvikum. D-listaffamboðið í Reykjavík er holgrafið af
vantrú og innri óánægju. Þetta hefur leitt til örvæntingar sem er
öllum framboðum hættuleg.
Þetta voru sveitastjórnarmálin. Kíkjum aðeins á ílokkinn á
landsvísu og sjálfsmynd hans um þessar mundir:
Það er verið að búa til nýja söguskoðun frá valdakjarnanum.
Hin nýja söguskoðun kom glöggt fram í afmælisdikti Hannesar
Hólmsteins Gissurarsonar í Mogganum fýrir nokkru. Allir vita
að Hannes Hólmsteinn er hirðsagnfræðingur foringjans og í
mærðarrullu sinni lýsti hann því hvernig
Davíð Oddsson væri arftaki frelsisbarátt-
unnar í Sjálfstæðisflokknum. Það hefur
vakið mikla athygli hvernig hann form-
gerði þessa nýju söguskoðun. Svo var að
skilja að Hannes sálugi Hafstein hefði fært
okkur óvita búandkörlum frelsið, að hon-
um gengnum hafi dofnað á frelsiskyndlin-
um þartil Davíð Oddsson tók við honum.
Síðan skín frelsisljósið skært. Tæpt var á
því að nokkrir fleiri hefðu komið við frels-
issögu og nöfn formannanna Jóns Þorláks-
sonar, Olafs Thors og Bjarna Benedikts-
sonar nefnd í því sambandi, þeir stóðu í
„vörn” og gerðu „tilraunir” í frelsisskyni.
Það var hins vegar þögnin um hina sem
vakti mesta athygli; þeir sem nú eiga að
gleymast í sögu flokksins þ.e. Jóhann Haf-
stein, Þorsteinn Pálsson og Geir Hall-
grímsson. Þetta hefur vakið mikla reiði
innan flokksins. Og framsetningin þykir
mörgum til marks um hvar á stalli Davíð
Oddsson stendur, stærri og meiri en allir í
námunda við hann, - og gömlu velgerðar-
mennirnir eru gleymdir. Davíðs
Oddssonar-klíkan telur sig ekki þurfa á
stuðningi eins eða neins, - og alls ekki
hinna gömlu vina Geirs Hallgrímsson Oes)
Morgunblaðsins. Ætli einhverjir Morgun-
blaðshanar þurfi nú ekki að reisa kambinn,
góðan daginn? 53
„Stjórnmálaskýrendur hafa að undanförnu velt fyrir sér sterkri stöðu Sjálfstæðisflokksins á landsvísu, á sama tíma og hann er sem
hrófatildur eitt í sveitarstjórnum víðsvegar um land."
32